Sarpur fyrir nóvember, 2007

Útskýring á háu lyfjaverði á Íslandi

Heyrði einhverja konu frá Actavis í hádegisfréttunum í dag segja að það væri ósanngjarnt að bera íslenska lyfjamarkaðinn saman við lyfjamarkaði hinna Norðurlandanna, þeir væru einfaldlega of ólíkir þeim íslenska. Þetta er auðvitað hárrétt hjá henni, en í hverju liggur munurinn? Þessi ágæta kona treysti sér reyndar ekki til að útskýra muninn í smáatriðum en það var augljóst hvað hún vildi segja. Á Íslandi er nefnilega hægt að taka neytendur í þurrt rassgatið án þess að nokkur segi orð, nema kannski Dr. Gunni.

Auglýsingar

24 stundir í lífi Mengellu

Mikið rosalega er ég feginn að þetta Mengellu fár er loksins yfirstaðið. Lengst af vissi enginn (eða a.m.k. mjög fáir) hver eða hverjir stóðu á bakvið þennan opinskáa penna en ansi margar samsæriskenningar voru á lofti á tímabili. Svo kom þetta allt í ljós. Einhverjum á vantrú.is tókst að tvinna saman ip tölur Mengellu og Óla Sindra, sem stóð á bakvið öll ósköpin. Þetta var einhvern tímann síðsumars og þar með hélt ég að málið væri upplýst og afgreitt. Tengslin voru augljós og Mengella ekki lengur nafnlaus heldur stóð maður á bakvið hana, meira að segja MA-ingur!

Þess vegna kom mér það mjög á óvart þegar 24 stundir ákváðu á dögunum að leggja fé til höfuðs Mengellu. Hver sá sem gæti veitt upplýsingar um raunverulegan höfund Mengellu fengi peningaverðlaun! „Hvað er í gangi?“ hugsaði ég, er þetta gamalt blað? Var það ekki löngu komið á hreint hver skóp Mengellu? Og af hverju var alltaf verið að tengja Nýhil við Mengellu? Menn voru greinilega ekki að kaupa það að einn ósköp venjulegur maður gæti staðið á bakvið einn beittasta penna seinni ára. Það gat bara ekki verið, en af hverju ekki að spyrja hann? Mengella var þrásinnis spurð en neitaði auðvitað alltaf. Óli Sindri orðar þetta snilldarlega í viðtalinu við Dr. Gunna í Fréttablaðinu þegar hann segir eitthvað á þá leið að ef Eiríkur Fjalar væri spurður hvort hann væri Laddi myndi hann auðvitað neita en Laddi myndi strax viðurkenna að hann væri Eiríkur Fjalar.

Þessi fréttaflutningur 24 stunda ber vitni um tvennt. Æsifréttamennsku annars vegar og óvönduð vinnubrögð hins vegar, eitthvað sem fer gjarnan saman. Ef að blaðamaðurinn sem skrifaði þessa frétt hefði nennt að vinna aðeins meiri rannsóknarvinnu hefði hann komist að því að málið var löngu upplýst og fréttin með öllu marklaus. Nær hefði verið að grípa Óla í viðtal áður en Dr. Gunni nappaði honum og tók við hann stórskemmtilegt viðtal í Fréttablaðinu um helgina.

En þetta er ekki eina undarlega sem og síðbúna fréttin sem ég hef rekið augun í í 24 stundum uppá síðkastið. Um daginn las ég í Fréttablaðinu um misskilning á milli Bigga í Maus og Mugison þar sem Mugison hafði látið Bigga fá óklárað eintak af plötunni sinni eingöngu til heimilis og einkanota en Biggi hafði misskilið hann og dreift honum á blaðinu sínu, Monitor. Mugison var frekar pirraður en Biggi bað hann afsökunar yfir bjór og allt í góðu. Nema hvað að nokkrum dögum seinna, þegar þetta var allt yfirstaðið og allir sáttir kemur þessi sama frétt í 24 stundum, nema að samkvæmt þeirri frétt var Mugison ennþá í fýlu og allt í volli, jafnvel þó svo að í raunveruleikanum væri löngu búið að afgreiða þetta mál. Kemur næst 24 stundir, reynið nú að vinna heimavinnuna ykkar áður en þið setjið eitthvað á prent.

Guitar queero!

flottir.jpg

Guitar hero 3 kominn í hús, hell yeah!!!

Draumfarir

Hef ákveðið að gera aðra tilraun með draumasíðuna, og er í tilefni þess búinn að setja inn nýja færslu. Baðið ykkur í dýrðarljóma mínum á http://draumaland-konungsins.blogspot.com/

Ný myndasíða

Það er orðið deginum ljósara að ég er ekki fær um að sjá um að halda útí myndasíðu fyrir snúlluna, svo að Soffía hefur tekið það að sér. Leitið frekari upplýsinga á http://barnanet.is/emiliasnaeros. Já og eins og glöggir menn hafa áttað sig á hefur hún hlotið nafn, Emilía Snærós.

Andrés Önd

Skemmtilegt hvað það er alltí einu orðin mikil „pólítísk rétthugsun“ aftan á Andrésar Andar blöðunum í dag, en ritstjórar blaðsins hafa ákveðið að skipta öllum Hafnfirðingum út í bröndurum, og setja minnipokamanninn Guffa inn í þá í staðinn.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar