Þjónustu vonbrigði

Í gegnum tíðina hef ég verslað mjög mikið við Tölvuvirkni. Hef keypt hjá þeim margar tölvur og íhluti, og einnig beint vinum og vandamönnum þangað til að versla, þá sérstaklega vegna þess hversu frábær þjónustan hefur alltaf verið hjá þeim. Þjónustan hjá þeim er persónuleg, áreiðanleg og líka hröð. Í þau fáu skipti sem ég hef þurft að setja eitthvað í viðgerð hjá þeim hef ég aldrei þurft að bíða lengur en í sólarhring eftir niðurstöðum. Verðin eru líka alltaf mjög sanngjörn og jafnvel þó svo að þau séu ekki alltaf þau lægstu í bransanum hef ég oft valið Tölvuvirkni fram yfir aðrar verslanir því ég veit að ég er líka að borga fyrir topp þjónustu. Alveg þangað til í gær.

Ég hef verið að leita að skjá fyrir gamla settið enda gamli skjárinn orðinn 10 ára gamall og kominn tími á að endurnýja. (Sá gamli er samt ennþá í fínu formi og gæti eflaust gengið í önnur 10, they don’t make them like they used to anymore). Ég hafði aðeins skoðað úrvalið á netinu og ákvað að skella mér á 20 tommu skjá hjá Tölvuvirkni sem var ekki alveg ódýrastur en það munaði svo litlu á honum og öðrum sambærilegum skjám að ég ákvað að taka þann skjá þar sem hann var jú í sölu hjá Tölvuvirkni. Skjárinn mátti ekki vera hærri en 40 cm svo ég hafði ekkert skoðað stærri skjái en þegar ég sá verðið á 22″ BenQ skjánum kitlaði það óneitanlega að láta splæsa í hann. Ég hringdi því í Tölvuvirkni til að fá upplýsingar um málin á skjánum. Samtalið var eitthvað á þessa leið:

Sölumaður: „Tölvuvirkni góðan dag
Ég: „Já góðan daginn. Ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér upp hæðina á 22 tommu BenQ skjánum sem þið eruð að selja?
Sölumaður: „Skjárinn? Hár, í sentimetrum þá?
Ég: „Já.
Smá þögn
Sölumaður: „Nei því miður, ég er bara ekki með hæðina á hreinu.
Ég: „Er þá ekki hægt að mæla hana snöggvast?
Aftur þögn í smá stund.
Sölumaður: „Nei eiginlega ekki.
Ég: „Ha? Er ekkert málband í húsinu eða?“ segi ég hálf hlæjandi.
Enn á ný þögn, nú óþarflega löng.
Sölumaður: „ég má bara ekki vera að því að mæla skjáinn, það er frekar mikil örtröð hérna í búðinni
Smá þögn því ég er svo undrandi yfir þessu öllu saman.
Ég: „Eeeehhh allt í lagi, bless.

HA?!? Mátti hann ekki vera að því að mæla skjáinn? Af hverju bauð hann mér ekki að A) hinkra á línunni eða B) hafa samband við mig aftur þegar hann mætti vera að því að mæla skjáinn. Langt síðan að ég hef orðið var við jafn litla þjónustulund og þarna. Eftir þetta samtal ákvað ég að slá á þráðinn til Tölvuteks, og þar mældi mjög almennilegur sölumaður fyrir mig þrjá skjái meðan ég hinkraði á línunni. Ég lét síðan taka frá 22 tommu Acer skjá sem var töluvert yfir því sem ég ætlaði að eyða, en þjónustan var bara svo góð hjá Tölvutek að ákvörðunin var mjög auðveld.

Síðustu ár hef ég svo gott sem verslað í blindni hjá Tölvuvirkni, og þó ég hafi gert verðsamanburði hef ég í 90% tilfella endað á að versla hjá Tölvuvirkni. Þó ég ætli alls ekki að hætta að versla þar eftir þetta, langt í frá, þá mun ég eftirleiðis ekki hika við að leita annað, þá sérstaklega til Tölvuteks, en þjónustan þar hefur enn sem komið er alltaf verið tipp topp.

Auglýsingar

1 Response to “Þjónustu vonbrigði”


  1. 1 Gunnar Ingi júlí 24, 2008 kl. 5:26 e.h.

    hann er 45 mm að dýpt og 96 að þveramáli ef mælt er frá radíus kjarna.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: