Undarleg forgangsröðun hjá lögreglunni

Undanfarið hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu legið undir ámæli fyrir undarlegar áherslur í löggæslumálum, að hafa „ekkert betra að gera.“ Það er jú vægast sagt undarlegt að heyra helgi eftir helgi sögur af nauðgunum og slagsmálum í miðbæ Reykjavíkur þegar alltof oft fylgir sögunni að lögreglumenn hafi ekki viljað skerast í leikinn heldur haldið kyrru fyrir í bílum sínum meðan á ósköpunum stendur. Oftar en ekki heyrir maður af lögreglan láti ekki sjá sig fyrr en slagsmálin eru yfirstaðin og óróaseggirnir á bak og brott, og jafnvel toppi svo allt saman með því að handtaka saklausa menn. Hvort það er eitthvað til í þessu síðastnefnda skal ósagt látið, en þetta er a.m.k. orðið á götunni. En svo um leið og einhver pissar uppvið staur ætlar allt um koll að keyra. Lögreglan mætt á svæðið áður en maður nær að hrista hann og menn snúnir niður ef þeir koma ekki þegjandi og hljóðalaust. Það er í raun alveg fáránlegt að heyra fréttir þess efnis að sektir útaf hlandsvettingi niðrí bæ séu komnar í á fjórðu milljón á skömmum tíma, meðan á sama tíma er fólk hætt að fara að skemmta sér niðrí bæ sökum þess að það óttast um líf sitt og limi, og jafnvel meydóm.

Lögreglan í Reykjavík virðist ekki hafa neitt annað að gera en að elta smákrimma. Krakka sem gera símaöt, töffara sem gefa fokk jú merki í hraðamyndavélar og svanga útigangsmenn. Mér þótti nú steininn taka endanlega úr þegar ég las það í Fréttablaðinu í morgun að það ætti að draga félaga minn Lee Reyni fyrir dóm fyrir það eitt að stela ekki lifrapylsu. Ef að þið lesið greinina sem ég linkaði á sjáið þið að Lee stal ekki lifrapylsunni, heldur skilaði henni og baðst afsökunnar. Verslunarstjórinn vildi koma honum í húsaskjól og í sameiningu ákváðu þeir að hringja í lögregluna þar sem gistiskýlið var fullt. Lögreglan hins vegar ákvað uppá sitt einsdæmi að kæra Lee, þrátt fyrir að verslunarstjórinn hafi ekki kært. Nú er Lee á leiðinni fyrir dómara og mun kosta skattkerfið svo miklu miklu meira heldur en einn helvítis sláturkeppur. Hvers konar endemis vitleysa er þetta? Nú þekki ég Lee bara af góðu. Vissulega þykir honum sopinn góður en hann er líka góður (lyga)sögumaður og söngvari. Indæliskall sem tók eitt sinn fyrir mig lagið í BTSK á mjög annasömum degi í desember og sagði mér sögur af því að veitingastjóri Perlunnar hefði viljað bóka hann til að skemmta, því söngrödd hans væri svo lík Frank Sinatra.

En hvar liggur rót vanda lögreglunnar? Ég held að einfaldast væri að benda á yfirlögregluþjóninn Geir Jón Þórisson, það er auðvitað tóm tjara að eitt af andlitum lögreglunnar útá við og einn af þeirra innstu koppum í búri sé á sama tíma einn af helstu trúðum Omega sjónvarpsstöðvarinnar. Hvað næst, á kannski að ráða handritshöfunda Teletubbies til að sjá um lögreglusamþykktir borgarinnar? Geir þarf augljóslega að víkja en vandinn er djúpstæðari en þetta. Heilt yfir virðist stéttinn einfaldlega ekki nógu vel mönnuð, enda skyldi engan undra þegar ekki er hægt að borga vörðum laga og réttar mannsæmandi laun. Ef að menn geta varla dregið fram lífið á lögreglulaunum þá fara þeir tæpast að vernda líf annarra.

Þarna þarf að verða breyting á og ekki seinna en í gær. Hópur af hugleysingjum sem eyðir helgarvöktum á rúntinum um miðbæinn gerir engum gagn, og jafnvel meiri óleik heldur en hitt. Hérna áður fyrr var þetta ekki svona, þegar ég hugsa um lögguna sé ég fyrir mér menn eins og Hjalla og Sigga Bergmann. Helmassaða gaura sem fótbrjótamenn þegar þeir tækla þá og léttklikkaða gaura sem hlaupa uppi skellinöðrur þegar þannig liggur á þeim. Með þannig menn á vakt niðrí miðbæ um helgar þyrfti enginn að hafa áhyggjur, nema afbrotamennirnir.

Auglýsingar

5 Responses to “Undarleg forgangsröðun hjá lögreglunni”


 1. 1 Geirármann desember 8, 2007 kl. 6:48 e.h.

  Þetta er nú ekkert nýtt á nálinni…. Svona hefur þetta verið svo lengi, þetta er ekki svo frábrugðið hjúkrunnarfræðingum… líkurnar á að þú drepist á skurðarborðinu myndu aukast um 50 prósent ef að þær væru ekki þarna samt eru þær á skítalaunum…. Magnað… svo standa sauðirnir á alþingi og hækka sín eigin laun hægri og vinstri…. En klárlega sammála með að það vanntar alvöru löggur á íslandi sem að buffa reglulega gæjana sem fólk er smeykt við… hættir að fara í bæinn útaf…. væri nú soltil hughreysting fyrir minnimáttar að heyra að löggan hafi aðeins klappað einum handrukkaranum….

 2. 2 siggeir desember 9, 2007 kl. 3:06 e.h.

  Já, það er kominn tími til að löggan fari að klappa þessum ræflum aðeins 🙂

 3. 3 Soffía Snædís desember 10, 2007 kl. 11:09 e.h.

  Það verður áhugavert að sjá hverskonar dóm menn fá fyrir að stela næstum lifrarpylsu, og bera saman við dóma sem nauðgarar eru að fá.

 4. 4 Gunnar Ingi desember 11, 2007 kl. 9:50 e.h.

  Mér finnst stundum eins og það sé ormur í maganum á mér og ég get ekki sest niður og lesið bloggfærslurnar hans Siggeirs af því að þær eru svo langar og minna helst á kafla úr einnhverjari Harry potter bók eða eitthvað.

 5. 5 Snævar desember 12, 2007 kl. 11:25 e.h.

  en hvenær drepur maður svo mann og hvenær drepur maður ekki mann?.. hjartanlega sammála þér að flestu leyti, en ég held bara að línan sé oft á tíðum ansi óskýr..


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: