Sarpur fyrir mars, 2008

Aumingja Hannes Hólmsteinn!

Vesling Hannes Hólmsteinn, það eru hreinlega allir vondir við hann. Eða næstum, vinir hans ætla að bakka kallinn upp, samanber auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær (laugardaginn 29. mars). Auglýsing hljóðar svo:

Styðjum Hannes

HHG hefur undanfarna áratugi verið einn ötulasti talsmaður fyrir lífsviðhorfum frjálshuga manna á Íslandi.

Hann hefur í óþökk forsjárhyggjuafla og sameignarsinna nýtt sér málfrelsi sitt í baráttu fyrir frelsinu.

Við eigum honum öll mikið að þakka fyrir að hafa verið óþreytandi við að mæta þeim öflum sem vilja tamkarka [sic] einstaklingsfrelsi á Íslandi.

Nú er að honum sótt

Hann er bara venjulegur launamaður og hefur ekki mikil fjárráð til að mæta árásum þeirra sem vilja takmarka málfrelsi hans, meðal annars með háum fjárkröfum fyrir dómstólum.

Íslenskur auðmaður sækir að honum erlendis og reynir að brjóta hann niður fjárhagslega.

Nú síðast dæmdi Hæstiréttur Íslands hann til hárra fjárútgjalda fyrir að hafa skrifað bók sem hann mátti víst ekki skrifa.

Hann var dæmdur til að bæta fjártjón sem allir vita að ekkert var.

Styðjum Hannes

Nokkrir vinir hans hafa opnað bankareikning í Landsbanka Íslands:

0101 – 05 – 271201 – kt. 131083-4089

Þeir sem vilja leggja þessum ötula baráttumanni lið eru beðnir að leggja inn fé á reikninginn.

Við þurfum að safna 3.1 milljón til að geta greitt fyrir hann skuldina sem Hæstiréttur úthlutaði honum.

Sendum þeim sem að Hannesi sækja skýr skilaboð um að þeim muni ekki takast að þagga niður í honum með árásum á fjárhagslega afkomu hans.

Þessi auglýsing er kostuð af vinum Hannesar.

Þetta hljómar auðvitað eins og einhver kostulegur farsi, og það var það fyrsta sem ég hugsaði, að um kolsvart grín væri að ræða. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að um raunverulegan bankareikning að ræða og kennitalan er Friðbjörns Orra, einhvers stærsta aðdáanda Hannesar sem um getur. Hann var raunar fyrsti maðurinn sem mér datt í hug þegar Ásgeir tjáði mér að hér væri ekki um spé að ræða.

Þessi auglýsing er svo kostuleg í alla staði að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Fribbi sér auðvitað ekki sólina fyrir Hannesi, en einhvern tíman skrifaði hann um hann í einhverri lofsgrein að hann væri ,,steinninn sem stæði fastur í öldurótinni og stæði af sér allan öldugang í lífsins ólgusjó“ eða einhverja álíka vellu. Linkurinn á greinina er horfin af síðu Fribba svo að ég get ekki haft þetta eftir orðrétt.

Hannes er auðvitað eins sekur og hugsast getur. Það er algjörlega fáránlegt að háskólaprófessor skuli ætla sér að stela frá sirka 14 öðrum höfundum og kalla verkið svo sitt eigið. Það er auðvitað ekki hægt að taka manninn alvarlega sem akademískan fræðimann og kennara eftir þessa vitleysu. En það er algjört aukaatriði í augun Fribba, og hinum vina Hannesar. Þeir virðast jafnvel ekki gera sér grein fyrir þessu. Það er bara verið að leggja vin þeirra í einelti og það má ekki lýðast! Nú ríður á að bjarga veslings Hannesi áður en hann endar á götunni, hann þurfti jú að selja húsið sitt fyrir skuldunum. Að vísu keypti Kjartan Gunnarsson en það er aukaatriði.

Ef að Hannes er ekki veruleikafirrtur eins og Fribbi (sem ég efa að hann sé nema kannski að hluta) gerir hann sér eflaust grein fyrir því eins og ég og flestir aðrir að þessi auglýsing er skelfileg og honum ekki til uppdráttar. Enda var auglýsingin og söfnunin ekki borin undir Hannes. Eins og Helga Vala segir, hver þarf óvini þegar maður á svona vini? Mér þykir líka afar merkilegt að heyra ný frjálshyggjufasista eins og Fribba tala fyrir samhjálp og aðstoð við náungann, sem samræmist engan veginn þeim hugsjónum sem hann talar fyrir. En þegar að þeir lenda sjálfir í vanda, þá horfir málið allt öðruvísi, er eflaust ekki sambærilegt ef að þú spyrð þá kumpána.

Í ljósi þessara atburða þykir mér viðeigandi að endurbirta örsögu sem ég samdi síðasta vetur:

Eftirfarandi frásögn er lauslega byggð á sannsögulegum atburðum

Ég rakst á Hannes Hólmstein í Nýja-Garði í gær. Það vakti reyndar athygli mína að hausinn á Friðbirni Orra var hvergi sjáanlegur en hann er jafnan fastur við rassinn á Hannesi. En hvað um það. Ég heilsaði Hannesi, akademískum starfsbróður mínum, og hann heilsaði mér og spurði mig frétta, og af hverju ég væri staddur í Nýja-Garði.
„Oh ég er bara að sækja nokkur verkefni” segi ég vinalega.
„Núnú, hvernig verkefni?”
„Æj bara í aðferðafræði, hvernig á að fara með heimildir og tilvitnanir og fleira í þeim dúr svo að sómi sé að. Þú hefur ekki íhugað að taka svona kúrs sjálfur við tækifæri?”
Hannes varð stjarfur af bræði og orðlaus. Síðan sló hann mig þéttingsföstum kinnhesti og öskraði svo: „Hvernig dirfistu!!!”
En ég sýndi engin viðbrögð og horfði áfram á hann með sakandi augnaráði, og Hannes vissi uppá sig sökina. Hann limpaðist niður í næsta stól og brast í grát.
„Svona svona Nesi minn!” sagði ég við Hannes og klappaði honum á öxlina. Rétti honum svo vasaklútinn minn og sagði honum að þerra tárin.
„En hefuru þér ekkert til málsbóta?” sagði ég meðan Hannes snýtti sér.
„Jú, ég lofa að gera þetta aldrei aftur!”
„Ha?”
„Ég lofa, að gera þetta aldrei aftur”
„Já þú verður þá að lofa því!” sagði ég höstugur.
Við það búið kláraði Hannes að þerra tárin og saug uppí nefið. Vonandi hafði hann lært sína lexíu. Við kvöddumst og Hannes hélt glaður útí kuldann. Svei mér þá ef hann valhoppaði ekki.

Það broslega við þessa örsögu er sú staðreynd að endirinn á henni er óbeint stolinn frá Radíusbræðrum. Ég biðst því forláts ef að Davíð Þór og Steinn Ármann erfa þetta við mig, og bið þá um að lögsækja mig ekki. Ég er því í rauninni alveg jafn mikill óþokki og Hannes, en til að bæta fyrir gjörðir mínar lýsi ég því hér með yfir að ég muni deila öllum hugsanlegum höfundarlaunum sem munu hljótast af þessari sögu með Radíusbræðrunum. Hluti þeirra mun einnig renna til Háskóla Íslands, svo að hægt verði að ráða hæfa kennara í framtíðinni.

Auglýsingar

Farice – stærsti brandari Íslandssögunnar?

Það gerist nú orðið með nokkuð reglulegu millibili að Ísland dettur úr nánast öllu sambandi við umheiminn, netlega séð. Okkur ástkæri sæstrengur Farice tekurwire_repair_01a.jpg nefnilega reglulega uppá því að bila og þarf þá öll netumferð til útlanda að fara í gegnum gamla Cantat strenginn, sem er ekki hálfdrættingur á við Farice þegar kemur að gagnafluttningsgetu. Ég eins og svo margir aðrir netverjar er orðinn frekar þreyttur á þessu ástandi. Í fyrstu virðist þetta samt alveg vera skiljanlegt, enda um sæstreng að ræða, og brimrótið getur gert mörgum skráveifu án nokkurs fyrirvara, ein stór alda og strengurinn er í tvennt, eða hvað? Nei, málið er nefnilega ekki svo einfalt að við getum skellt skuldinni á duttlunga náttúruaflanna. Þrjú síðustu rof strengsins skrifast öll á mannleg mistök, jafnvel mannlega heimsku og vangá. Hver man ekki þegar Farice datt út vegna þess að rottur nöguðu hann í sundur? Síðan tók einhver latur gröfukall hann í sundur í einhverju óðagoti og núna í dag fáum við fréttir af því að Skoskir bændur í girðingavinnu hafi rofið strenginn! Þetta hljómar auðvitað eins og einhver lélegur brandari en þetta stendur svart á hvítu á mbl.is.

Hvenær tekur þessi vitleysa eiginlega enda? Ætti það ekki að vera orðið deginum ljósara að frágangurinn á þessum ágæta sæstreng er óviðunandi með öllu. Það er virkilega lélegur brandari að netsamband heillarr þjóðar standi og falli með duttlungum skoskra bænda. Við þurfum nýjan sæstreng í gagnið ekki seinna en í gær, en fyrst og fremst held ég að það þurfi að ganga betur frá Farice strengnum. Annars er þetta sæstrengja mál ein endemis hringavitleysa og ekki er umræðan um netþjónabú neitt skárri. Hvet alla til að lesa grein Friðriks Skúlasonar um málið. Internet staða Íslendinga er ein sú svínslegasta sem fyrirfinnst í heiminum og tengingar okkar til skammar. Þess má til gamans geta svona rétt í lokin að flutningsgeta Farice strengsins er ekki nýtt nema að litlum hluta, enda rándýrt að fá hlutdeild í henni.

Loksins kominn alvöru karladagur!

Hinn há bandaríski hátíðardagur Valentínusardagurinn er hægt en mjög örugglega að hreiðra um sig í íslenskri menningu, okkur karlmönnum til mikils ama. Þessi dagur er í raun stórhættulegt tvíeggjað sverð. Ef að þú gerir eitthvað sætt fyrir konuna þína áttu alveg eins von á því að hún taki það illa upp, og skammi þig fyrir að gera aldrei neitt fyrir hana nema þegar þú ert „skyldugur“ til þess. Ef að þú hins vegar ákveður að gefa skít í dag sem er búið að þröngva uppá okkur geturu lent í alveg sama pakka og fengið skammir í hattinn frá konunni fyrir að vera órómantískur og leiðinlegur. Eða eins og heimspekingurinn Bartholomew Simpson sagði eitt sinn: „You’re damn if you do and you’re damn if you don’t.“ Svo höfum við Íslendingar nú þegar tvo mjög góða og gilda daga sem eiga að þjóna þessum sama tilgangi, konu- og bóndadag, sem virðast þó oft gleymast hjá yngri kynslóðinni.

En nú er lausnin fundin fyrir þá karlmenn, eins og mig, sem telja sig hlunnfarna útaf þessum blessaða degi. Hinn 14. mars er nú orðinn hátíðardagurinn „Steak and BJ day“, eða uppá íslenska tungu, Steikar og munngælu dagurinn. Mikið karlmannlegri dag er sennilega ekki hægt að finna uppá. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni http://www.steakandbjday.com/ en þar er meðal annars að finna allskonar kort og vörur sem tengjast þessum frábæra degi.

 Miðað við hversu hratt Valentínusardagurinn hefur unnið á hér á klakanum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Steikar og munngæludagurinn komi ekki sterkur inn á næstu árum. Segið vinum ykkar og vinnufélögum frá þessu og breiðið út fagnaðarerindið, en umfram allt, segið þið konunum ykkar frá þessu!

You love me tender,
you love me sweet.
On March 14th,
it’s all about your meat!
 

Dr. J

Ég og Otti tókum gott NBA 2k7 run í gær meðan Siggi og Viddi reyndu að fá einhvern botn í Starcraft spilið (sem tók þá alla nóttina btw). Í leiknum er hægt að spila classic lið frá áttunda, níunda og tíunda áratugnum, sem er algjör snilld. Hinn mikli snillingur Julius Erving, aka Dr. J er þarna í nokkrum liðum, og reyndist hann Otta ansi óþægur ljár í þúfu undir stjórn minni. Ég fór í kjölfarið á netið til að tjekka á kappanum og fann m.a. þetta vídeó á youtube. Takið sérstaklega eftir troðslunni á móti Lakers. Af wikipedia:

Rock The Cradle over Michael Cooper

Another of Erving’s most memorable plays came in a 1983 regular season game, after a steal from the Los Angeles Lakers. He came down the court on a fast break and, swinging the ball back and forth before taking off on a Rock The Cradle slam dunk, slung the ball around behind his head and dunked over L.A.’s Michael Cooper. This dunk is generally regarded as one of the greatest dunks of all time.

Djöfulsins meistari.


Gullna hliðið

  • 25,682 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar