Skjár Einn

Skjár Einn er í megin atriðum frábær sjónvarpsstöð. Ég er í raun ótrúlega fegin að stöðin hefur haldið sjó jafn lengi og raun ber vitni, því ef hennar nyti ekki við væri Rúv eina stöðin í ólæstri dagskrá í mínu sjónvarpstæki! En það þýðir samt ekki að ég sé alsáttur við dagskrástefnu stöðvarinnar, og í rauninni er ég oft mjög ósáttur. Dagskráin hefur oftast gengið út á fáa góða þætti, sem eru bara sýndir fáránlega oft. En svo þarft að fylla í öll götin sem standa eftir, og þá eru góð ráð dýr (og góðir þættir sennilega dýrari.)

Tucci til hægri, að fara á kostum � BeethovenVar að horfa á Skjá Einn í gær þegar ég sá nýjasta trompið þeirra auglýst, 3 pund (hvað er það mikið í dollurum?), með stórleikaranum Stanley Tucci í aðalhlutverki, sem sennilega er frægastur fyrir að leika vonda kallinn í Beethoven myndinni. Það fyrsta sem ég hugsaði var: „Frábært! Á nú að stökkva á House lestina áður en það verður of seint?“ Það næsta sem ég hugsaði var svo: „Þetta verður pottþétt týpískur Skjás Eins þáttur.“ En týpískur Skjás Eins þáttur er þáttur sem þótti svo skelflilega lélegur og óvinsæll að það tókst ekki að framleiða nema 5-8 þætti (jafnvel færri stundum) þegar ákveðið var að taka öndunarvélina úr sambandi hjá hinum andvana fædda óskapnaði.

Þá fór ég aðeins að pæla, hversu oft hafa Skjásmenn leikið þennan leik? Mér þykir þetta frekar léleg framkoma í garð áhorfenda. Það er ekki eins og að Skjár Einn taki þessa þætti til sýninga áður en ævintýrinu er lokið, því flestir eru þeir löngu horfnir af dagskrá vestanhafs þegar þeir rata á skjáinn hjá okkur. Ég rifjaði upp í flýti nokkra þætti sem Skjár Einn hefur eflaust keypt í Kolaportinu á spottprís og ákveðið að nota sem uppfyllingarefni í götótta dagskrá sína.

 • Courting Alex – 12 þættir, aðeins 8 sýndir.
 • Love Monkey – 8 þættir, gengu ekki vel í áhorfendur vestanhafs þó svo að ég hafi sjálfur verið nokkuð spenntur.
 • Runaway – 13 þættir, aðeins 3 sýndir vestanhafs!
 • Sex, Love & Secrets – 10 þættir, 4 fyrstu sýndir vestanhafs.

Ég fæ hroll bara við tilhugsunina um þessa þættiÞetta voru bara nokkur nýleg dæmi. Ef að þessir þættir væru eftirminnilegri gæti ég eflaust haldið áfram í allan dag með listann. Svo má heldur ekki gleyma því hvað Skjár Einn er gjarn á að hitta á þætti sem ná aldrei yfir á sýningartímbil númer tvö, samanber t.d. Complete Savages (sem eru eflaust verstu þættir frá upphafi vega), Love Inc, John Doe og eflaust marga fleiri.

Maður hlýtur því að spyrja sig, af hverju gera forráðamenn Skjás Eins þetta? Mér detta í hug tvær ástæður. Annars vegar að þeir séu allir vanhæfir vanvitar sem eru ekki starfi sínu vaxnir, eða gríðarlegur peningaskortur. Svo gæti þetta líka verið blanda af hvoru tveggja. En jafnvel þó svo að Skjár Einn sé á hvínandi kúpunni þá er það deginum ljósara að fleiri áhorfendur (og þá auknar auglýsingatekjur) munu seint fást með slæmri dagskrá. Svo er líka til svo mikið af frábærum þáttum sem myndu leysa þennan vanda snilldarlega og að lokum gera alla miklu glaðari.

Af hverju er t.d. einn vinsælasti fullorðinsteiknimyndaþáttur heims, Family Guy, ekki lengur á dagskrá Skjás Eins? Af hverju tóku þeir Conan af dagskrá en héldu Leno? Hvað með The Daily Show og Colbert sem eru að gera allt vitlaust í Bandaríkjunum? Það væri hægt að henda Dr. Phil útí hafsauga og hafa Daily Show og Colbert tvennu í upphafi hvers dags og svo endursýnda í lok hans. Svo má ekki gleyma öllum bresku snilldar þáttunum, þá nefni ég sérstaklega Never Mind the Buzzcocks, sem eru sennilega með fyndnustu þáttum seinni ára. Mythbusters myndu líka sóma sér vel á Skjá Einum, sem og Dirty Sanchez, sem láta Jackass gaurana líta út eins og leikskólakrakka í samanburði.

Smá bútur úr Never mind the Buzzcocks:

Svo má ekki gleyma öllum ömurlegu raunveruleikaþáttunum sem Skjár Einn sýnir. High School Reunion, Bachellor 351 (eða eitthvað álíka), allir Next Top model þættirnir nema kannski American, World’s most Amazing Vidoes o.s.frv. Raunveruleikaþáttabólan er löngu sprungin, en fyrst að þeir ætla að standa í þessu á annað borð, hvernig væri þá að sýna almennilega þætti. Flavour of love, Pimp my ride, American Chopper, Scrapyard Challenge og fleiri í þeim dúr.

Að lokum, fyrst að Skjár Einn stendur í öllum þessum endursýningum, hvar er Johnny National? Af hverju ekki að endursýna góða þætti ( en ekki Beverly Hills og Melrose) eins og Titus og fleiri klassíkera. Hvað með klassíska breska þætti eins og Monty Python Flying Circus eða Black Adder. Það er nú varla svo dýrt að kaupa eldgamla þætti af BBC.

Er starf dagskrárstjóra Skjás Eins ennþá laust? Ég ætti kannski að sækja um?

Auglýsingar

16 Responses to “Skjár Einn”


 1. 1 Soffía Snædís júlí 26, 2007 kl. 8:54 e.h.

  Já og hvað með húsið á sléttunni?

 2. 2 Gunnar Ingi júlí 26, 2007 kl. 9:59 e.h.

  Vá er þetta bloggfærsla eða BA ritgerð !!!!!

 3. 3 siggeir júlí 26, 2007 kl. 10:04 e.h.

  Þetta eru nú ekki nema tæpar tvær blaðsíður í word. Svo stutt BA ritgerð myndi nú ekki vera vænleg til árangurs.

 4. 4 Hjalti júlí 27, 2007 kl. 12:24 f.h.

  Sammála í ýmsu. En þó ekki í öðru, Americans Top Model eru frábærir þættir! Sem og Melrose og Beverly! 😉 enn annars má fara að endursýna klassískar þáttaraðir þarna aftur, og þá sérstaklega eitthvað breskt og sexxhhssyy

 5. 5 siggeir júlí 27, 2007 kl. 12:58 f.h.

  Enda tók ég fram að ég vildi halda ANTM 🙂 Ég viðurkenni fúslega að ég horfi stundum á þá.

 6. 6 Geirármann júlí 27, 2007 kl. 12:17 e.h.

  þetta er sennilega allt rétt hjá þér siggeir… en hvað veit ég… ég las bara helminginn..;) en klárlega sakna ég beverly hills…

 7. 7 Ásgeir júlí 27, 2007 kl. 3:31 e.h.

  Þegar þú talar um Beethoven-myndina, áttu þá við myndina um tónskáldið góða eða um ofvaxna hundinn?

 8. 8 siggeir júlí 27, 2007 kl. 6:11 e.h.

  Ofvaxna hundinn, það vita allir sannir kvikmyndaaðdáendur!

 9. 9 Posemaster júlí 29, 2007 kl. 7:38 e.h.

  Mér finnst nú margt gott við Skjá einn enda horfi ég bara á þá stöð. En ég er líka hjartanlega sammála þér að margt mætti betur fara.

  High School Reunion eru líklegast langverstu þættir sem sýndir hafa verið. Og þetta er önnur serían sem Skjár einn sýnir.

  Svo er ég sammála því að ég sakna Beverly Hills. Maður hafði ekkert að gera um fimmleytið á daginn. Núna er það bara Dr.Phil sem fjallar um kjánaleg málefni.

  Píz

 10. 10 Ernir ágúst 3, 2007 kl. 8:50 f.h.

  Ég sæki sérstaklega í að horfa á þætti sem ég fæ svo mikinn kjánahrolla af að ég gubba.

  Kíktu á „Hogan Knows Best“ (VH1). Flokkast undin góða skemmtun og kjánahrollsþátt.

 11. 11 Ernir ágúst 3, 2007 kl. 8:52 f.h.

  …og ekki má gleyma „White Rapper Show“ (MTW). 2x kjánahrollur við að horfa á hanna. Sá þessa tvo þætti úti í Tyrklandi.

 12. 12 Ingólfur Arnarson ágúst 22, 2007 kl. 1:19 f.h.

  Ég er 43 ára unglingur, og hef horft á skjá einn siðan það byrjaði. Allir lögreglu þættinna ( Hack, House og topp gear) Hættiði með þessa raunveruleika þætti og þetta HEL….VORUTORG. Sýnið Húsið á Sléttunni fyrir börninn sem þekkir þessa þætti ekki í dag og Dallas of Falcon Chrest. Svo eitt Danir og Svíar og Þjóðverjar og fleiri lönd gera líka góðar hasar myndir og spennuþætti.Ekki bara Ameríka.Horutorg óraunveruleikadrasl og svertingja rapp. Hugsið góðð stöð með vitlaust efni á margan hátt. Kær kveðja and good time. Ingólfur Arnarson 300765-5999.

 13. 13 Halldóra Valsdóttir ágúst 22, 2007 kl. 1:38 f.h.

  Ég vil hafa spennuþætti eins og Law and order og alla þá spennuþætti sem þið eruð að sýna núna.Vonandi verðið þið með fleirri svoleiðis þætti,ég vil að það séu fleirri þættir fyrir börninn heldur en bara famelie gay ég á dóttir sem vil fá meira af barna þáttum það er allt of lítið af þeim þarf meira.House eru góðir þættir og er ánægð að það sé að byrja að sýna þá aftur,vonandi sjáið þið ykkur fært að sýna meira af svona þáttum og myndum sérstaklega um helgar og á kvöldinn heldur en þetta blessaða Vörutorg sem enginn horfir á og sem er hundleiðinlegt eða það finnst mér.Ég vil fá aftur amerísku skólaþættina sem þið voruð með þeir voru góðir.Kær kveðja og vonandi að þið verðið að ósk minni Halldóra S. Valsdóttir.

 14. 14 kimessiongide desember 1, 2008 kl. 10:52 e.h.

  Думаю, отменная работа

 15. 15 Mafactift desember 7, 2008 kl. 7:51 e.h.

  Текст перспективный, закину сайт в избранное.


 1. 1 The Daily show á Stöð 2! « Forever, stronger than all Bakvísun við ágúst 28, 2008 kl. 11:11 e.h.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: