Sarpur fyrir maí, 2008

Frétt aldarinnar?

Ef að þetta er alvöru úrklippa og sönn saga þá er hér klárlega um fyndnustu frétt aldarinnar að ræða. What are the odds?

Auglýsingar

Af lestri

Ég geri alltof lítið af því að lesa bækur. Ég er alltaf að segja við sjálfan mig að ég verði nú að fara að lesa þessa og hina bókina, og það er fullt af bókum sem mig langar að lesa en hef bara ekki fundið tíma til þess. Ég hef samt aðeins tekið mig á á nýju ári, las t.a.m. loksins Skipið eftir Stefán Máni um daginn, en ég fékk hana í jólagjöf 2006! Hörku spennandi bók sem endaði svolítið öðruvísi, var að fíla það. Ákvað að rifja upp kynni mín af Stefáni Mána og las aftur Myrkravélina, og ég er ekki frá því að Stefán Máni sé einn af mínum uppáhalds samtímahöfundum.

Í gær lauk ég hins vegar við bókina Góðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð. Ég rakst á hana í bókahillunni heima hjá Sigríði þegar mér leiddist þar á miðvikudaginn og datt strax alveg á bólakaf niðrí hana. Gat varla slitið mig frá henni og afgreiddi hana því í þremur rykkjum. Á baksíðunni segir: „Ungur Reykvíkingur sem sjaldan hefur komið út fyrir borgarmörkin ákveður um hávetur að beina lífi sínu á nýjar brautir; kveðja Kaffibarinn, kaupa Lapplanderjeppa og halda í tveggja mánaða hringferð um Ísland þar sem jeppinn er bústaður hans. En þessi ferð í vetrarmyrkri um viðsjárverðar heiðar í leit að Íslandi verður jafnframt leit Íslendingsins að sjálfum sér. Hógvær og ísmeygileg gamansemi gera þessa ferðasögu um Ísland og íslenskan hugmyndaheim að hreinum skemmtilestri.“

Kannski er það bara óbilandi áhugi minn á landsbyggðinni og öllu sem henni tilheyrir sem gerði það að verkum að mér fannst bókin stórkostlegur skemmtilestur. En jafnvel þó svo að maður hafi takmarkaðan áhuga á landsbyggðinni þá hefur Huldar afar skemmtilegan stíl og er orðheppinn með afbrigðum. Svo er líka bara eitthvað svo brjálæðislega bilað við þessa hugmynd, að kaupa sér Lapplander og keyra hringinn um hávetur. En það væri samt ekki á færi hvers sem er að segja frá þessu ævintýri svo sómi væri að, en Huldari ferst það samt afar vel úr hendi. Mestu vonbrigðin voru samt hvað hann hraðspólaði yfir Austurland, svæðið þar sem ég eyddi lunganu úr síðasta sumri. Skemmtileg tilviljun að við gistum báðir á Hvammi á Höfn í Hornafirði.

Það voru samt enn meiri vonbrigði þegar ég komst að því að Huldar hefur bara skrifað eina bók í viðbót, ég var farinn að hlakka til að lesa fleiri bækur eftir hann. Bókin sem mig langar samt mest að lesa núna er þessi.

KISS!

Smá teaser, there is more to come:

Ég var að grilla

*Það er e.t.v. vert að taka það fram að ég á ekki þetta hrörlega grill, heldur móðir mín, en hún er búin að vinna lengi í að sannfæra pabba um að það sé kominn tími á að endurnýja!


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar