Hæðin

Hvað ætli Páli Magnússyni hafa fundist um þá ákvörðun Þórhalls að fjalla um þáttinn Hæðina í Kastljósi í kvöld? Þarna var nú bara á ferðinni hrein og klár auglýsing fyrir þeirra helsta samkeppnisaðila, Stöð 2.

Annars verð ég að lýsa yfir vonbrigðum með þennan blessaða þátt. Þegar auglýst var eftir þátttakendum var eitt af skilyrðum það að maður væri handlaginn. Ég skil nú ekki til hvers vegna það var sett sem skilyrði. Íbúðirnar eru nýjar og öll vinnan er unnin af iðnaðarmönnum og því er þátturinn í rauninni ekkert nema þáttur um innanhúshönnun, sem skorar álíka hátt á mínu áhugasviði og ristilkrabbamein. Upprunalegi þátturinn, The Block, hafði a.m.k. smá fútt. Þar fengu þátttakendur gamlar íbúðir í niðurníðslu í hendur og þurftu svo að gera ALLT sjálf. Auðvitað mátti kalla til iðnaðarmenn en þá þurftiru að gera það sjálfur (og við vitum öll hvað það er erfitt að fá þá til að mæta á umsömdum tíma) og kostnaðurinn bókaðist á þig.

Þannig að já, Hæðin er ekkert nema vönuð útgáfa af The Block, sem lítið er varið í. Fær falleinkunn í mínum bókum. Finnst samt besti hlutinn af þættinum þegar þeir sýna fyrir og eftir myndirnar, því það er nákvæmlega ekkert að sýna á fyrir myndunum, bara fokhelt herbergi og búið, og eins í öllum íbúðum. BORING.

Auglýsingar

2 Responses to “Hæðin”


  1. 1 Gunnar Ingi apríl 24, 2008 kl. 1:44 f.h.

    Hefurðu séð þessa þætti ? því þú minnist ekkert á þarna gay parið í þáttunum sem er ógeðfelt.

  2. 2 siggeir apríl 24, 2008 kl. 3:25 e.h.

    Jú það er alveg rétt hjá þér Gunnar, samkynhneigð er ógeðsleg og ætti ekki að þurfa að birtast okkur í sjónvarpinu þegar saklaus og óhörðnuð börn geta verið að horfa.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: