Farice – stærsti brandari Íslandssögunnar?

Það gerist nú orðið með nokkuð reglulegu millibili að Ísland dettur úr nánast öllu sambandi við umheiminn, netlega séð. Okkur ástkæri sæstrengur Farice tekurwire_repair_01a.jpg nefnilega reglulega uppá því að bila og þarf þá öll netumferð til útlanda að fara í gegnum gamla Cantat strenginn, sem er ekki hálfdrættingur á við Farice þegar kemur að gagnafluttningsgetu. Ég eins og svo margir aðrir netverjar er orðinn frekar þreyttur á þessu ástandi. Í fyrstu virðist þetta samt alveg vera skiljanlegt, enda um sæstreng að ræða, og brimrótið getur gert mörgum skráveifu án nokkurs fyrirvara, ein stór alda og strengurinn er í tvennt, eða hvað? Nei, málið er nefnilega ekki svo einfalt að við getum skellt skuldinni á duttlunga náttúruaflanna. Þrjú síðustu rof strengsins skrifast öll á mannleg mistök, jafnvel mannlega heimsku og vangá. Hver man ekki þegar Farice datt út vegna þess að rottur nöguðu hann í sundur? Síðan tók einhver latur gröfukall hann í sundur í einhverju óðagoti og núna í dag fáum við fréttir af því að Skoskir bændur í girðingavinnu hafi rofið strenginn! Þetta hljómar auðvitað eins og einhver lélegur brandari en þetta stendur svart á hvítu á mbl.is.

Hvenær tekur þessi vitleysa eiginlega enda? Ætti það ekki að vera orðið deginum ljósara að frágangurinn á þessum ágæta sæstreng er óviðunandi með öllu. Það er virkilega lélegur brandari að netsamband heillarr þjóðar standi og falli með duttlungum skoskra bænda. Við þurfum nýjan sæstreng í gagnið ekki seinna en í gær, en fyrst og fremst held ég að það þurfi að ganga betur frá Farice strengnum. Annars er þetta sæstrengja mál ein endemis hringavitleysa og ekki er umræðan um netþjónabú neitt skárri. Hvet alla til að lesa grein Friðriks Skúlasonar um málið. Internet staða Íslendinga er ein sú svínslegasta sem fyrirfinnst í heiminum og tengingar okkar til skammar. Þess má til gamans geta svona rétt í lokin að flutningsgeta Farice strengsins er ekki nýtt nema að litlum hluta, enda rándýrt að fá hlutdeild í henni.

Auglýsingar

0 Responses to “Farice – stærsti brandari Íslandssögunnar?”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: