15 minutes of fame blown away

Fékk mitt tækifæri á 15 sekúndna frægð (bókstaflega) síðastliðinn föstudag en glutraði því niður. Grindavík var að keppa við (og slátra) Borgarbyggð í Útsvari og ég var símavinur (Ásgeir reddaði því). Spennan var yfirþyrmandi í stofunni og ég var með bæði fyrri svörin á hreinu og beið eftir að Ásgeir myndi hringja í mig og ég myndi láta ljós mitt skína í sjónvarpi allra landsmanna. Svo kom kallið, 15 stiga spurning um rússneska abstract málaralist. Frábært! Auðvitað hafði ég ekki hugmynd um svarið og leit út eins og asni frammi fyrir alþjóð. Menn hafa engu að síður haft það á orði að það hafi iljað þeim um hjartarætur að heyra rödd mína í sjónvarpinu. Kannski maður ætti að reyna að komast að í útvarpinu? Get sett þetta á ferilskránna.

Auglýsingar

5 Responses to “15 minutes of fame blown away”


 1. 1 Dóri S. september 24, 2007 kl. 10:38 f.h.

  Ég veðja á Wassily Kandinsky, en hann var rússi og einn af upphafsmönnum nútímalistar og raunverulega fyrsti abstrakt málarinn í heiminum… giskar á hann næst 😉 annars veit ég ekki hver spurningin var… en þetta er samt sennilegt svar.

 2. 2 ernir september 24, 2007 kl. 1:34 e.h.

  Sá þetta í reruninu og þú suckaðir feitast. Var samt mikið að pæla hvort þetta væri virkilega þú eða ekki. 🙂

 3. 3 I go by my own rules. september 24, 2007 kl. 4:24 e.h.

  I go by no ones rules, not eaven my own.

 4. 4 soffía snædís september 24, 2007 kl. 9:25 e.h.

  Þú ert alltof sætur til að vera í útvarpi 🙂

 5. 5 Elín Auður september 25, 2007 kl. 2:10 e.h.

  Var einmitt að pæla í því hvort ég þekkti ekki þessa seiðandi rödd og mikið rétt, það varst þú.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: