Lögreglan sýnir klærnar

Mikið er ég ánægður að lögreglan á Íslandi sýndi loksins að hún er með pung og gerði það sem ég borga fyrir með skattpeningunum mínum. Það er til lítils að borga endalaust undir lögguna ef þeir ætla svo bara að eyða öllu púðrinu í pissandi fyllibyttur í miðbænum en sitja hjá aðgerðarlausir á meðan óhefðlaðir barbarar vaða uppi með skrílslæti óáreittir. Það var kominn tími til að sýna þessum „friðsömu“ mótmælendum hvar Davíð keypti ölið.

Ég verð nú að játa að mér brá eilítið þegar ég sá að óeirðalögreglan var mætt á svæðið, grá fyrir járnum. Mér brá reyndar mest því ég vissi ekki einu sinni að við ættum svona öfluga sveit, en mér brá líka því ég hélt að þarna væri örlítið overkill í gangi. En það er víst lögreglunnar að meta hvernig best sé að bregðast við ástandi sem þessu hverju sinni, og ef að þeir ákveða að það þurfi að kalla út óeirðasveit, þá verða menn bara að gjöra svo vel að halda sig á mottunni.

Allt tal um valdníðslu lögreglunnar á ekki við í þessu máli. Ef að lögreglan biður þig um að færa þig af Þjóðvegi eitt þar sem þú ert að teppa umferð þá færiru þig og ekkert múður. Ef þú hefur eitthvað við það að athuga geturu komið kvörtunum þínum á framfæri seinna, þegar þú ert búinn að færa þig. Sumir tregir mótmælendur virðast hins vegar líta á það sem einhverskonar ögrun ef að lögreglan beitir þeim tólum sem hún hefur yfir að ráða, og þess vegna sé það besti kosturinn að hjóla í þá. Lögreglan fær alla mína samúð að þurfa að fást við svona bjána. Mótmæli eru ekki friðsöm ef veist er að lögreglu. Hvað sem hver segir um valdníðslu og óþarfa hörku af hálfu lögreglu þá þarf jú alltaf tvo í tangó.

Fyrir mitt leyti þá er ég fyrir löngu kominn með alveg upp í kok á þessum helvítis mótmælendum og þeir fá enga samúð frá mér. Þeir brjóta lög trekk í trekk en spila sig svo sem fórnarlömbin í þessu máli. Það varðar við lög að raska umferðaröryggi og það gera þessir menn sig seka um aftur og aftur. Bíðum bara og sjáum hver verður fórnarlambið þegar einhver deyr vegna þess að öll umferð var stopp og sjúkrabíllinn sem átti að flytja þann aðila á sjúkrahús kemst ekki leiðar sinnar.

Margir tala um frelsissviptingu í þessu samhengi, sem sé að vörubílstjórarnir séu að halda mönnum í gíslingu með þessum lokunum sínum. Aðrir blása á slíkar fullyrðingar og segja að „þó að þú sért 15 mínútum lengur heim úr vinnunni þá er ekki verið að svipta þig frelsinu.“ Er það þá sem sagt tímalengdin sem skiptir máli þegar menn eru sviptir frelsinu? Er allt í lagi að loka menn í fangelsi svo fremi sem það telur ekki meira en X marga klukkutíma? Er það bara töf en ekki frelsissvipting? Ég veit það a.m.k. að ég var alveg brjálaður þegar ég sat fastur í hálfa klukkustund í Garðabæ og var klukkutíma á leiðinni heim í stað hálftíma. Ef að ég hefði verið með Emilíu grenjandi í aftursætinu hefði ég sennilega púllað Michael Douglas á þetta í Falling Down.

Að lokum, þá vil ég ekki að neinn misskilji það sem ég er að segja. Ég hef svo sem ekkert á móti þessum mótmælum. Mér finnst bensínverð vissulega svívirðilega hátt. Ég kæri mig hins vegar ekki um að þessi mótmæli bitni á mér, né öðrum sem hafa ekkert með þetta blessaða bensínverð að gera. Það lækkar lítið bensínverðið að ég mæti of seint í vinnuna, eða einhver missi af flugi, læknir komist ekki í aðgerð og þar fram eftir götunum. Það eina sem það gerir er að vekja gremju hjá mér og flestum öðrum.

Ég held að það væri ráð að fara og leggja bílnum sínum fyrir framan innkeyrslurnar hjá þessum bílstjórum, og leyfa þeim aðeins að smakka á eigin meðali. Reyndar held ég að það skipti kannski litlu að svo komnu máli þar sem þeir eru flestir ekki að flýta sér neitt, það er nefnilega búið að reka þá.

Af gefnu tilefni ákvað ég að birta þessa færslu líka á hinu mjög svo óvirka Moggabloggi mínu.

Auglýsingar

5 Responses to “Lögreglan sýnir klærnar”


 1. 1 Almar apríl 24, 2008 kl. 12:01 e.h.

  Það er svo fyndið hvað fólk er ósammála um þetta. Mér finnst löggan hafa kannski gengið of langt, og þeir voru greinilega búnir að ákveða þetta áður en þeir mættu á staðinn, einn þeirra sagði í viðtali áður en allt byrjaði „bíddu bara og sjáðu á eftir .. uh ef þörf krefur“ bætti hann svo við í lokin. En þessir vörubílar eru að eyðileggja vegina okkar og eiga ekki að fá krónu í afslátt af olíugjöldum, borga bara meira ef eitthvað er. Og afhverju hækka þeir ekki bara gjaldskránna sína? Svo vill ég ekki heldur þurfa að mæta þreyttum bílstjóra sem hefur ekki hvílt sig 🙂

  Flottur gaurinn þarna í löggunni í sjónvarpinu með piparúðann öskrandi “ GAS! GAS! GAS! GAS! GAS! GAS! “ 🙂

 2. 2 Gunnar Ingi apríl 24, 2008 kl. 9:22 e.h.

  Þetta eru ekkert annað en glæpa menn kíktu á bensín verðið annarstaðar í evrópu það er hærra veit ég í frakklandi og á spáni. Finnst þeir ættu bara frekar að mótmæla þessari krónu með því að borga með evrum út í búð. Annars er þessi lögga sem var í vidoeinu nýja hetjan mín !!!!
  Bróðir GAZ-Man

  GAS GAS GAS GAS GAS GAS !!!!!!!!!!!!!!

 3. 3 soffía snædís apríl 24, 2008 kl. 10:43 e.h.

  Heyr heyr!

  Ég legg til að PBA (park behind assholes) verði endurvakið og íslendingar sameinist um að sjá til þess að flutningabílstjórarnir og þeirra fjölskyldur komist ekkert á bílum frá heimilum sínum næstu mánuðina! Skiptumst bara á að leggja fyrir aftan þá og skilja bílana okkar eftir þannig.

  Já og gas gaurinn var svo sannarlega að standa sig, greinilegt að honum finnst gaman í vinnunni 😉

  Líka, Siggeir er krúttulingurinn minn.

 4. 4 siggeir apríl 24, 2008 kl. 11:09 e.h.

  Og Soffía er kjánalingur! 🙂

 5. 5 krazny apríl 26, 2008 kl. 12:24 f.h.

  Flestir sem ég hef heyrt í sem telja lögreglu hafa gengið of langt í aðgerðum sínum mynduðu sér þá skoðun áður en þeir voru með atburðarásina á hreinu. Sú skoðun virðist líka lituð af einhverri reynslu viðkomandi af einstökum lögregluþjónum.

  Það er alveg klárt mál að vörubílsstjórar ætluðu sér að vera með læti og beita ofbeldi, hversu mikil alvara þeim var með að nota wd-40 og startsprey má liggja á milli hluta en það sést klárlega á myndböndum af atburðinum að það voru þeir sem hleyptu ástandinu í bál og brand.

  Það væri reyndar einfaldara að hleypa bara úr dekkjunum hjá þeim en að endurvekja PBA


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: