X-ið að drulla uppá bak

Í nýlegri könnun á hlutdeild íslenskra útvarpsstöðva á markaðnum kom í ljós að X-ið er ekki að gera gott mót. Mælist stöðin með hlustun uppá tæpt prósent á landsvísu, og heilt 1,5% meðal markhóps stöðvarinnar (sem eru karlar á aldrinum 18-39 ef ég man þetta rétt). X-ið virðist vera að skíta uppá bak, og skyldi engan undra, ekkert óeðlilegt við það að skítastöð skíti í buxurnar.

Nú hvá eflaust margir, enda höfundur annálaður rokkhundur til margra ára og er X-ið ekki eini boðberi rokksins á öldum ljósvakans? Svarið er nei, engan veginn. Síðan X-ið var endurreist til höfuðs Reykjavík FM/Radíó Reykjavík hefur stöðin aðeins verið skugginn af því sem hún áður var. Hér áður fyrr var X-ið fínasta stöð. Töff stöð með töffara attitude sem stuðaði ófáar kellingar. Svo var hún lögð niður en endurvakin til höfuðs hinnar miklu snilldar stöð Radíó Reykjavík (sem síðan breyttist í Reykjavík FM). Sú stöð sem núna heyrist í útvarpinu er ekki sama stöð og áður náðist á 9,77. Í dag er þarna að finna steingelda stöð sem er eiginlega hvorki fugl né fiskur. Hvenær ætli ég hafi síðast heyrt Pantera eða Slayer á X-inu á prime time? Í staðinn heyrir maður allt helsta sullið sem Rvk. FM vildu ekki snerta á með 10 metra stöng, s.s. My Chemical Romance, Trivium, HIM, My Bloody Valentine og þar fram eftir götunum.

Áður fyrr var X-ið með attitude, nú er það bara með stæla. Útvarpið mitt þolir ekki endalausan viðbjóð eins og sagði í auglýsingunni, þess vegna verð ég að skipta af X-inu þegar þeir byrja að spila Coldplay. Í þessum margfrægu auglýsingum hljómaði Crocodile Rock með Elton John. Má ég nú heldur biðja um Sir Elton heldur en vælukjóana í Coldplay hvenær sem er! Í þessu samhengi verð ég líka að koma inná auglýsingarnar þar sem X-ið úthýsir klassísku rokki og klippa svo út með frasanum: „Ef þú hlustar á sömu tónlist og pabbi þinn, af hverju sefuru ekki bara hjá mömmu þinni?“ Með þessum auglýsingum og tónlistarstefnu eru stjórnendur X-ins að stíga alvarlegt feilspor og þær stuða mig alltaf í hvert skipti. Mér þykir það bera vott um takmarkaðan tónlistarlegan þroska að hafa ekki úthýst mönnum eins og Fred Durst meðan að The Who fá að éta það sem úti frýs.

Ég á nú samt ekki von á því að stjórnendur X-ins geri neitt í sínum málum héðan af. Rvk FM er farin á hausinn svo að nú er ekkert því til fyrirstöðu að loka X-inu. Markmiðinu er náð og 365 geta loksins hætt að tapa á þessari misheppnuðu stöð sinni.

Ó hve ég sakna Capóne og Rvk Fm!

Auglýsingar

8 Responses to “X-ið að drulla uppá bak”


 1. 1 Rúnki febrúar 27, 2008 kl. 11:25 f.h.

  Já það er mikill sannleikur í þessu hjá þér.

  ,,s.s. My Chemical Romance, Trivium, HIM, My Bloody Valentine“ hélt alltaf að þetta væri allt sama hljómsveitin ásamt Good Charlotte.

  En valtýr björn er klárlega að halda þessari stöð uppi með hádegisþættinum sínum sem er eðall.. fyrir utan þann ókost að spila U2 á milli hvers einasta viðtals!

 2. 2 Sigeir febrúar 27, 2008 kl. 1:07 e.h.

  Jú það eru vissulega ljósir punktar á þessari stöð, eins og Mín Skoðun (sem var jú áður á Reykjavík FM!) og Hrynjandi. Svo held ég að Matti hafi lesið þessa færslu, amk var þátturinn í morgun hjá honum alveg þokkalegur 🙂

 3. 3 Dyo febrúar 28, 2008 kl. 7:24 e.h.

  Ciao,
  sono italiana e sono qui per essere stata coinvolta in un gioco da pazzi.
  Tutto bene?
  Spero non ci dichiariate guerra.
  😉

 4. 5 Bruja mars 1, 2008 kl. 10:13 f.h.

  Ehhhmmmmm…ciao…un’altra italiana vittima del meme…secondo me ci prendete per un branco di matti…ma in fondo non siamo cattivi…
  mi dispiace non lasciare un commento attinenete, ma mi è sfuggita l’ultima parola del tuo post e quindi il senso di tutto il post mi è totalmente ignot….:-)
  Bruja

 5. 6 pjé mars 1, 2008 kl. 3:36 e.h.

  tutti frutti spaghetti og allur pakkinn…..ég held að margir séu alfarið hættir að hlusta á útvarp og sé sínir eigin herrar þegar kemur að tónlist. A.m.k. er ég í þeim pakka enda er fátítt að heyra rapp í íslensku útvarpi. Ég kann líka ágætlega að meta gamalt rokk, það virðist ekki eiga upp á borðið í útvarpinu.

 6. 7 Sendibodinn mars 2, 2008 kl. 11:06 e.h.

  Ég er sammála P! Þegar kemur að tónlist er ég frekar vandlátur maður og vil helst hlusta á það sem ÉG vil hlusta á og hef komið sjálfum mér upp ágætis leið til þess. Þó er viss stemning að stilla á „Uppáhalds“ útvarpsrásina og hlusta á kunnulegar raddir. Þetta er samt hverfandi kynslóð, sú kynslóð sem helgar sér útvarp. Innihaldsríkir útvarpsþættir eru vandfundnir sem og góð tónlist….

 7. 8 Christian Muñoz maí 23, 2008 kl. 12:31 f.h.

  Hello there…

  Please, anybody could tell me exactly what did happened with Reykjavik FM?…

  Why the radio did stop?

  Thanks….


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25.773 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: