Tímanna tákn

Otti, Siggi og Viddi kíktu í heimsókn áðan og við tókum tvo leiki í PES 6 í Xboxinu, allir fjórir í einu sem er frekar sweet. Að geta spilað 4 í einu margfaldar notagildi vélarinnar óneitanlega. Ég stóð við tölvuna og segi við Vidda: „Viddi ætlaru að sínka fjarstýringarnar þínar inn?“ (allt þráðlaust að sjálfsögðu) og þá segir Otti: „Haldiði að það séu nú aðeins breyttir tímar síðan við vorum í Nintendo í gamla daga. Siggeir stendur núna við 42″ tommu sjónvarp og biður okkur um að sínka inn fjarstýringar!“ Við hlóum allir dátt, enda er hálf ótrúlegt til þess að hugsa hversu miklar framfarir hafa orðið í leikjatölvubransanum (og græjubransanum bara almennt) síðustu 15 ár. Pabbi spyr mig alltaf reglulega hvort ég sé ekki orðinn of gamall fyrir tölvuleiki en ég held að ég verði það aldrei. Leikjatölvur eru bara ekki lengur eingöngu fyrir börn, og sennilega er 18+ markaðurinn mun stærri en fyrir þá sem yngri eru. Ætli maður verði ekki í tölvuleikjum á elliheimilinu. Ég sé það alveg fyrir mér. Alveg eins og gamla fólkið spilar félagsvist í dag verðum við saman í PES 2055. Siggi verður þá samt aðeins að róa sig ef hann vill ekki fá hjartaáfall í leiknum.

Hér er svo til gamans skjáskot úr Fifa 95, sem þótti nú ansi flottur í Sega á sínum tíma, og stórt stökk frá Nintendo vélinni.

fifa95.gif

Hér er svo PES:

pes6eurogamer1jd6.jpg

Auglýsingar

4 Responses to “Tímanna tákn”


 1. 1 soffía snædís október 29, 2007 kl. 12:21 f.h.

  Af látunum að dæma skemmtuð þið ykkur allavegana ágætlega 🙂 Ég var hrædd um að Siggi myndi brjóta eitthvað á tímabili 😉

 2. 2 Geirármann október 29, 2007 kl. 1:10 f.h.

  Ég er samt persónulega á því að nintendo entertainment sé guðmóðir allra tölvuleikja og þurfi sem fyrst að koma aftur á markaðinn með alla sína klassísku leiki…! Hver man ekki eftir því þegar tölvan fraus og maður reif disketuna úr sem var á stærð við litla ferðar dvd spilara nú til dags, og blés uppí hana og ef það virkaði ekki blés maður líka uppí tölvuna… man vel eftir þessu öllu…. Nintendo entertainment var litli bróðirinn sem ég átti ekki á þeim tíma, þó ég hafi svo eignast hann í alvöru seinna… þá tók ég nintendo fram yfir hann.. án eftirsjár!

 3. 3 Posemaster nóvember 4, 2007 kl. 1:39 e.h.

  http://en.wikipedia.org/wiki/Nintendo_World_Cup

  Besti fótboltaleikur sögunnar! Ég man við félagarnir spiluðum þennan í klessu, oft 4 í einu. Good Times!

 4. 4 Siggeir nóvember 4, 2007 kl. 2:01 e.h.

  Haha já, ég man eftir multitabs fyrir Nintendo. Það voru nú ekki allir svo heppnir að eiga svoleiðis munað, greinilega betra líf í gettóinu en ég hélt! En þessi leikur var snilld, en ég efa að hann eigi mikið í PES og Fifa í dag 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: