Enn af saurláti

Ástkær dóttir mín Emilía Snærós var búin að koma sér upp mjög fínni rútínu þegar kom að því að kúka. Hún kúkaði sem sagt orðið bara einu sinni á dag, strax í dögun þegar hún vaknaði. Þó það sé óneitanlega frekar leiðinleg leið til að byrja daginn að skipta á illa lyktandi kúkableyju þá er samt ágætt að ljúka því leiðinda skítverki einfaldlega af og þurfa svo ekki að hafa frekar áhyggjur af saurláti það sem eftir er dags, nema kannski þá manns eigin.

En nú eru breyttir tímar. Emilía er að breytast í litla kúkavél og er farin að kúka allt að þrisvar á dag! Sumir myndu kannski halda að þetta væri kostur, minna magn í hvert skipti og þannig væri álaginu í raun dreift jafnar yfir daginn. Raunveruleikinn er hins vegar algjör andstaða. Hvert skipti er alveg jafn erfitt og þetta eina var til að byrja með, og svo dreifist lyktin ekkert í þrennt, heldur mætti frekar segja að það sé búið að margfalda óþefinn með þremur!

Já það er fátt eins skemmtilegt og að skipta á kúkableyjum.

Bestu kveðjur,
heimavinnandi húsfaðirinn Siggeir.

Auglýsingar

0 Responses to “Enn af saurláti”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: