Sarpur fyrir júlí, 2007

Tvífarar, part II


Ég veit ekki alveg hvað er í gangi, en ég sé hreinlega tvífara allsstaðar, kannski er ég að ganga af göflunum eða kannski er ég bara spot on? Ég var að horfa á stórmyndina (engin kaldhæðni) Starship Troopers, djöfulsins snilld sem hún er nú alltaf. Er alltaf jafn uppnuminn í hvert skipti sem ég sé hana, en orðið á götunni er samt að hún eigi ekkert í bókina. En þessi færsla átti nú samt ekki að vera um myndina, kannski ég geri aðra seinna um hversu frábær hún er.

Það sem ég ætlaði að skrifa um er stórleikarinn (já, kaldhæðni) Matt Levin sem leikur hinn sprautuhressa Kitten Smith. Efast um að nokkur maður viti deili á honum, ekki einu sinni Arnar Stef. sem er mesta leikanafnanörd sem ég þekki. Er það bara ég eða eru Matt og Sveinn Tjörvi alveg sláandi líkir? Þeir eru ekki einungis líkir í útliti heldur er persónan Kitten í Starship Troopers hættulega lík Smjörva í háttum. Ofvirkur, hress með afbrigðum, opinskár og stundum ekki alveg viss hvar línan er en samt svo viðkunnalegur, því hann er jú bara Smjörvinn, ég meina Kitten, eftir allt saman.

smm.jpg200px-mattlevin.jpg

smjor2.jpgmatt-levin.jpg

Það má vart á milli sjá hvor er hvað! Það var samt meira en að segja það að finna myndir af Matt, vonandi samt að þetta komi skynjun minni til skila. Hvet menn til að kíkja á Starship Troopers (eitthvað sem allir ættu að gera reglulega) og veita því athygli hvort Kitten minni ekki svolítið á hæstvirtan Svein.


Auglýsingar

Harry Potter í lúxus

Fórum fjölskylduferð á Harry Potter áðan, í lúxus sal nota bene, sem er alltaf frekar næs. Á sama tíma fóru nánast allir félagar mínir á Simpsons myndina og þrátt fyrir að Harry hafi nú verið ágætur hefði ég nú frekar viljað sjá Simpsons. Einhver erlendur gagnrýnandi sagði Harry Potter myndina betri en LOTR, Star Wars og Indiana Jones allar til samans, það er gross overstatment. Ég er bara ekki mikill Potter aðdáandi. Játa það fúslega að ég get aðeins dæmt hann eftir myndunum, hef aldrei lesið bækurnar, hef rétt aðeins gluggað í síðustu blaðsíðurnar í nýjustu bókinni, múhahaha! Það fer svolítið í taugarnar á mér hvað hann er mikill væskill. That boy’s got issues! Væri ekki miklu svalara að gera mynd um t.d. Dumbledore? Hann er miklu svalari, eða Síríus Black! Þar er sko töffari, og svo leikur Gary Oldman hann líka.

Ég sá minnst á það á einhverju bloggi um daginn að persónan Dolores Umbridge og Þorgerður Katrín væru tvífarar, og var þá væntanlega átt við persónuleika þeirra og áráttu til að leggja skólakerfi í rúst. Ég komst hins vegar að því þegar ég sá myndina að umrædd Dolores á sér alvöru tvífara. Það er hreinlega með eindæmum hvað þau eru lík. Umræddir tvífarar eru eftirfarandi:

Dolores:

260px-umbridge.jpg

Will Ferrell:

sgg-020190.jpg

Það sést ekki nógu vel á þessum myndum hvað þau eru fáránlega lík, fann ekki nógu góða mynd af henni. En meðan ég horfði á myndina hugsaði ég aftur og aftur: „Vá hvað hún er fáránlega líka Will Ferrell!“ Austin Powers myndi pottþétt taka hana í misgripum fyrir karlmann.

Skjár Einn

Skjár Einn er í megin atriðum frábær sjónvarpsstöð. Ég er í raun ótrúlega fegin að stöðin hefur haldið sjó jafn lengi og raun ber vitni, því ef hennar nyti ekki við væri Rúv eina stöðin í ólæstri dagskrá í mínu sjónvarpstæki! En það þýðir samt ekki að ég sé alsáttur við dagskrástefnu stöðvarinnar, og í rauninni er ég oft mjög ósáttur. Dagskráin hefur oftast gengið út á fáa góða þætti, sem eru bara sýndir fáránlega oft. En svo þarft að fylla í öll götin sem standa eftir, og þá eru góð ráð dýr (og góðir þættir sennilega dýrari.)

Tucci til hægri, að fara á kostum � BeethovenVar að horfa á Skjá Einn í gær þegar ég sá nýjasta trompið þeirra auglýst, 3 pund (hvað er það mikið í dollurum?), með stórleikaranum Stanley Tucci í aðalhlutverki, sem sennilega er frægastur fyrir að leika vonda kallinn í Beethoven myndinni. Það fyrsta sem ég hugsaði var: „Frábært! Á nú að stökkva á House lestina áður en það verður of seint?“ Það næsta sem ég hugsaði var svo: „Þetta verður pottþétt týpískur Skjás Eins þáttur.“ En týpískur Skjás Eins þáttur er þáttur sem þótti svo skelflilega lélegur og óvinsæll að það tókst ekki að framleiða nema 5-8 þætti (jafnvel færri stundum) þegar ákveðið var að taka öndunarvélina úr sambandi hjá hinum andvana fædda óskapnaði.

Þá fór ég aðeins að pæla, hversu oft hafa Skjásmenn leikið þennan leik? Mér þykir þetta frekar léleg framkoma í garð áhorfenda. Það er ekki eins og að Skjár Einn taki þessa þætti til sýninga áður en ævintýrinu er lokið, því flestir eru þeir löngu horfnir af dagskrá vestanhafs þegar þeir rata á skjáinn hjá okkur. Ég rifjaði upp í flýti nokkra þætti sem Skjár Einn hefur eflaust keypt í Kolaportinu á spottprís og ákveðið að nota sem uppfyllingarefni í götótta dagskrá sína.

  • Courting Alex – 12 þættir, aðeins 8 sýndir.
  • Love Monkey – 8 þættir, gengu ekki vel í áhorfendur vestanhafs þó svo að ég hafi sjálfur verið nokkuð spenntur.
  • Runaway – 13 þættir, aðeins 3 sýndir vestanhafs!
  • Sex, Love & Secrets – 10 þættir, 4 fyrstu sýndir vestanhafs.

Ég fæ hroll bara við tilhugsunina um þessa þættiÞetta voru bara nokkur nýleg dæmi. Ef að þessir þættir væru eftirminnilegri gæti ég eflaust haldið áfram í allan dag með listann. Svo má heldur ekki gleyma því hvað Skjár Einn er gjarn á að hitta á þætti sem ná aldrei yfir á sýningartímbil númer tvö, samanber t.d. Complete Savages (sem eru eflaust verstu þættir frá upphafi vega), Love Inc, John Doe og eflaust marga fleiri.

Maður hlýtur því að spyrja sig, af hverju gera forráðamenn Skjás Eins þetta? Mér detta í hug tvær ástæður. Annars vegar að þeir séu allir vanhæfir vanvitar sem eru ekki starfi sínu vaxnir, eða gríðarlegur peningaskortur. Svo gæti þetta líka verið blanda af hvoru tveggja. En jafnvel þó svo að Skjár Einn sé á hvínandi kúpunni þá er það deginum ljósara að fleiri áhorfendur (og þá auknar auglýsingatekjur) munu seint fást með slæmri dagskrá. Svo er líka til svo mikið af frábærum þáttum sem myndu leysa þennan vanda snilldarlega og að lokum gera alla miklu glaðari.

Af hverju er t.d. einn vinsælasti fullorðinsteiknimyndaþáttur heims, Family Guy, ekki lengur á dagskrá Skjás Eins? Af hverju tóku þeir Conan af dagskrá en héldu Leno? Hvað með The Daily Show og Colbert sem eru að gera allt vitlaust í Bandaríkjunum? Það væri hægt að henda Dr. Phil útí hafsauga og hafa Daily Show og Colbert tvennu í upphafi hvers dags og svo endursýnda í lok hans. Svo má ekki gleyma öllum bresku snilldar þáttunum, þá nefni ég sérstaklega Never Mind the Buzzcocks, sem eru sennilega með fyndnustu þáttum seinni ára. Mythbusters myndu líka sóma sér vel á Skjá Einum, sem og Dirty Sanchez, sem láta Jackass gaurana líta út eins og leikskólakrakka í samanburði.

Smá bútur úr Never mind the Buzzcocks:

Svo má ekki gleyma öllum ömurlegu raunveruleikaþáttunum sem Skjár Einn sýnir. High School Reunion, Bachellor 351 (eða eitthvað álíka), allir Next Top model þættirnir nema kannski American, World’s most Amazing Vidoes o.s.frv. Raunveruleikaþáttabólan er löngu sprungin, en fyrst að þeir ætla að standa í þessu á annað borð, hvernig væri þá að sýna almennilega þætti. Flavour of love, Pimp my ride, American Chopper, Scrapyard Challenge og fleiri í þeim dúr.

Að lokum, fyrst að Skjár Einn stendur í öllum þessum endursýningum, hvar er Johnny National? Af hverju ekki að endursýna góða þætti ( en ekki Beverly Hills og Melrose) eins og Titus og fleiri klassíkera. Hvað með klassíska breska þætti eins og Monty Python Flying Circus eða Black Adder. Það er nú varla svo dýrt að kaupa eldgamla þætti af BBC.

Er starf dagskrárstjóra Skjás Eins ennþá laust? Ég ætti kannski að sækja um?

Þetta er allt að koma

Þetta er í vinnslu, formleg opnun innan skamms. Æstum múgnum er bent á að skoða http://folk.is/slayerinn þangað til.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar