Síðasti bóndinn í dalnum

Á forsíðu Fréttablaðsins í gær er viðtal við Guðmund Ólafsson refabónda, en hann hefur núna síðasta eitt og hálft árið verið eina starfandi refabóndinn á landinu. Það er af sem áður var þegar loðdýrabú spruttu upp eins og gorkúlur um allt land og urðu 200 þegar mest var. Allir ætluðu að verða ríkir á loðdýrarækt en svo fór þetta allt saman meira og minna á hausinn. En Guðmundur er þó að minnsta kosti bjartsýnn, það færi þó aldrei svo að það færi að fjölga á ný í greininni? Nóg er til af húsnæði undir þennan búskap, svo mikið er víst.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að þetta sé hin einna sanna íslenska leið, allir að verða ríkir á einni nóttu, á því nákvæmlega sama. Ef að einn Íslendingur eygir minnstu gróðavon í nokkrum sköpuðum hlut þá er þess ekki langt að bíða að allir hinir 299.999 komi í humátt á eftir og ætli líka að græða.

Einu sinni ætluðu allir að rækta lax. Bara fyrir utan Grindavík voru a.m.k. þrjú laxeldi. Aðeins eitt þeirra er starfandi í dag, og það er í eigu Samherja og þar er ræktaður þorskur, ekki lax. Rétt eins og refabúskapurinn þá finnst manni óneitanlega eins og hafi verið farið full geist í framkvæmdir, en Íslendingar eru hvatvís þjóð sem hefur ekki tíma til að eyða í neitt hangs, hlutirnir verða að gerast strax í dag, og helst í gær.

Svo ætluðu allir að græða á DeCode. Ég þori að hengja mig uppá það að það þekkja allir í það minnsta einn aðila sem fjárfesti í DeCode á sínum tíma, og ég tel góðar líkur á því að þú þekkir líka einhvern sem tapaði aleigunni, í það minnsta ævisparnaðinum.

Svo þegar allir voru búnir að fara á hausinn í laxeldi, refaeldi og manneldi ætluðu allir að græða á því að kaupa banka. Það sér reyndar ekki alveg fyrir endann á þeim bisness, en mér sýnist á öllu að menn hafi kannski farið full hratt í fjárfestingarnar.

Eru hlutabréfaviðskipti í raun bara minnkabú 21. aldarinnar?

Auglýsingar

0 Responses to “Síðasti bóndinn í dalnum”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: