Lohan er komin

Það er öllum hollt að kíkja öðru hverju á Baggalút. Ég verð að játa að ég hef vanrækt þessa ágætu síðu svolítið uppá síðkastið, en ég var vanur að sækja þangað minn daglega skammt. Hef samt reynt að vega aðeins á móti þessu með því að hlusta á Baggalút í ýmsum birtingarformum í útvarpi. En kallarnir hafa engu gleymt, svo mikið er víst. Ég mæli sérstaklega með bloggunum eftir ýmsa heldri menn þjóðarinnar eins og Jónas Hallgrímsson og Bólu-Hjálmar, þau er að finna undir heitinu Ný félagsrit.

Hér eru tvö góð ljóð sem þar er að finna, það fyrra eftir Hallgrím Pétursson, það seinna eftir Bólu-Hjálmar:

fallin af mér fögur hönd
fúið eyra
nefið gengið leið og lönd
ljótt að heyra

drulluskíta helvískt haust
hata ekkert fremur
djöfuls ömurð endalaust
allar vonir kremur

 

Þess má til gamans geta að áður hafði Hjálmar bölvað því hversu heitt sumarið var.

 

Svo má ekki gleyma lesbókinni, en þar kennir ýmissa að grasa. Þar má t.d. finna þessa skemmtilegu staðfæringu á Lóan er komin eftir Enter.

Lohan er komin á kaf oní „snjóinn“
að kaffæra leiðindin – það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi „spóinn“,
með „sólskin“ í mali og rakvélarbrún.

Hún er jú fórnarlamb syndanna sinna,
hún sukkar of mikið og vinnur ekki hót.
Hún ættað drekka og dópaðeins minna,
sú dæmalaust vonlitla, lausgirta snót.

Svo að lokum, smá skrípó:

Auglýsingar

1 Response to “Lohan er komin”


  1. 1 Ernir október 2, 2007 kl. 9:48 f.h.

    Ég var einmitt bara að setja þetta í RSS-lesarann minn.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: