DV að gera gott mót, eins og fyrri daginn

Alltof oft heyrir maður fólk tala um að DV séu slakir í að vinna heimavinnuna sína. Nýjasta dæmið sem ég man eftir er þetta hér. Það sem ég rak augun í í dag er þó ekki nærri eins alvarlegt, en engu að síður mjög klaufalegt og fljótfærnislegt. Í blaðinu í dag er draumagyðja unglingsára minna, Pamela Anderson, kynnt sem „sænska kynbomban Pamela Anderson“. Ekki veit ég á hvaða dufti þessi ágæti blaðamaður hefur verið, en síðast þegar ég vissi var Pamela fædd í Kanada og svo sannarlega ekki í Svíþjóð. Það eru smáatriði eins og þessi sem skemma fyrir heildarmyndinni hjá hinu ágæta blaði DV. Ef að menn þekkja ekki Pamelu í þaula, hvernig ætlast þeir þá til að maður trúi því að þeir viti eitthvað um heimsmálin og önnur málefni líðandi stundar?

Auglýsingar

3 Responses to “DV að gera gott mót, eins og fyrri daginn”


  1. 1 sbsiceland apríl 9, 2008 kl. 1:03 e.h.

    Þú verður að passa þig! Þeir gerðu smá pistil um mig í gær og þeir náðu að ljúga tvennu upp á mig.

  2. 2 Geirármann apríl 10, 2008 kl. 12:22 e.h.

    ég veit ekki siggeir… persónulega er mér nákvæmlega sama hvort pamela komi frá kanada eða kína…. það er eitthvað sem kveikir ekki áhuga minn á henni…. Annars er þetta sorpblað sem ég nenni engan veginn að skoða… nema þegar ég veit af myndum af pamelu í því….

  3. 3 siggeir apríl 10, 2008 kl. 2:01 e.h.

    Allir sem vita eitthvað um Pamelu vita hvaðan hún kemur!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: