Harry Potter í lúxus

Fórum fjölskylduferð á Harry Potter áðan, í lúxus sal nota bene, sem er alltaf frekar næs. Á sama tíma fóru nánast allir félagar mínir á Simpsons myndina og þrátt fyrir að Harry hafi nú verið ágætur hefði ég nú frekar viljað sjá Simpsons. Einhver erlendur gagnrýnandi sagði Harry Potter myndina betri en LOTR, Star Wars og Indiana Jones allar til samans, það er gross overstatment. Ég er bara ekki mikill Potter aðdáandi. Játa það fúslega að ég get aðeins dæmt hann eftir myndunum, hef aldrei lesið bækurnar, hef rétt aðeins gluggað í síðustu blaðsíðurnar í nýjustu bókinni, múhahaha! Það fer svolítið í taugarnar á mér hvað hann er mikill væskill. That boy’s got issues! Væri ekki miklu svalara að gera mynd um t.d. Dumbledore? Hann er miklu svalari, eða Síríus Black! Þar er sko töffari, og svo leikur Gary Oldman hann líka.

Ég sá minnst á það á einhverju bloggi um daginn að persónan Dolores Umbridge og Þorgerður Katrín væru tvífarar, og var þá væntanlega átt við persónuleika þeirra og áráttu til að leggja skólakerfi í rúst. Ég komst hins vegar að því þegar ég sá myndina að umrædd Dolores á sér alvöru tvífara. Það er hreinlega með eindæmum hvað þau eru lík. Umræddir tvífarar eru eftirfarandi:

Dolores:

260px-umbridge.jpg

Will Ferrell:

sgg-020190.jpg

Það sést ekki nógu vel á þessum myndum hvað þau eru fáránlega lík, fann ekki nógu góða mynd af henni. En meðan ég horfði á myndina hugsaði ég aftur og aftur: „Vá hvað hún er fáránlega líka Will Ferrell!“ Austin Powers myndi pottþétt taka hana í misgripum fyrir karlmann.

Auglýsingar

4 Responses to “Harry Potter í lúxus”


 1. 1 Ásgeir júlí 29, 2007 kl. 5:04 e.h.

  Ég hugsa að Austin kallinn myndi nú ekki taka hana í misgripum endilega. Ef ég þekki hann rétt myndi hana bara einfaldlega taka hana.

 2. 2 Arnþór Tryggva júlí 29, 2007 kl. 7:34 e.h.

  Ég veit um tvífara… Logi Ás (monkey boy) og apinn efst á síðunni. Án gríns, ég á mynd af Loga í nákvæmlega sömu stellingum.

 3. 3 siggeir júlí 29, 2007 kl. 8:05 e.h.

  Haha! Það er satt Addi, ég var búinn að gleyma þeim skemmtilegu tvíförum, endilega sendu mér myndina.

 4. 4 Arnþór júlí 30, 2007 kl. 4:01 e.h.

  ég geri það.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: