Sarpur fyrir febrúar, 2008

X-ið að drulla uppá bak

Í nýlegri könnun á hlutdeild íslenskra útvarpsstöðva á markaðnum kom í ljós að X-ið er ekki að gera gott mót. Mælist stöðin með hlustun uppá tæpt prósent á landsvísu, og heilt 1,5% meðal markhóps stöðvarinnar (sem eru karlar á aldrinum 18-39 ef ég man þetta rétt). X-ið virðist vera að skíta uppá bak, og skyldi engan undra, ekkert óeðlilegt við það að skítastöð skíti í buxurnar.

Nú hvá eflaust margir, enda höfundur annálaður rokkhundur til margra ára og er X-ið ekki eini boðberi rokksins á öldum ljósvakans? Svarið er nei, engan veginn. Síðan X-ið var endurreist til höfuðs Reykjavík FM/Radíó Reykjavík hefur stöðin aðeins verið skugginn af því sem hún áður var. Hér áður fyrr var X-ið fínasta stöð. Töff stöð með töffara attitude sem stuðaði ófáar kellingar. Svo var hún lögð niður en endurvakin til höfuðs hinnar miklu snilldar stöð Radíó Reykjavík (sem síðan breyttist í Reykjavík FM). Sú stöð sem núna heyrist í útvarpinu er ekki sama stöð og áður náðist á 9,77. Í dag er þarna að finna steingelda stöð sem er eiginlega hvorki fugl né fiskur. Hvenær ætli ég hafi síðast heyrt Pantera eða Slayer á X-inu á prime time? Í staðinn heyrir maður allt helsta sullið sem Rvk. FM vildu ekki snerta á með 10 metra stöng, s.s. My Chemical Romance, Trivium, HIM, My Bloody Valentine og þar fram eftir götunum.

Áður fyrr var X-ið með attitude, nú er það bara með stæla. Útvarpið mitt þolir ekki endalausan viðbjóð eins og sagði í auglýsingunni, þess vegna verð ég að skipta af X-inu þegar þeir byrja að spila Coldplay. Í þessum margfrægu auglýsingum hljómaði Crocodile Rock með Elton John. Má ég nú heldur biðja um Sir Elton heldur en vælukjóana í Coldplay hvenær sem er! Í þessu samhengi verð ég líka að koma inná auglýsingarnar þar sem X-ið úthýsir klassísku rokki og klippa svo út með frasanum: „Ef þú hlustar á sömu tónlist og pabbi þinn, af hverju sefuru ekki bara hjá mömmu þinni?“ Með þessum auglýsingum og tónlistarstefnu eru stjórnendur X-ins að stíga alvarlegt feilspor og þær stuða mig alltaf í hvert skipti. Mér þykir það bera vott um takmarkaðan tónlistarlegan þroska að hafa ekki úthýst mönnum eins og Fred Durst meðan að The Who fá að éta það sem úti frýs.

Ég á nú samt ekki von á því að stjórnendur X-ins geri neitt í sínum málum héðan af. Rvk FM er farin á hausinn svo að nú er ekkert því til fyrirstöðu að loka X-inu. Markmiðinu er náð og 365 geta loksins hætt að tapa á þessari misheppnuðu stöð sinni.

Ó hve ég sakna Capóne og Rvk Fm!

Auglýsingar

Orðskrípi

Ég skil ekki af hverju RÚV ríghalda svona í orðskrípið Evróvisjon. Mér þykir hálfþýtt orð alveg jafn slæmt og óþýtt, ef ekki verra.

Fyrst við erum að tala um ástkæra ylhýra á annað borð, mikið óskaplega hefur samruni handboltaliðanna norðan heiða reynst íþróttafréttamönnum óþægur ljár í þúfu. Fallbeyging á Akureyri fýkur út í veður og vind trekk í trekk í íþróttafréttunum, og nefnifallið verður fyrir valinu. „Markahæsti leikmaður Akureyri…“ sker óneitanlega í eyrunum. Ef að fréttamenn sleppa því (eða kunna það jafnvel ekki?) að fallbeygja skal engan undra þó svo að yngri kynslóðin skuli ekki alltaf vera viss í sinni sök.

Kökur!

Ég var SVONA glaður á afmælisdaginn minn.

kokur.jpg

Ofmetið II

Ofmetið: Að vera fullur í bíó og með dólgslæti í þokkabót.

Vanmetið

Vanmetið: Að vera vatnsgreiddur, þá sérstaklega til hliðar.


Gullna hliðið

  • 25,682 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar