5 bestu hip hop/rapp plötur allra tíma

Ákvað í einhverju stundarbrjálæði (ölæði jafnvel) að setja saman lista yfir 5 bestu hip hop/rapp plötur allra tíma. Listinn minn er svona:

1. Ice-T – OG: Original Gangster (takið eftir því hvernig Ice-T skrifar Gangster eins og maður, en ekki gangzta eins og einhver bjöllusauður).

2. The Streets – Original Pirate Material.

3. Goldie Lookin’ Chain – Greatest Hits

Fuck the system bitchEftir langa umhugsun náði listinn einfaldlega ekki lengra! Kannski kemur út önnur góð hip hop plata eftir 10-15 ár, ég bíð spenntur. Það væri ekki verra ef hún héti Original (insert some other words here). Ég fíla heldur ekki rapp (þó svo að Gunni haldi því fram að ég geri ekki annað en að hlusta á hip hop). Old school er samt miklu meira töff heldur en þetta froðurapp sem er framleitt á færiböndum í dag. 50 Cent og The Game eiga einfaldlega ekkert í töffara eins og Ice-T. Svo er eitthvað bara of kúl við breskt rapp, og svo er Mike Skinner líka lúmskt fyndinn og hnyttinn textasmiður. Goldie Lookin’ chain eru svo í league of their own. Ég er alltaf hrifnari af rappi sem er hnyttið frekar en um bitches and bling og þar fram eftir götunum, og þeir eru meistarar í þeirri deild. Svo rappa þeir líka með rosalegum hreim. Ekki á hverjum degi sem rapp frá Wales nær alþjóðlegum vinsældum!

Ice-T – O.G. Original Gangster

The Streets – Don’t mug Yourself (ritskoðað, því miður)

Goldie Lookin’ Chain – Your Mother’s got a Penis

Auglýsingar

8 Responses to “5 bestu hip hop/rapp plötur allra tíma”


 1. 1 Gunnar Ingi ágúst 25, 2007 kl. 3:46 f.h.

  Ef þú vilt vita hvaða hip hop/rapp plötur eru bestar tékkaðu á blogginu mínu skal skella inn topp 5 lista fyrir þig.

 2. 2 siggeir ágúst 25, 2007 kl. 3:54 f.h.

  Bíð spenntur.

 3. 3 Posemaster ágúst 25, 2007 kl. 6:06 e.h.

  Nú er ég ósáttur! Ok, Cube er svalur og nýjasta platan hans (kom reyndar út fyrir ári síðan) Laugh Now, Cry Later er geggjuð. Svo minntist þú ekkert á Doggystyle með Snoop. Og að dissa Game, óásættanlegt!

 4. 4 siggeir ágúst 25, 2007 kl. 7:01 e.h.

  Hehe, ég vissi að ef einhver yrði ósáttur við þessa eldfimu grein yrði það sjálfur Posemaster. Ég hugsaði einmitt til þín þegar ég skrifaði setninguna um Game. En þetta er nú samt allt meira í gríni gert, svipað og ef þú myndir setja saman lista yfir 5 bestu thrash metal plötur allra tíma 🙂

 5. 5 almar ágúst 25, 2007 kl. 7:33 e.h.

  Ég sé bara topp3, og hvar er scooter á listnum?
  .. kannski númer 4 🙂

 6. 6 Ásgeir ágúst 27, 2007 kl. 4:18 e.h.

  Hvar er Liquid Swords með GZA? Ha? Svo kemst Notorious B.I.G. ekki einu sinni á lista hjá þér!

 7. 7 Addi september 5, 2007 kl. 3:20 e.h.

  ég sá the streets á tónleikum í sumar og suddalega er Mike Skinner góður. Svakalega góð skemmtun þar á ferð…

  annars er ég búinn að finna myndina af Loga ás, sem lítur nákvæmlega eins út og apinn, bara fyndið hvað myndirnar eru keim líkar. hvernig á ég að senda þér hana?

 8. 8 Siggeir september 5, 2007 kl. 3:23 e.h.

  Sendu mér hana bara í email, siggeir (hjá) gmail punktur com


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: