Sarpur fyrir september, 2007

Nakinn útá svölum

Skömmu eftir að við fluttum hingað á varnarsvæðið barst okkur tölvupóstur þess efnis að nakinn maður hefði ráðist á ungan dreng um sjö að morgni á sunnudegi. Aldrei fengum við að vita nein frekari smáatriði um þennan atburð. Ég var t.d. forvitinn að vita hvað þessi maður var að vilja útivið nakinn enda var aftakaveður þennan morgun. Hvað féllst í þessari árás? Lamdi maðurinn drenginn? Eða flassaði hann? Þó að e.t.v. sé um háalvarlegan atburð að ræða fannst mér þessi tölvupóstur hálf skondinn. Þetta var eitthvað svo súrrealískt að lesa. Og hvað var krakkinn að gera úti klukkan 7 á sunnudagsmorgni?

Ég er viss um að hér var bara um misskilning að ræða. Í nótt, um 4, lenti ég nefnilega í því að þurfa að reka út kött. Ég sef í 99,9% tilfella nakinn og fer alltaf fram nakinn ef ég þarf að reka út ketti (sem gerist oftar en margan grunar.) Í þetta skiptið kom þó upp ákveðið vandamál þar sem glugginn í stofunni var lokaður og kisi vissi ekkert hvert hann átti að flýja. Ég þurfti því að opna svalahurðina. Ég áttaði mig þá á því þar sem ég stóð þarna í öllu mínu veldi að ef nágrannar mínir í næsta húsi væru árrisulir væri ég núna að sýna þeim all the good stuff. Ég fór því inní herbergi og í nærbuxur áður en ég kláraði að henda kettinum út.

Hvað ef þessi sami atburður hefði komið upp svona þremur tímum seinna, og hvað ef nágrannakrakkinn hefði verið útí garði að leika sér meðan hann beið eftir að komast á leikskólann? Hefðu íbúar Keilis þá fengið annan póst þar sem fjallað væri um árás nakins karlmanns á ungan dreng. Ja maður spyr sig 🙂

Auglýsingar

15 minutes of fame blown away

Fékk mitt tækifæri á 15 sekúndna frægð (bókstaflega) síðastliðinn föstudag en glutraði því niður. Grindavík var að keppa við (og slátra) Borgarbyggð í Útsvari og ég var símavinur (Ásgeir reddaði því). Spennan var yfirþyrmandi í stofunni og ég var með bæði fyrri svörin á hreinu og beið eftir að Ásgeir myndi hringja í mig og ég myndi láta ljós mitt skína í sjónvarpi allra landsmanna. Svo kom kallið, 15 stiga spurning um rússneska abstract málaralist. Frábært! Auðvitað hafði ég ekki hugmynd um svarið og leit út eins og asni frammi fyrir alþjóð. Menn hafa engu að síður haft það á orði að það hafi iljað þeim um hjartarætur að heyra rödd mína í sjónvarpinu. Kannski maður ætti að reyna að komast að í útvarpinu? Get sett þetta á ferilskránna.

Worst casting ever?

Hvaða snillingi datt í hug að ráða Jessicu Ölbu til að leika ósýnilega konu í Fantasic Four? Erum við að tala um the worst casting ever í kvikmyndasögunni?

alba.jpg

Hefði ekki verið nær að ljá henni hæfileika eins og t.d. að gera fötin sín ósýnileg? Þá hefðum við nú verið að dansa!

jessica-alba-226.jpg

„Guess what?! I got a fever, and the only prescription… is more cowbell!“

Ég er oft spurður útí hvert sé grínið á bakvið bolinn minn sem á stendur „More Cowbell“ með stórri mynd af kúabjöllu á milli. More Cowbell er vísun í SNL skets frá árinu 2000 með Will Ferrell og Christopher Walken. Hann er svona:

Til að fá nánari útskýringar á honum er líka hægt að lesa um hann á Wikipedia

Svo er þessi myndasaga líka alltaf góð:

Virðing í starfi

Á dögunum birtust hér og þar fréttir af „kynlífshneyksli“ nokkurra leikmanna Manchester United en kapparnir keyptu sér víst þjónustu portkvenna. Það er svo sem frétt útaf fyrir sig, sérstaklega þar sem í hópnum var enginn annar en sjarmörinn sjálfur Christiano Ronaldo. Öllu spaugilegra þótti mér þó þessi hluti fréttarinnar:

„Slúðurblaðið News of the World birti viðtal við tvær af vændiskonunum í gær þar sem hvergi var dregið undan í lýsingum. Vændiskonurnar kvörtuðu sáran yfir því að leikmennirnir hefðu ekki borið virðingu fyrir þeim.“

Wait a minute, hold the phone! Báru þeir ekki virðingu fyrir þeim? Eru þessar konur ekki að setja sig á full háan hest, eru þær búnar að gleyma að þær eru mellur? Ronaldo var ekki að borga fyrir létt spjall, knús og kelerí. Í DV orðuðu þeir þetta þannig að stúlkurnar hefðu kvartað yfir því að Ronaldo hefði ekki borið neina virðingu fyrir tilfinningum þeirra, heldur bara fært þær í mismunandi stellingar og komið fram vilja sínum. HA!?! Er það ekki einmitt það sem menn borga fyrir ef þeir sækja í þessa þjónustu? Ef að þessum konum þykir ekki nógu mikil virðing borin fyrir þeirra störfum ættu þær kannski að íhuga að skipta um starfsvettvang.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar