24 stundir í lífi Mengellu

Mikið rosalega er ég feginn að þetta Mengellu fár er loksins yfirstaðið. Lengst af vissi enginn (eða a.m.k. mjög fáir) hver eða hverjir stóðu á bakvið þennan opinskáa penna en ansi margar samsæriskenningar voru á lofti á tímabili. Svo kom þetta allt í ljós. Einhverjum á vantrú.is tókst að tvinna saman ip tölur Mengellu og Óla Sindra, sem stóð á bakvið öll ósköpin. Þetta var einhvern tímann síðsumars og þar með hélt ég að málið væri upplýst og afgreitt. Tengslin voru augljós og Mengella ekki lengur nafnlaus heldur stóð maður á bakvið hana, meira að segja MA-ingur!

Þess vegna kom mér það mjög á óvart þegar 24 stundir ákváðu á dögunum að leggja fé til höfuðs Mengellu. Hver sá sem gæti veitt upplýsingar um raunverulegan höfund Mengellu fengi peningaverðlaun! „Hvað er í gangi?“ hugsaði ég, er þetta gamalt blað? Var það ekki löngu komið á hreint hver skóp Mengellu? Og af hverju var alltaf verið að tengja Nýhil við Mengellu? Menn voru greinilega ekki að kaupa það að einn ósköp venjulegur maður gæti staðið á bakvið einn beittasta penna seinni ára. Það gat bara ekki verið, en af hverju ekki að spyrja hann? Mengella var þrásinnis spurð en neitaði auðvitað alltaf. Óli Sindri orðar þetta snilldarlega í viðtalinu við Dr. Gunna í Fréttablaðinu þegar hann segir eitthvað á þá leið að ef Eiríkur Fjalar væri spurður hvort hann væri Laddi myndi hann auðvitað neita en Laddi myndi strax viðurkenna að hann væri Eiríkur Fjalar.

Þessi fréttaflutningur 24 stunda ber vitni um tvennt. Æsifréttamennsku annars vegar og óvönduð vinnubrögð hins vegar, eitthvað sem fer gjarnan saman. Ef að blaðamaðurinn sem skrifaði þessa frétt hefði nennt að vinna aðeins meiri rannsóknarvinnu hefði hann komist að því að málið var löngu upplýst og fréttin með öllu marklaus. Nær hefði verið að grípa Óla í viðtal áður en Dr. Gunni nappaði honum og tók við hann stórskemmtilegt viðtal í Fréttablaðinu um helgina.

En þetta er ekki eina undarlega sem og síðbúna fréttin sem ég hef rekið augun í í 24 stundum uppá síðkastið. Um daginn las ég í Fréttablaðinu um misskilning á milli Bigga í Maus og Mugison þar sem Mugison hafði látið Bigga fá óklárað eintak af plötunni sinni eingöngu til heimilis og einkanota en Biggi hafði misskilið hann og dreift honum á blaðinu sínu, Monitor. Mugison var frekar pirraður en Biggi bað hann afsökunar yfir bjór og allt í góðu. Nema hvað að nokkrum dögum seinna, þegar þetta var allt yfirstaðið og allir sáttir kemur þessi sama frétt í 24 stundum, nema að samkvæmt þeirri frétt var Mugison ennþá í fýlu og allt í volli, jafnvel þó svo að í raunveruleikanum væri löngu búið að afgreiða þetta mál. Kemur næst 24 stundir, reynið nú að vinna heimavinnuna ykkar áður en þið setjið eitthvað á prent.

Auglýsingar

3 Responses to “24 stundir í lífi Mengellu”


 1. 1 Posemaster nóvember 29, 2007 kl. 9:54 e.h.

  Það kom mér svosem ekki mikið á óvart að þetta væri Óli. Þetta er svo ekta hann. Svo er alltaf talað um að hann sé Akureyringur. Hann er uppalinn í Njarðlem, bjó í 4 ár á Ak og flutti svo suður. Myndir þú Siggeir segja að þú værir Akureyringur?

  Ég legg það ekki í vana minn að lesa 24 stundir. Fletti alltaf fréttablaðinu en læt 24 vera. Finnst ekki mikið varið í það blað.

 2. 2 siggeir nóvember 29, 2007 kl. 10:02 e.h.

  Nei ég myndi seint kalla mig Akureyring, og heldur ekki Keflvíking þó ég búi þar núna. Er Grindvíkingur númer 1, 2 og 3. Samt ekki laust við að maður hafi smá taugar til Þórsara!

  Annars forðast ég líka Blaðið/24 stundir eins og heitan eldinn, en þannig er mál með vexti að Fréttablaðið er ekki borið út hérna á Kanavellinum!

 3. 3 Posemaster nóvember 29, 2007 kl. 11:02 e.h.

  Ég fór aðeins að spá í þessu. Ég bjó í 21 ár á Svalbó, nú hef ég búið 3 ár á AK og ég segi alltaf að ég sé Akureyringur. Hvað myndi svo gerast ef maður færi suður. Væri maður þá Akureyringur eða Svalb-strendingur? hmmmm….þarf að hugleiða þetta aðeins…..

  Ég kíkti þarna uppá völl um daginn. Þetta er nú meira hood-ið.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: