Ísland loksins að standa undir nafni

Eftir 15 ára bið er loksins farið að snjóa almennilega hérna á suðvesturhorninu. Hér í Keflavík er allt á kafi, en við eigum þó ekkert í heimahagana í Grindavík þar sem það er bókstaflega allt á kafi. Frekar spaugilegt að sjá myndir í fréttunum þar sem fólk er að moka bílana sína útúr sköflum. Mamma sagði mér að sólpallurinn væri orðinn fullur af snjó, en grindverkið þar er um 1,8 metrar á hæð, sem þýðir ansi mikla ofankomu til að fylla þann mikla geymi. Elstu menn segjast ekki muna eftir jafn mikilli snjókomu í Grindavík en það er augljóst að snjóleysi síðustu ára hefur skapað snjóblindu hjá bæjarbúum. Ég man það nefnilega mjög vel að þegar ég var lítill var meira og minna alltaf allt á kafi, og 1993 (þess vegna segi ég í fyrsta skipti í 15 ár) var alveg jafn mikill snjór og núna, ef ekki meir. En eftir 15 ár í óttalegu snjóleysi fer mönnum einfaldlega að finnast að það hafi hreinlega aldrei snjóað.

Ég er þó ekki þjakaður af þessari skynvillu, enda bjó ég á Akureyri í 4 vetur, og þar var nú allra veðra von, og oft afar snjóþungt. Fyrstu tvö árin fyrir norðan var ég við öllu búinn á litla Sunny-num mínum og í skottinu var ég með skóflu, spotta, teppi og ýmislegt fleira ef maður skyldi lenda í vandræðum. Svo lenti maður aldrei í neinu og á endanum fóru þessir hlutir að týna tölunni. Það kom mér því óþægilega á óvart í gærmorgun þegar ég þurfti loks á þessum græjum að halda, a.m.k. skóflunni. Ég og Soffía vorum á leiðinni í bæinn og ég ætlaði út að skafa. Mig rak í rogastans þegar ég sá allan snjóinn. Ég lét þó engan bilbug á mér finna og byrjaði að sópa snjóinn af bílnum. Það var aðeins einn bíll búinn að yfirgefa stæðið og það var jeppi og ég hugðist einfaldlega feta í hans fótspor og dúndra útaf bílastæðinu. Það er skemmst frá því að segja að ég festi bílinn á bílastæðinu nánast samstundis. Snjórinn var mjög djúpur og svellbúnki þar undir. Viddi var líka ennþá heima og hann reyndi að hjálpa mér að ýta bílnum en það var ekki séns að bifa honum.

p1000996.jpg

Hér að ofan sést svo bíllinn, pikkfastur og snjórinn ört vaxandi. Þarna stóð hann fram að kvöldmat og blokkaði alla umferð um stæðið (ekki það að nokkur annar ætti möguleika á að keyra í þessu færi). Pabbi kom svo á prammanum og bjargaði mér, en hann hafði eytt öllum deginum í að draga fólk í Grindavík.

Svo hefur bara haldið áfram að snjóa, en ég kemst nú samt í vinnuna. Færið er samt oft slæmt og eftir vinnu í dag var t.a.m. bölvað vesen að komast leiðar sinnar. Einu sinni næstum runninn útaf og síspólandi. Bara feginn að fá engan aftaná mig í þessu hörmulega færi. Ég er til allrar hamingju á þokkalegum vetrardekkjum en Rúnki er ekki jafn vel búinn, á sléttum sumardekkjum. Hann á heldur enga sköfu. Tók þessa mynd eftir vinnu í dag, en mér reiknaðist til að það væri sirka 15 cm snjólag á bílunum okkar.

dsc00361.jpg

Auglýsingar

2 Responses to “Ísland loksins að standa undir nafni”


  1. 1 almar janúar 21, 2008 kl. 4:08 e.h.

    Mér sýnist þetta bara vera nokkur korn, svona Honduhræ komast bara ekkert, þú hefðir aldrei átt að selja nissaninn 😉

  2. 2 almar janúar 21, 2008 kl. 4:09 e.h.

    Mér sýnist þetta bara vera nokkur korn, svona Honduhræ komast bara ekkert, þú hefðir aldrei átt að selja nissaninn 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: