Charlton Heston 1923-2008

Hinn mikli leikari Charlton Heston er fallinn frá í hárri elli, 85 ára að verða. Fjölskylda hans vill ekki gefa upp dánarorsök í smáatriðum en það er nú svo sem ekkert óeðlilegt við það að rúmlega áttræður alzheimers sjúklingur hrökkvi uppaf.

Heston var svo sannarlega einn af stærstu leikurum síðustu aldar og vann sennilega sinn stærsta leiklistarsigur í Ben Hur 1959 þar sem hann hlaut Óskarinn að launum fyrir frammistöðu sína. Áður hafði hann skapað sér nafn fyrir túlkun sína á Móses í Boðorðunum Tíu, og einhvern veginn tengir maður Heston oft ósjálfrátt við stórar og glæsilegar sögulegar kvikmyndir. Heston lék einnig í upprunalegu Apaplánetunni, löngu áður en nokkur vissi hver Mark Wallberg er. Heston var bæði hávaxinn og vöðvastæltur og með mjög sterka og áberandi viðveru með sinn stóra og meitlaða kjálka.

Flestir munu eflaust minnast Hestons sem mikils leikara en þó er hætt við að einhverjir af yngri kynslóðinni muni ekki eftir myndunum hans og aðeins eftir þeirri hörðu atlögu sem Michael Moore gerði að honum í Bowling for Columbine, en Heston var forseti NRA frá 1998 til 2003. Moore dró þar upp ansi kaldhranalega, og eflaust ekki sanngjarna, mynd af Heston, sem þá var eflaust farinn að þjást af elliglöpum.

Mér þótti Heston alltaf frekar mikill töffari, þó svo að frægðarsól hans hafi vissulega risið sem hæst löngu fyrir mína tíð. Þrátt fyrir marga stóra sigra og stór afrek á ferlinum verður þó alltaf eitt atriði með honum sem mun alltaf standa mér næst. Árið 1993 tók kallin að sér pínulítið cameo hlutverk í Wayne’s World 2 þar sem hann leikur góða leikarann sem leysir lélegan leikara af hólmi í einu atriði. Heston mætir á svæðið, er eins og kóngur í ríki sínu og rúllar hlutverkinu upp. Enginn vafi að þarna er á ferðinni svalasta cameo sögunnar. Þetta atriði súmmerar líka svo vel upp Wayne’s World 2 myndinni, hún er bara of svöl og of fullkomin í alla staði. Hér er atriði, njótið vel

Auglýsingar

2 Responses to “Charlton Heston 1923-2008”


  1. 1 soffía snædís apríl 11, 2008 kl. 5:02 e.h.

    Bíddu, var hann ekki líka í cameo hlutverki í Friends? Þegar Joey stelst til að nota sturtuna hans og hann segir að allir leikarar stínki einhvern tíman?

  2. 2 siggeir apríl 11, 2008 kl. 5:34 e.h.

    Haha jú, ég var búinn að gleyma því. Hann var algjör meistari sá gamli.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: