Rauðhærð prinsessa var það!

Síðastliðinn fimmtudagsmorgun var ég á leiðinni í vinnuna þegar Soffía hringdi í mig og lét mig vita að útvíkkunin væri 4 og barnið ætti að koma í heiminn einhvern tíman þennan dag. Ég tók fréttunum með ró, afboðaði komu mína til vinnu og settist svo niður og las blaðið meðan ég borðaði morgunmat. Svo hringdi Soffía aftur og sagði að ég mætti nú alveg fara að haska mér. Ég kom uppá fæðingadeild um hálf tólf. Ég mátti ekki vera mikið seinna á ferðinni því rúmum 45 mínútum seinna, eða 12:17 að staðartíma var litla prinsessan mætt í heiminn takk fyrir!

714_soffiustelpa.jpg

Sú litla kom sem sagt í heiminn með hvelli. Ljósmóðirinn rétt náði að setja á sig hanska og koma sér fyrir! Út í heiminn valt lítil rauðhærð prinsessa, sem fær greinilega hárlitinn frá skegginu hans pabba síns, og það engan smá lubba. Hún er voða lítil, en þó ekki á neinu hættusvæði, en hún kom í heiminn eftir aðeins 36 vikna meðgöngu, en ekki 38-42 eins og lög gera ráð fyrir. Hún vó 2825 grömm (11,3 merkur) og mældist 47 centímetrar þegar hún kom í heiminn. Fyrirburar eiga það til að vera latir við að sjúga og eru einnig í gulu áhættuhópi. Sú litla hefur verið merkileg dugleg við að tileinka sér sogtæknina en gulan hefur þó aðeins látið á sér kræla og þegar þetta er ritað er hún nýfarin í ljósakassa þar sem hún verður a.m.k. í sólarhring til að vinna á gulunni. Það er þó ekkert að óttast, um 80% fyrirbura fá einhver einkenni gulu og þurfa að fara í kassa. Kassinn er inná stofu hjá okkur og fylgjumst við því með henni hvíla sig næsta sólarhringinn. Svo er bara vonandi að við fáum að fara með krílið heim á morgun.

Flestir sem við þekkjum og könnumst við eru sennilega búnir að frétta af þessum merkisatburði nú þegar. Við erum búin að fá ótrúlegt magn af kveðjum í formi sms, hringinga og heimsókna og kann ég öllum bestu þakkir fyrir þessar hlýju kveðjur. Sú litla hefur enn ekki hlotið nafn en við erum samt með nokkrar hugmyndir sem við erum að melta. Það er því ennþá séns á að koma með tillögur en við áskiljum okkur allan rétt til að hafna tillögum skýringalaust. Meðal tillagna sem borist hafa eru Dagbjört (Daddi), Arna (Arnar Stef) og Guðmunda (Gummi Troy).  Ég leyfi lesendum að dæma fyrir sjálfa sig um gæði þessara tillagna.

Við erum búin að taka fullt af myndum. Ég set inn eitthvað af þeim og frekari fréttir þegar við erum öll komin heim.

Bestu kveðjur,
fjölskyldan Fjörubraut 1229.

Auglýsingar

13 Responses to “Rauðhærð prinsessa var það!”


 1. 1 Erna Rún október 14, 2007 kl. 7:42 e.h.

  Innilega til hamingju með litlu prinsessuna 😉 gangi ykkur vel 🙂
  Kveðja Erna Rún og co

 2. 2 Steini október 14, 2007 kl. 9:04 e.h.

  Þetta eru frábærar fréttir! 🙂
  Til hamingju með litlu prinsessuna 😉
  Kveðja,
  Steini/Addi

 3. 3 Fjóla október 15, 2007 kl. 1:33 e.h.

  Til hamingju elsku Siggeir:)

  Bið kærlega að heilsa mæðgunum:*

 4. 4 Eyrún október 15, 2007 kl. 9:10 e.h.

  Innilega til hamingju með prinsessuna litla fjölskylda. Vonandi næ ég að kíkja á ykkur fljótlega en á meðan sendi ég ykkur góða strauma.

  Ykkar Eyrún

 5. 5 Gulla frænka Soffíu október 15, 2007 kl. 11:13 e.h.

  Hæ þið nýbökuðu foreldrar!
  Innilega til hamingju með gullfallega stúlku. Gangi ykkur vel í nýjum hlutverkum. Bestu kveðjur, Gulla frænka og co. Ólafsfirði.

 6. 6 Edda Rún október 15, 2007 kl. 11:21 e.h.

  Innilega til hamingju með þessa gullfallegu stelpu. Hún er alveg yndisleg.

  Ég þarf að fara að heyra í þér Soffía mín til að óska þér, ykkur almennilega til hamingju.

  Vona að öllum heilsist vel.

  Kv Edda og co.

 7. 7 Kata október 16, 2007 kl. 5:59 e.h.

  heyhey……. datt hingað inn og vil bara skila inn kveðju til ykkar 🙂 til hamingju með krúttið 😀

  p.s. lýst vel á háralitinn!

 8. 8 almar október 16, 2007 kl. 6:07 e.h.

  Ég er með tillögu að nafni:
  Panþera Alma Siggeirsdóttir …. össs, ég skal meiraðsegja vera guðfaðir líka 😉

  Annars til hamingju með skvísuna!!

 9. 9 siggeir október 16, 2007 kl. 7:01 e.h.

  Almar er sennilega með bestu tillöguna hingað til 🙂

 10. 10 Geirármann október 16, 2007 kl. 8:04 e.h.

  brilllíant, briiiilllllíant…. frábært frábært… til lukku og aftur til lukku…. Ég vona svo virkilega að allir hafi það áfram sem best og hlakka mikið til að koma heim um jólin og fá að kíkja á ykkur……… Sjálur veit ég gott að Ármann hefur hingað til verið notað jafnt á karl sem kvennkynið og þykir því án efa sniðugt að skýra hana eitthvað svo ármann siggeirsdóttir…. ekki að setja neina pressu, veit bara að þetta er flottast….

  En og aftur til lukku og kysstu konuna þína frá mér og þá litlu að sjálfsögðu….

  Kv. Geir Ármann Gíslason

 11. 11 Rósa október 16, 2007 kl. 10:26 e.h.

  Til lukku með litluna… jeminn einasti hvað hún er falleg 🙂 Ég hlakka til að koma í heimsókn!

  Þú mátt endilega smella kossi á Soffíu frá mér!

  kv. Rósa, vinkona Soffíu

 12. 12 Soffía Snædís október 17, 2007 kl. 3:39 e.h.

  Takk öll fyrir góðar kveðjur. Það er voða gott að vera loksins komin heim og vera sloppin við spítalamatinn 😉

 13. 13 Peggy Wan október 31, 2007 kl. 4:52 e.h.

  Complimenti da Peggy di Hong Kong, China

  Although I do not understand what u write in your blog, I realize how happy you are with your new born baby and your sweet family.

  I wish her a good future and every success in her life!

  Peggy


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: