Hollendingar úr leik!

Ja hérna. Þetta Evrópumót heldur áfram að vera frábær skemmtun. Tyrkirnir náttúrulega búnir að vera fáránlegir, og hafa sýnt það tvisvar að það þýðir ekkert að gefast upp þó svo að maður sé undir því leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. En svo var það leikurinn í kvöld, Holland – Rússland, ja hérna hér!

Rússarnir hreinlega pökkuðu Hollendingum saman, yfirspiluðu þá gjörsamlega og hefðu í raun átt að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Hollendingum tókst að lauma inn einu marki rétt fyrir leikslok. Hollendingar sem rúlluðu upp „dauðariðlinum“ ógurlega mættu bara engan veginn tilbúnir í leikinn og voru teknir í kennslustund af Rússum. Ég sagði það reyndar þegar mótið var að byrja að Rússar yrðu spútnik lið þessa móts, og það virðist vera að rætast. Guus Hiddink er náttúrulega kraftaverkamaður þegar kemur að landsliðum, árangur hans með Ástralíu og S-Kóreu segir í raun allt sem segja þarf. Hann nær einhvern veginn að draga fram það langbesta í meðalliðum sem enginn hefur einhverjar væntingar til. Hann hefur samt aldrei náð að slá almennilega í gegn með stærri lið, spurning hvort það sé ekki farið að kitla hjá honum að reyna það aftur?

Spurning með hverjum maður á að halda núna, Hollendingar úr leik, sem og Portúgalar (sem ég tippaði víst á að færu alla leið).  Ég held ég verði bara að uppfæra spútnikliðs dóminn og segja að Rússar taki þetta. Ef þeir spila eins og í kvöld þá held ég að það séu nú bara ágætis líkur á því!

Auglýsingar

0 Responses to “Hollendingar úr leik!”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: