Aumingja Hannes Hólmsteinn!

Vesling Hannes Hólmsteinn, það eru hreinlega allir vondir við hann. Eða næstum, vinir hans ætla að bakka kallinn upp, samanber auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær (laugardaginn 29. mars). Auglýsing hljóðar svo:

Styðjum Hannes

HHG hefur undanfarna áratugi verið einn ötulasti talsmaður fyrir lífsviðhorfum frjálshuga manna á Íslandi.

Hann hefur í óþökk forsjárhyggjuafla og sameignarsinna nýtt sér málfrelsi sitt í baráttu fyrir frelsinu.

Við eigum honum öll mikið að þakka fyrir að hafa verið óþreytandi við að mæta þeim öflum sem vilja tamkarka [sic] einstaklingsfrelsi á Íslandi.

Nú er að honum sótt

Hann er bara venjulegur launamaður og hefur ekki mikil fjárráð til að mæta árásum þeirra sem vilja takmarka málfrelsi hans, meðal annars með háum fjárkröfum fyrir dómstólum.

Íslenskur auðmaður sækir að honum erlendis og reynir að brjóta hann niður fjárhagslega.

Nú síðast dæmdi Hæstiréttur Íslands hann til hárra fjárútgjalda fyrir að hafa skrifað bók sem hann mátti víst ekki skrifa.

Hann var dæmdur til að bæta fjártjón sem allir vita að ekkert var.

Styðjum Hannes

Nokkrir vinir hans hafa opnað bankareikning í Landsbanka Íslands:

0101 – 05 – 271201 – kt. 131083-4089

Þeir sem vilja leggja þessum ötula baráttumanni lið eru beðnir að leggja inn fé á reikninginn.

Við þurfum að safna 3.1 milljón til að geta greitt fyrir hann skuldina sem Hæstiréttur úthlutaði honum.

Sendum þeim sem að Hannesi sækja skýr skilaboð um að þeim muni ekki takast að þagga niður í honum með árásum á fjárhagslega afkomu hans.

Þessi auglýsing er kostuð af vinum Hannesar.

Þetta hljómar auðvitað eins og einhver kostulegur farsi, og það var það fyrsta sem ég hugsaði, að um kolsvart grín væri að ræða. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að um raunverulegan bankareikning að ræða og kennitalan er Friðbjörns Orra, einhvers stærsta aðdáanda Hannesar sem um getur. Hann var raunar fyrsti maðurinn sem mér datt í hug þegar Ásgeir tjáði mér að hér væri ekki um spé að ræða.

Þessi auglýsing er svo kostuleg í alla staði að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Fribbi sér auðvitað ekki sólina fyrir Hannesi, en einhvern tíman skrifaði hann um hann í einhverri lofsgrein að hann væri ,,steinninn sem stæði fastur í öldurótinni og stæði af sér allan öldugang í lífsins ólgusjó“ eða einhverja álíka vellu. Linkurinn á greinina er horfin af síðu Fribba svo að ég get ekki haft þetta eftir orðrétt.

Hannes er auðvitað eins sekur og hugsast getur. Það er algjörlega fáránlegt að háskólaprófessor skuli ætla sér að stela frá sirka 14 öðrum höfundum og kalla verkið svo sitt eigið. Það er auðvitað ekki hægt að taka manninn alvarlega sem akademískan fræðimann og kennara eftir þessa vitleysu. En það er algjört aukaatriði í augun Fribba, og hinum vina Hannesar. Þeir virðast jafnvel ekki gera sér grein fyrir þessu. Það er bara verið að leggja vin þeirra í einelti og það má ekki lýðast! Nú ríður á að bjarga veslings Hannesi áður en hann endar á götunni, hann þurfti jú að selja húsið sitt fyrir skuldunum. Að vísu keypti Kjartan Gunnarsson en það er aukaatriði.

Ef að Hannes er ekki veruleikafirrtur eins og Fribbi (sem ég efa að hann sé nema kannski að hluta) gerir hann sér eflaust grein fyrir því eins og ég og flestir aðrir að þessi auglýsing er skelfileg og honum ekki til uppdráttar. Enda var auglýsingin og söfnunin ekki borin undir Hannes. Eins og Helga Vala segir, hver þarf óvini þegar maður á svona vini? Mér þykir líka afar merkilegt að heyra ný frjálshyggjufasista eins og Fribba tala fyrir samhjálp og aðstoð við náungann, sem samræmist engan veginn þeim hugsjónum sem hann talar fyrir. En þegar að þeir lenda sjálfir í vanda, þá horfir málið allt öðruvísi, er eflaust ekki sambærilegt ef að þú spyrð þá kumpána.

Í ljósi þessara atburða þykir mér viðeigandi að endurbirta örsögu sem ég samdi síðasta vetur:

Eftirfarandi frásögn er lauslega byggð á sannsögulegum atburðum

Ég rakst á Hannes Hólmstein í Nýja-Garði í gær. Það vakti reyndar athygli mína að hausinn á Friðbirni Orra var hvergi sjáanlegur en hann er jafnan fastur við rassinn á Hannesi. En hvað um það. Ég heilsaði Hannesi, akademískum starfsbróður mínum, og hann heilsaði mér og spurði mig frétta, og af hverju ég væri staddur í Nýja-Garði.
„Oh ég er bara að sækja nokkur verkefni” segi ég vinalega.
„Núnú, hvernig verkefni?”
„Æj bara í aðferðafræði, hvernig á að fara með heimildir og tilvitnanir og fleira í þeim dúr svo að sómi sé að. Þú hefur ekki íhugað að taka svona kúrs sjálfur við tækifæri?”
Hannes varð stjarfur af bræði og orðlaus. Síðan sló hann mig þéttingsföstum kinnhesti og öskraði svo: „Hvernig dirfistu!!!”
En ég sýndi engin viðbrögð og horfði áfram á hann með sakandi augnaráði, og Hannes vissi uppá sig sökina. Hann limpaðist niður í næsta stól og brast í grát.
„Svona svona Nesi minn!” sagði ég við Hannes og klappaði honum á öxlina. Rétti honum svo vasaklútinn minn og sagði honum að þerra tárin.
„En hefuru þér ekkert til málsbóta?” sagði ég meðan Hannes snýtti sér.
„Jú, ég lofa að gera þetta aldrei aftur!”
„Ha?”
„Ég lofa, að gera þetta aldrei aftur”
„Já þú verður þá að lofa því!” sagði ég höstugur.
Við það búið kláraði Hannes að þerra tárin og saug uppí nefið. Vonandi hafði hann lært sína lexíu. Við kvöddumst og Hannes hélt glaður útí kuldann. Svei mér þá ef hann valhoppaði ekki.

Það broslega við þessa örsögu er sú staðreynd að endirinn á henni er óbeint stolinn frá Radíusbræðrum. Ég biðst því forláts ef að Davíð Þór og Steinn Ármann erfa þetta við mig, og bið þá um að lögsækja mig ekki. Ég er því í rauninni alveg jafn mikill óþokki og Hannes, en til að bæta fyrir gjörðir mínar lýsi ég því hér með yfir að ég muni deila öllum hugsanlegum höfundarlaunum sem munu hljótast af þessari sögu með Radíusbræðrunum. Hluti þeirra mun einnig renna til Háskóla Íslands, svo að hægt verði að ráða hæfa kennara í framtíðinni.

Auglýsingar

0 Responses to “Aumingja Hannes Hólmsteinn!”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: