Sarpur fyrir ágúst, 2008

The Daily show á Stöð 2!

Eins og allir vita sem mig þekkja þá elska ég Stephen Colbert og The Colbert Report. Ég hef áður haft orð á því á þessari síðu hversu undarlegt mér þyki að engin íslensk stöð sé búinn að sjá sér leik á borði og taka þessa þætti til sýninga. Því tek ég þeim fréttum fagnandi að Stöð 2 hyggist taka The Daily show til sýninga, en fyrir þá sem ekki vita þá er Stephen Colbert runnin undan rifjum Daily show en upphaflega var Stephen Colbert eingöngu með innslög í The Daily show, en varð að lokum svo vinsæll að hann fékk sinn eigin þátt. Fyrst að John Stewart hefur náð að brjóta ísinn hér heima er aldrei að vita nema Colbert fylgi í kjölfarið.

Það fór nú ósköp lítið fyrir þessari frétt í Fréttablaðinu, rétt smá klausa, og ég finn ekkert um þetta á google svona í fljótu bragði. En ef eitthvað er að marka Fréttablaðið þá á aðeins að sýna þættina einu sinni í viku, sem er auðvitað fjarstæðukennt því eins og heitið ber með sér er þetta daglegur þáttur (eða svo gott sem, 4 sinnum á viku eins og flestir spjallþættir). Veit ekki alveg hvernig þeir ætla sér að útfæra þetta, hvort það verður maraþon vikulega, eða þeir velji bara þann þátt sem þeim fannst bestur þá vikuna? Hvað sem því líður þá er þetta skref í rétta átt. – Eftir smá upplýsingaöflun komst ég að þessu: „A weekly „Global Edition“ of The Daily Show has been created for overseas markets“ – svo að þetta er sennilega það sem Stöð 2 er að fara að sýna 🙂 (Langt síðan ég hef sett broskall í færslu!)

Fyrst ég er að tala um sjónvarpsþætti á annað borð þá verð ég að minnast á þættina The Moment of Truth. Í flestum tilfellum hata ég raunveruleikaþætti en þessi þáttur er bara of æðislegur. Hann er svo brútal að það nær ekki nokkurri átt. Og að fólk láti hafa sig útí þessa vitleysu? Það sem fólk gerir ekki fyrir peningana segi ég nú bara!

Auglýsingar

Olíufélögin kaupa pönk

Ég er kominn með snilldar markaðshugmynd fyrir olíufélögin svona í kjölfar þess að pönkið er dautt og allt það.

Hugmyndin er á þessa leið: Olíufélögin slá saman og kaupa lagið Ég læt ekki ríða mér í rassgat með stórhljómsveitinni Dys. Síðan breyta þeir textanum í Ég læt ríða mér í rassgat. Auglýsingin hefst svo á því að einhver er að dæla bensíni á bílinn sinn hágrátandi og lagið kemur á fullu blasti, hraðar klippingar og lagið dúndrast á fullu yfir allt. ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT! ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT! ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT! ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT! ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT! ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT! ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT! ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT! ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT! ÉG LÆT RÍÐA MÉR Í RASSGAT!

Svo slökknar skyndilega á laginu, skjárinn verður svartur og hvítir stafir birtast:

Þökkum viðskiptin, olíufélögin.

Teravika á Dominos

Núna er Gígavika á Dominos. Megavikuhugtakinu hefur verið kastað fyrir róða, enda á það augljóslega ekki lengur við því fólk tengir Megaviku við pizzur á þúsund kall, eða jafnvel 1090, en þá með hvítlauksolíu í kaupbæti (annað eins lúmskutilboð hefur ekki sést á Íslandi svo lengi sem elstu menn muna). Þar af leiðandi kom ekkert annað til greina hjá Dominos en að uppfæra Megavikuna í Gíga. Ef að ríkisstjórnin og Seðlabankinn fara ekki að koma einhverjum böndum á verðbólguna er eflaust ekki langt að bíða þess að við sjáum Teraviku á Dominos.

Við ættum samt ekki að kvarta, á Dominos í Zimbabwe er eflaust Googolplexvika.

Skýringin á bakvið bros Mónu Lísu

Já, hér er hún komin, nú getum við öll hætt að velta okkur uppúr því af hverju hún brosir svona sérkennilega:

Fleiri skemmtilegar sögulegar myndasögur í boði á http://www.basketcasecomix.com – try it, you just might enjoy it.

Ættleiðum afreksfólk í íþróttum!

Íslendingar sökka í fimleikum. Það er bara staðreynd sem við þurfum að sætta okkur við, eða hvað? Rót vandans liggur í tvennu, annars vegar smæð þjóðarinnar, þegar mengið telur varla nema rúma kvart milljón er erfitt að draga uppúr því marga afreksmenn, og hins vegar í þjálfunarmenningunni. Allir þjóðir sem hafa náð einhverjum árangri í fimleikum (og reyndar mörgum öðrum einstaklingsgreinum) eru nefnilega með þjálfunina á hreinu, og gera sér grein fyrir því að ef þú ætlar að ná árangri, þá verður einfaldlega að fórna veikustu einstaklingunum og reka alla áfram með harðri hendi. Frændur okkar í austri, Kínverjar, eru löngu búnir að átta sig á þessu. Kínverjar trúa því að börn þroskist ekki almennilega nema þau séu beitt ströngum aga og jafnvel handalögmálum. 2 ára eru börn sett í þjálfunarbúðir þar sem þau dveljast svo næstu 10-15 árin. 5 ára börn æfa þar lengur á dag heldur en íslensk börn æfa alla vikuna.  Og árangurinn lætur heldur ekki á sér standa og Ólympíugullin hrannast upp.

En ég er hræddur um að þessi aðferð muni seint ganga upp á Íslandi, til þess erum við einfaldlega of fá. Held að það sé ekki boðlegt að tæma leikskóla landsins og smala öllum í fimleikaæfingabúðir, svona uppá heildarmyndina í framtíðinni að gera. En hvað er þá til ráða? Í eina skiptið sem Íslendingur hefur náð eftirtektarverðum árangri í fimleikum á heimsmælikvarða var um innflytjenda að ræða, Rúnar Alexandersson sem á uppruna sinn að rekja til satanískra kommúnískra æfingabúða þar sem hann æfði eflaust undir vandarhöggum Nicolae Ceauşescu. Flestir Íslendingar eru þó eflaust á þeirri skoðun að æfingabúðir líkt og þær sem sáust í þættinum um Kína á Rúv í gær séu grimmdarlegar og ekki til eftirbreytni, en þær skila árangri. Þess vegna sting ég uppá að við förum bil beggja.

Kínverjar eru í dag um 1,4 milljarðar. Það þarf því engan stærðfræðisnilling til að sjá það út að meirihlutinn af þeim Kínverjum sem æfir fimleika kemst aldrei á Ólympíuleikana, og jafnvel ekki einu sinni í héraðslið, jafnvel þó svo að þær séu gríðarlega færir fimleikamenn, til þess er mengi Kínverja einfaldlega of stórt en mengi Ólympíufara of lítið. En hvað á þá að gera við affallið? Bíddu þykir það ekki afskaplega móðins að ættleiða börn frá Kína? Þarna er lausnin komin, við einfaldlega einblínum á þau börn sem hafa verið að æfa fimleika (ættleiðum bara aðeins eldri börn en við erum vön) og þá fáum við til landsins einstaklinga með gríðarlegan grunn í fimleikum sem einfaldlega bíða þess að keppa fyrir Íslands hönd og gera þjóð sína stolta.

Ég vænti þess að þessi áætlun mín fari þegar á fullt. Ef við ættleiðum 10 ára gömul börn í dag ættum við hæglega að geta unnið okkar fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum 2016, og jafnvel fleiri en ein. Djöfull verð ég stoltur þá.

Edit: Það er rétt að taka það fram að ég hyggst ekki sjálfur hrynda þessari áætlun í framkvæmd. Ég sá eingöngu um hugmyndavinnuna en ég hyggst gefa alla þá vinnu til hvers þess sem er tilbúinn að framkvæma. Eina borgunin sem ég þarf verður stoltið sem mun fylla hjarta mitt þegar Ásmundur JiYang eða Sigtryggur Li Ming mun landa fyrsta íslenska Ólympíugullinu.

Mark af dýrari gerðinni

Grétar Rafn skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í dag og það ekkert smá mark. Ég held að hér sé einfaldlega komið eitt af mörkum tímabilsins og verður það eflaust lengi í minnum haft:

Þetta glæsilega mark minnir óneitanlega á fyrsta og eina markið sem ég skoraði í opinberum knattspyrnuleik, en það var í leik Grindvíkur gegn sameinuðu liði Selfyssinga og Stokkseyringa á Stokkseyri (ef minnið svíkur mig ekki, bæði hvað varðar samsetningu liðs andstæðingana og vallarstaðsetninguna) í þriðja flokki, 7 manna liðum. Mönnum ber saman um að þetta hafi sennilega verið eitt af flottari mörkum sumarins, en reyndar átti það nú upphaflega að vera fyrirgjöf, og grunar mig að skotið hans Grétars hafi ekki verið svona gríðarlega hnitmiðað heldur lukkan einfaldlega verið með honum þegar hann smell hitti boltann svona líka rosalega.

Auðvitað kom þetta mark mitt á besta tíma, en þjálfarinn (Elli Magg) forfallaðist og varð því ekki vitni að ótrúlegum sóknarhæfileikum mínum og það sem eftir lifði knattspyrnuferils míns hélt ég uppteknum hætti fyrir framan mark andstæðingana, skjótandi í slár og stangir, eða bara himin hátt yfir eins og mér einum er lagið. Það breytir ekki því að þetta eina mark mitt mun lifa að eilífu í minningu þeirra sem sáu það, líkt og markið hans Grétars.

Af hverju er ég ekki í Bolton?

Bernie Mac

Grínistinn Bernie Mac lést á dögunum, aðeins fimmtugur að aldri blessaður kallinn. Það er alltaf sviplegt þegar fólk fellur frá langt fyrir aldur fram en þegar stjörnurnar gera það draga slík dauðsföll óhjákvæmilega að sér meiri athygli. Að deyja ungur gerir oft mikið fyrir ferilinn, sérstaklega ef maður er rísandi stjarna því þá liggur ekkert nema gott eftir mann, og af verkunum skulið þér dæma þá. Hver veit hvernig hefði farið fyrir ferlinum hjá stjörnum eins og James Dean, Jimi Hendrix, Janis Joplin og Jim Morrison (þó ég sé nú nokkuð viss um að þau þrjú síðastnefndu hefðu aldrei náð hárri elli) ef þau hefðu ekki geispað golunni jafn snemma og þau gerðu. Mér þætti fróðlegt að vita hversu hátt skrifaður Kurt Cobain væri ef hann hefði ekki verið drepinn svona ungur. En það er annar handleggur.

Það virðist vera sem svo að þegar hæfileikafólk hverfur á vit feðra sinna þá fyllumst við hin einhverri yfirnáttúrulegri lotningu og keppumst við að ausu hina látnu lofi. Oft standa hinar föllnu hetjur fyllilega undir þessu lofi og dauði þeirra er sannkallaður harmdauði hvernig sem á það er litið, sbr. Freddie Mercury, John Lennon, Prestley og Dimebag til að nefna nokkra. Svo eru sumir sem eru bara ekkert merkilegri pappír en hinn hefðbundi meðal Jón og mér þykir það oft jafnvel jaðra við hræsni hversu rækilega menn keppast við að játa ást sína á þessu fólki. Í þennan flokk falla t.d. hinir nýlátnu Aleksandr Solzhenitsyn og áðurnefndur Bernie Mac.

Bernie Mac var aldrei stórstjarna. Hann var vissulega ágætis uppistandari og hann lék lítil hlutverk í nokkrum myndum. Uppistöndin hans náðu hins vegar aldrei jafn háum hæðum eða til jafn breiðs hóp og uppistönd t.d. Richard Pryor, Eddie Murphy eða Chris Rock, svona bara til að nefna nokkra MUN betri grínista sem koma frá sama baklandi. Allir þessir menn hafa líka náð miklu lengra í kvikmyndum heldur en Bernie nokkurn tíman. Og ef einhver ætlar að segja: „Já en hvað með Bernie Mac show?“ þá segi ég bara nigga please. Þessir þættir voru hörmuleg afsökun fyrir sjónvarpsefni og alveg hreint ótrúlegt að þeir hafi gengið jafn lengi og raun bar vitni. Ég gaf þessum þáttum marga sénsa en mér stökk afar sjaldan bros á vör.

Moggabloggararnir fóru auðvitað hamförum þegar kallinn hrökk upp af og kepptust við að játa það hversu mikið þeir elskuðu hann og dáðu. Hér er tvö frábær dæmi:

Mér hefur alltaf fundist Bernie Mac einn af fyndnustu skemmtikröftunum sem hafa komið frá Ameríku.  Hann hafði góðan og skemmtilegan húmor.  Hvíli hann í friði.

Einn af fyndnustu skemmtikröftum sem hafa komið frá Ameríku? Það er aðeins ein leið til að halda þessu fram og það er ef að þú heldur að Bernie Mac, Carrot Top og Pauly Shore séu einu þrír skemmtikraftarnir frá Bandaríkjunum. Þá vinnur Bernie auðvitað yfirburða sigur.

Stebbifr var auðvitað með þrusu líkræðu. Hann gefur aldrei neitt eftir þegar einhver þekktur fellur frá, jafnvel þó svo að það sé löngu gleymdur og útbrunninn vísindakirkjunöttari eins og Isaac Hayes. En að Bernie:

Held að aðeins Eddie Murphy, Bill Cosby og Richard Pryor komist nálægt stöðu hans meðal þeldökkra grínista, hafi verið á pari við hann eða betri.

Bernie er ekki einu sinni að keppa í sömu deild og þessir meistarar.

Minning magnaðs grínista, eins þeirra bestu fyrr og síðar, mun lifa, þó hann hafi kvatt alltof snemma.

Eigum við ekki að róa okkur aðeins í overstatementunum? Bernie var sjálfskipaður konungur grínsins, náði engum frama þannig lagað í kvikmyndum (samanborið við t.d. Murphy og Pryor) og minning hans mun sennilega lifa mun skemur heldur en margra annarra frábærra grínista. Bernie kallinn var ágætur, en hann er var enginn meistari, og svo sannarlega ekki einn af þeim bestu. Megi hann hvíla í friði.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar