Tvífarar, part II


Ég veit ekki alveg hvað er í gangi, en ég sé hreinlega tvífara allsstaðar, kannski er ég að ganga af göflunum eða kannski er ég bara spot on? Ég var að horfa á stórmyndina (engin kaldhæðni) Starship Troopers, djöfulsins snilld sem hún er nú alltaf. Er alltaf jafn uppnuminn í hvert skipti sem ég sé hana, en orðið á götunni er samt að hún eigi ekkert í bókina. En þessi færsla átti nú samt ekki að vera um myndina, kannski ég geri aðra seinna um hversu frábær hún er.

Það sem ég ætlaði að skrifa um er stórleikarinn (já, kaldhæðni) Matt Levin sem leikur hinn sprautuhressa Kitten Smith. Efast um að nokkur maður viti deili á honum, ekki einu sinni Arnar Stef. sem er mesta leikanafnanörd sem ég þekki. Er það bara ég eða eru Matt og Sveinn Tjörvi alveg sláandi líkir? Þeir eru ekki einungis líkir í útliti heldur er persónan Kitten í Starship Troopers hættulega lík Smjörva í háttum. Ofvirkur, hress með afbrigðum, opinskár og stundum ekki alveg viss hvar línan er en samt svo viðkunnalegur, því hann er jú bara Smjörvinn, ég meina Kitten, eftir allt saman.

smm.jpg200px-mattlevin.jpg

smjor2.jpgmatt-levin.jpg

Það má vart á milli sjá hvor er hvað! Það var samt meira en að segja það að finna myndir af Matt, vonandi samt að þetta komi skynjun minni til skila. Hvet menn til að kíkja á Starship Troopers (eitthvað sem allir ættu að gera reglulega) og veita því athygli hvort Kitten minni ekki svolítið á hæstvirtan Svein.


Auglýsingar

1 Response to “Tvífarar, part II”


  1. 1 soffía snædís ágúst 2, 2007 kl. 5:46 e.h.

    Það er naumast! Þeir eru allveg eins. Og þvílík snilld að finna mynd af Sveini Tjörva með eins gleraugu og gaurinn, er þetta tilviljun, eða er þetta sami maðurinn?

    Sveinn Tjörvi gæti sótt um að leika stunt double fyrir gaurinn, sturtuatriði og svona, ætli hann hafi íhugað það?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: