Mark af dýrari gerðinni

Grétar Rafn skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í dag og það ekkert smá mark. Ég held að hér sé einfaldlega komið eitt af mörkum tímabilsins og verður það eflaust lengi í minnum haft:

Þetta glæsilega mark minnir óneitanlega á fyrsta og eina markið sem ég skoraði í opinberum knattspyrnuleik, en það var í leik Grindvíkur gegn sameinuðu liði Selfyssinga og Stokkseyringa á Stokkseyri (ef minnið svíkur mig ekki, bæði hvað varðar samsetningu liðs andstæðingana og vallarstaðsetninguna) í þriðja flokki, 7 manna liðum. Mönnum ber saman um að þetta hafi sennilega verið eitt af flottari mörkum sumarins, en reyndar átti það nú upphaflega að vera fyrirgjöf, og grunar mig að skotið hans Grétars hafi ekki verið svona gríðarlega hnitmiðað heldur lukkan einfaldlega verið með honum þegar hann smell hitti boltann svona líka rosalega.

Auðvitað kom þetta mark mitt á besta tíma, en þjálfarinn (Elli Magg) forfallaðist og varð því ekki vitni að ótrúlegum sóknarhæfileikum mínum og það sem eftir lifði knattspyrnuferils míns hélt ég uppteknum hætti fyrir framan mark andstæðingana, skjótandi í slár og stangir, eða bara himin hátt yfir eins og mér einum er lagið. Það breytir ekki því að þetta eina mark mitt mun lifa að eilífu í minningu þeirra sem sáu það, líkt og markið hans Grétars.

Af hverju er ég ekki í Bolton?

Auglýsingar

0 Responses to “Mark af dýrari gerðinni”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: