Já en hann byrjaði!

Þó svo að pósturinn í gær hafi verið í lengri kantinum þá er ýmsu við hann að bæta. Í raun var hann ekki nema rétt svo toppurinn á ísjakanum. Mig langar rosalega að tala meira um mótmælin sem slík, hversu heimskuleg þau eru og hvernig þau missa algjörlega marks. En það skiptir engu máli hvað ég skrifa, allt sem segja þarf hefur þegar verið ritað, af Pétri Gunnarssyni og er pistil hans að finna hér. Þessi pistill er eins og skrifaður beint frá mínu hjarta og hvet ég alla til að lesa hann. Það er nefnilega alltaf að koma betur og betur í ljós að eldsneytið er óttalegt aukaatrið í þessum mótmælum og því verð ég alltaf jafn pirraður þegar Sturla Jónsson veður uppi og segir að þjóðin sé á bakvið hann. Hvílík endemis vitleysa, það virðast ekki einu sinni allir bílstjórar vera á bakvið hann!

Sturla var spurður í gær hvort að eining væri í þeirra hópi um aðgerðirnar. Sturla hvað svo vera en það er þá spurning hvernig maður skilgreinir þennan hóp sem fylkir sér á bakvið Sturlu. Það eru nefnilega margir bílstjórar sem eru orðnir þreyttir á þessari vitleysu og vilja bara vinnuna sína. Hér að neðan er myndband af einum slíkum bílstjóra sem var að reyna að vinna vinnuna sína í gær þegar einhver ætlaði að sýna samhug í verki og blokkeraði hjáleiðina framhjá OIís. Myndbandið talar sínu máli.

Sturla er auðvitað heill kapítuli útaf fyrir sig. Verri talsmann er sennilega ekki hægt að hugsa sér. Vanhæfur leiðtogi og í raun ekkert nema eiginhagsmunaseggur. Gasprari eins og hann var einhversstaðar kallaður. Pétur Tyrfingsson bloggar snilldarlega um Sturlu og vanhæfni hans hér. Niðurlagið er sérstaklega gott, Sturla ætti að biðja Pétur um leyfi til að fara með þessa ræðu næst þegar hann ætlar sér einhverjar gloríur.

Talandi um samstöðu í hópi bílstjóra, þá langar mig að lokum að minnast aðeins á atvikið sem kom uppá í dag, þar sem lögreglumaður var kýldur kaldur af bílstjóra. Auðvitað breytti Stulli vinur minn því í einhvern sirkus þegar hann sagðist ekkert kannast við sökudólginn, en svo kom uppúr krafsinu að um var að ræða mann sem hefur hingað til komið fram sem einn af talsmönnum bílstjóra. Ekki nóg með að hann sé talsmaður þeirra, heldur einnig ágætis kunningi Sturlu og hafa þeir komið fram saman oftar en einu sinni (hann er þarna lengst til hægri á myndinni, og Sturla fyrir miðju). Ef að Sturla og þessi maður, Ágúst Fylkisson, eru þeir skárstu sem bílstjórar hafa úr að velja sem talsmenn þá er nú ekki um auðugan garð að gresja í mannauði hjá þeim blessuðum. Þetta atvik rýrir óneitanlega bæði málstað og trúverðuleika bílstjóranna.

Myndband af atvikinu er að finna hér. Ég skil ekki alveg hvað þessum manni gekk til. Lögreglan var að fara að afhenda bílana og þá fær hann allt í einu þá frábæru hugmynd að kýla lögreglumann. Horfið á þetta með hljóði og takið eftir því hvað hann segir við lögregluna, eitthvað á þessa leið: „Heyrðu ég er að tala, hvað er þetta kærastinn þinn *kjúklingahljóð*“ Hvað í andskotanum var maðurinn að pæla? Var hann að leita að slagsmálum og veseni? Bitur eftir gærdaginn ef til vill? Sennilega svarar lögreglumaðurinn honum einhverju sem fer svona fyrir brjóstið á Ágústi að hann telur besta kostinn í stöðunni að verja heiður sinn. Eða já… mér er þetta með öllu óskiljanlegt. En svo er það rúsínan í pylsuendanum – af hverju í fjandanum fer einhver fábjáni að klappa? Fyrir hverju í andskotanum var hann að klappa? „Já! Kúkum á kerfið! Fuck the police!“ Kannski var það það sem hann hugsaði, ég hreinlega veit það ekki, svei mér þá!

Auglýsingar

3 Responses to “Já en hann byrjaði!”


 1. 1 - apríl 25, 2008 kl. 3:31 e.h.

  það sem meira er þá átti þessi maður að mæta í héraðsdóm í morgun til að sækja bótamál gegn VÍS og Samskipum – þannig að þetta er alsherjarsnillingur.

 2. 2 Aníka apríl 28, 2008 kl. 11:40 e.h.

  ég skil ég þessa hegðun? kannski við þurfum að breyta meiraprófsnámskeiðinu eitthvað og bæta við nokkrum áföngum? væri ágætt að byrja á mannleg samskipti 101 (MAS101).. þeim veitir ekki af því að komast á eitt stykki svoleiðis námskeið, margir hverjir..

  annars er ég hætt að nenna að fylgjast með þessu rugli..

 3. 3 Siggeir apríl 29, 2008 kl. 2:20 e.h.

  Haha! Breyta meiraprófsnámskeiðinu, þetta er held ég besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: