Euro shopper kóla, nammi namm! NOT

Þegar ég var að versla í Bónus um daginn rak ég augun í nýja vöru sem mér þótti frekar spennandi að prufa, nánar tiltekið Euro Shopper Cola. Dr. Gunni hafði rakkað drykkinn niður í svaðið á gosdrykkjusíðu sinni en velti í leiðinni upp þeirri tilgátu hvort að Bónus Kóla og Euro Shopper Cola væru eitthvað líkir:

Mig rekur ekki minni til að hafa smakkað Bónuskóla svo ég get ekki gert samanburð. Ætli einhver sakni Bónuskóla?

Ég man nefnilega alveg eftir Bónus Kóla (og reyndar líka Bónus Appelsíni) og ég man að mér fannst það bara fínt. (Samt er kannski minningin betri en hið raunverulega bragð, og ég efast stórlega um að ég myndi velja Bónus Kóla fram yfir Kóka Kóla í dag.) En aftur að Euro shopper snilldinni. Guð minn góður, hvílíkur og annars eins viðbjóður sem þessi drykkur er! Gunnar Hjálmarsson var ekkert að ýkja þegar hann kallaði þetta ódrekkandi sorp, ég ímynda mér að einhvern veginn svona smakkist skólp sem hefur verið blandað með kolsýru. Fyrsti sopinn er allt í lagi, í svona eina sekúndu. Svo er bragðið bara alveg gjörsamlega off. Ég fékk mér tvo sopa af þessu, leyfði Vidda að smakka annan og svo hellti ég þessu. Ég keypti um leið appelsínudrykkinn frá Euro Shopper, enda hefur reynsla mín um víða veröld kennt mér að appelsínugosdrykkir eru oftast ágætir (nema þeir heiti Fanta eftir að uppskriftinni var breytt!) svo að ég var nú nokkuð vongóður um að sá drykkur yrði nú drekkanlegur. I was wrong.

Appelsínudrykkurinn er alveg jafn ógeðslegur, og eiginlega alveg eins á bragðið nema með smá appelsínukeim. Það er sama ógeðisbragðið af þeim báðum sem kallar fram hjá mér hroll bara við tilhugsunina. En hvað útskýrir þennan mikla viðbjóð? Jú svarið er einfalt um leið og maður skoðar innihaldið – sama og enginn sykur! Sætuefninsdrykkir eru allir ógeðslegir, en a.m.k. reyna menn að bæta upp fyrir sykurleysið með sætuefnum. Hjá Euro shopper ákváðu menn að fara þá leið að sleppa honum bara alveg. Útkoman var þessi vanskapnaður, ekki alvöru gosdrykkur en heldur ekki alvöru diet drykkur, bara eitthvað ógeð sem mun eflaust valda ófáum uppsölum á næstum árum. Hversu ógeðslegur ætli að Diet Kóla drykkurinn þeirra sé eiginlega?

Auglýsingar

0 Responses to “Euro shopper kóla, nammi namm! NOT”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: