Nakinn útá svölum

Skömmu eftir að við fluttum hingað á varnarsvæðið barst okkur tölvupóstur þess efnis að nakinn maður hefði ráðist á ungan dreng um sjö að morgni á sunnudegi. Aldrei fengum við að vita nein frekari smáatriði um þennan atburð. Ég var t.d. forvitinn að vita hvað þessi maður var að vilja útivið nakinn enda var aftakaveður þennan morgun. Hvað féllst í þessari árás? Lamdi maðurinn drenginn? Eða flassaði hann? Þó að e.t.v. sé um háalvarlegan atburð að ræða fannst mér þessi tölvupóstur hálf skondinn. Þetta var eitthvað svo súrrealískt að lesa. Og hvað var krakkinn að gera úti klukkan 7 á sunnudagsmorgni?

Ég er viss um að hér var bara um misskilning að ræða. Í nótt, um 4, lenti ég nefnilega í því að þurfa að reka út kött. Ég sef í 99,9% tilfella nakinn og fer alltaf fram nakinn ef ég þarf að reka út ketti (sem gerist oftar en margan grunar.) Í þetta skiptið kom þó upp ákveðið vandamál þar sem glugginn í stofunni var lokaður og kisi vissi ekkert hvert hann átti að flýja. Ég þurfti því að opna svalahurðina. Ég áttaði mig þá á því þar sem ég stóð þarna í öllu mínu veldi að ef nágrannar mínir í næsta húsi væru árrisulir væri ég núna að sýna þeim all the good stuff. Ég fór því inní herbergi og í nærbuxur áður en ég kláraði að henda kettinum út.

Hvað ef þessi sami atburður hefði komið upp svona þremur tímum seinna, og hvað ef nágrannakrakkinn hefði verið útí garði að leika sér meðan hann beið eftir að komast á leikskólann? Hefðu íbúar Keilis þá fengið annan póst þar sem fjallað væri um árás nakins karlmanns á ungan dreng. Ja maður spyr sig 🙂

Auglýsingar

2 Responses to “Nakinn útá svölum”


  1. 1 Pétur september 27, 2007 kl. 8:26 e.h.

    Fucking perv… Almost. You should have done it at 7 a clock just to see the reaction, if something had happend. Your story is pretty strong i court i think. 😉

  2. 2 Aníka september 29, 2007 kl. 11:57 f.h.

    hehehehehehehe… naked bastard! 😛


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: