Bernie Mac

Grínistinn Bernie Mac lést á dögunum, aðeins fimmtugur að aldri blessaður kallinn. Það er alltaf sviplegt þegar fólk fellur frá langt fyrir aldur fram en þegar stjörnurnar gera það draga slík dauðsföll óhjákvæmilega að sér meiri athygli. Að deyja ungur gerir oft mikið fyrir ferilinn, sérstaklega ef maður er rísandi stjarna því þá liggur ekkert nema gott eftir mann, og af verkunum skulið þér dæma þá. Hver veit hvernig hefði farið fyrir ferlinum hjá stjörnum eins og James Dean, Jimi Hendrix, Janis Joplin og Jim Morrison (þó ég sé nú nokkuð viss um að þau þrjú síðastnefndu hefðu aldrei náð hárri elli) ef þau hefðu ekki geispað golunni jafn snemma og þau gerðu. Mér þætti fróðlegt að vita hversu hátt skrifaður Kurt Cobain væri ef hann hefði ekki verið drepinn svona ungur. En það er annar handleggur.

Það virðist vera sem svo að þegar hæfileikafólk hverfur á vit feðra sinna þá fyllumst við hin einhverri yfirnáttúrulegri lotningu og keppumst við að ausu hina látnu lofi. Oft standa hinar föllnu hetjur fyllilega undir þessu lofi og dauði þeirra er sannkallaður harmdauði hvernig sem á það er litið, sbr. Freddie Mercury, John Lennon, Prestley og Dimebag til að nefna nokkra. Svo eru sumir sem eru bara ekkert merkilegri pappír en hinn hefðbundi meðal Jón og mér þykir það oft jafnvel jaðra við hræsni hversu rækilega menn keppast við að játa ást sína á þessu fólki. Í þennan flokk falla t.d. hinir nýlátnu Aleksandr Solzhenitsyn og áðurnefndur Bernie Mac.

Bernie Mac var aldrei stórstjarna. Hann var vissulega ágætis uppistandari og hann lék lítil hlutverk í nokkrum myndum. Uppistöndin hans náðu hins vegar aldrei jafn háum hæðum eða til jafn breiðs hóp og uppistönd t.d. Richard Pryor, Eddie Murphy eða Chris Rock, svona bara til að nefna nokkra MUN betri grínista sem koma frá sama baklandi. Allir þessir menn hafa líka náð miklu lengra í kvikmyndum heldur en Bernie nokkurn tíman. Og ef einhver ætlar að segja: „Já en hvað með Bernie Mac show?“ þá segi ég bara nigga please. Þessir þættir voru hörmuleg afsökun fyrir sjónvarpsefni og alveg hreint ótrúlegt að þeir hafi gengið jafn lengi og raun bar vitni. Ég gaf þessum þáttum marga sénsa en mér stökk afar sjaldan bros á vör.

Moggabloggararnir fóru auðvitað hamförum þegar kallinn hrökk upp af og kepptust við að játa það hversu mikið þeir elskuðu hann og dáðu. Hér er tvö frábær dæmi:

Mér hefur alltaf fundist Bernie Mac einn af fyndnustu skemmtikröftunum sem hafa komið frá Ameríku.  Hann hafði góðan og skemmtilegan húmor.  Hvíli hann í friði.

Einn af fyndnustu skemmtikröftum sem hafa komið frá Ameríku? Það er aðeins ein leið til að halda þessu fram og það er ef að þú heldur að Bernie Mac, Carrot Top og Pauly Shore séu einu þrír skemmtikraftarnir frá Bandaríkjunum. Þá vinnur Bernie auðvitað yfirburða sigur.

Stebbifr var auðvitað með þrusu líkræðu. Hann gefur aldrei neitt eftir þegar einhver þekktur fellur frá, jafnvel þó svo að það sé löngu gleymdur og útbrunninn vísindakirkjunöttari eins og Isaac Hayes. En að Bernie:

Held að aðeins Eddie Murphy, Bill Cosby og Richard Pryor komist nálægt stöðu hans meðal þeldökkra grínista, hafi verið á pari við hann eða betri.

Bernie er ekki einu sinni að keppa í sömu deild og þessir meistarar.

Minning magnaðs grínista, eins þeirra bestu fyrr og síðar, mun lifa, þó hann hafi kvatt alltof snemma.

Eigum við ekki að róa okkur aðeins í overstatementunum? Bernie var sjálfskipaður konungur grínsins, náði engum frama þannig lagað í kvikmyndum (samanborið við t.d. Murphy og Pryor) og minning hans mun sennilega lifa mun skemur heldur en margra annarra frábærra grínista. Bernie kallinn var ágætur, en hann er var enginn meistari, og svo sannarlega ekki einn af þeim bestu. Megi hann hvíla í friði.

Auglýsingar

0 Responses to “Bernie Mac”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s




Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: