Gasstöðin gamla við Hlemm

Páll Óskar sagði í viðtali á dögunum að hann hefði sett nýjan standard í tónlistarmyndbandagerð á Íslandi með nýja myndbandinu sínu, Allt fyrir ástina. Ég verð að segja að ég er hjartanlega sammála honum, þ.e.a.s. ef hann á við hversu flaming er hægt að gera myndband þegar hann segist hafa sett nýjan standard. Hann hefur gjörsamlega sprengt alla skala og ég efast um að nokkur Íslendingur muni nokkurn tíman toppa þetta. Myndbandið er ágætlega unnið og allt það en það keyrir gjörsamlega um þverbak hversu iðandi hýrt það er. Minnir mig óþægilega á What What in the butt. Er manninum alvara með þennan rauða Britney Spears latex galla? Ég þakka guði bara fyrir að gallinn er ekki jafn aðsniðinn og gallinn sem Britney var í. Hvað á það svo að fyrirstilla að vera með svona hræðilega illa kóreógraffaðan dans? Veit Jasmín Ólsen af þessu? Ég hélt líka fyrst að gaurarnir sem dansa með honum væru bara tölvugerðar eftirmyndir af honum, en nei! Það voru greinilega bara böns af gaurum sem mættu á svæðið í þessum viðbjóðslegu göllum og stigu skelflilegan dans með Palla! Svo til að toppa allt saman er lagið hræðilega cheesy og hallærislegt og spilað alltof mikið í útvarpinu. Ég segi inn með hatrið, út með Pál Óskar. Foj bara!

Hér eru svo ósköpin, hvet fólk til að kíkja á What What in the Butt til samanburðar:

Á ferðum mínum um landið í sumar hef ég hlustað meira á útvarpið en góðu hófi gegnir. Ég er búinn að heyra öll vinsælustu lög sumarins þúsund sinnum eða svo, t.d. er ég gjörsamlega kominn með ógeð á vinsælasta lagi sumarsins, Verum í sambandi. En sökum þess hve mikið ég hlusta á útvarpið hef ég líka tekið eftir ýmsu öðru. Af hverju t.d. er aldrei neitt minnst á það hversu ruddalegt dónalegt nýja lagið með Tori Amos, Big Wheel er? Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar mér heyrðist Tori segja í sífellu að hún væri MILF. Ég hlyti að vera að heyra eitthvað skakkt þannig að ég athugaði málið og viti menn, hún segir þetta bara umbúðarlaust, aftur og aftur! Ég er reyndar algjörlega á móti allri ritskoðun í útvarpi en mér þykir samt skrýtið að enginn minnist á þetta. Í Bandaríkjunum þurfti hún meira að segja að breyta textanum til að fá lagið spilað í útvarpi. Er það minna dónalegt að segja dónalega hluti ef maður skammstafar þá bara? Kannski maður semji lag sem heitir DVDA og reyni að fá það spilað í útvarpi?

Að öðru. Hvernig í ósköpunum stendur á því að nýjasta plata Amy Winehouse var the biggest thing í byrjun sumars á Íslandi þegar platan kom út í október í fyrra? Hvernig stendur á því að við Íslendingar erum alltaf svona seinir að pikka hlutina upp? Og finnst engum öðrum skrýtið að Amy Winehouse hljómi eins og hún sé í Motown en sé svo nánast alveg hvít?

Að enn öðru. Nýja laginu hans Magna var víst stolið af myspace og síðan lekið á netið áður en platan kom út. Magni var frekar hissa á þessu öllu saman, sagðist ekkert skilja í allri þessari tækni. Ég verð að játa að sjálfur varð ég alveg steinhissa. Hissa á því að einhver skuli hafa nennt að ómaka sig við að stela jafn leiðinlegu og klisjukenndu lagi og If I promised you the world með hæstvirtum Magna. Ég skal glaður játa það að ég þoldi Magna ekki áður en hann fór í Rockstar og varð mjög hissa þegar hann komst áfram, en ekki t.d. besti rokksöngvari Íslands, Jenni í Brain Police, en það er önnur saga. Ég var nú aldrei stór aðdáandi Á móti sól en mér þótti það leiðinlegt hvernig Magni mætti á svæðið og gerði t.d. acoustic útgáfu af Æj mig langar uppá þig, hversu gay er það? En svo fór kappinn í Rockstar og ákvað að nú væri kominn tími til að sýna fólki hans innri mann, rokkarann sem gerði allar kellingarnar trylltar í tussunni með kraftmikilli sviðsframkomu og öflugum söng. Þess vegna hélt ég að hann kæmi kannski með fína plötu, en nei! Hann ákvað að nýta þessa rifu sem opnaðist inná markaðinn til að koma hinum mjúka Magna aftur að. Þetta lag hans hljómar eins og næsti smellur úr smiðju útbrunnustu sveitar í heimi, Bon Jovi. Raunar eru Making Memories með þeim og If I promised you the world ekkert voðalega ólík, og nei, það er ekki hrós í garð Magna. Magni haltu áfram að rokka eða slepptu þessu og farðu aftur heim til Borgarfjarðar, þar sem sólin aldrei skín og það er alltaf kalt.

Ætli það sé ekki viðeigandi að ljúka þessu á frekari tónlistarnótum. Lagið Thou Shalt Always Kill með Dan le Sac Vs. Scroobius Pip. Textinn og boðskapurinn er einu orði sagt frábær. Allir ættu að taka þetta til sín.

Þar til síðar, góðar stundir.

Auglýsingar

2 Responses to “Gasstöðin gamla við Hlemm”


  1. 1 Sessý ágúst 13, 2007 kl. 9:05 e.h.

    Ég er alveg sammála…allt fyrir ástina með páli er bara gubb sem er búið að hljóðrita en flott blogg hjá þér

  2. 2 Aníka ágúst 22, 2007 kl. 10:02 f.h.

    hehe… gott blogg!! 😀 ég er samt alveg sammála þér með Magna, alveg komin með nóg af mjúka Magna.. ég vil sjá Rockstar Magna aftur! hann var góur’gömme’góur! 😀

    later!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: