Ættleiðum afreksfólk í íþróttum!

Íslendingar sökka í fimleikum. Það er bara staðreynd sem við þurfum að sætta okkur við, eða hvað? Rót vandans liggur í tvennu, annars vegar smæð þjóðarinnar, þegar mengið telur varla nema rúma kvart milljón er erfitt að draga uppúr því marga afreksmenn, og hins vegar í þjálfunarmenningunni. Allir þjóðir sem hafa náð einhverjum árangri í fimleikum (og reyndar mörgum öðrum einstaklingsgreinum) eru nefnilega með þjálfunina á hreinu, og gera sér grein fyrir því að ef þú ætlar að ná árangri, þá verður einfaldlega að fórna veikustu einstaklingunum og reka alla áfram með harðri hendi. Frændur okkar í austri, Kínverjar, eru löngu búnir að átta sig á þessu. Kínverjar trúa því að börn þroskist ekki almennilega nema þau séu beitt ströngum aga og jafnvel handalögmálum. 2 ára eru börn sett í þjálfunarbúðir þar sem þau dveljast svo næstu 10-15 árin. 5 ára börn æfa þar lengur á dag heldur en íslensk börn æfa alla vikuna.  Og árangurinn lætur heldur ekki á sér standa og Ólympíugullin hrannast upp.

En ég er hræddur um að þessi aðferð muni seint ganga upp á Íslandi, til þess erum við einfaldlega of fá. Held að það sé ekki boðlegt að tæma leikskóla landsins og smala öllum í fimleikaæfingabúðir, svona uppá heildarmyndina í framtíðinni að gera. En hvað er þá til ráða? Í eina skiptið sem Íslendingur hefur náð eftirtektarverðum árangri í fimleikum á heimsmælikvarða var um innflytjenda að ræða, Rúnar Alexandersson sem á uppruna sinn að rekja til satanískra kommúnískra æfingabúða þar sem hann æfði eflaust undir vandarhöggum Nicolae Ceauşescu. Flestir Íslendingar eru þó eflaust á þeirri skoðun að æfingabúðir líkt og þær sem sáust í þættinum um Kína á Rúv í gær séu grimmdarlegar og ekki til eftirbreytni, en þær skila árangri. Þess vegna sting ég uppá að við förum bil beggja.

Kínverjar eru í dag um 1,4 milljarðar. Það þarf því engan stærðfræðisnilling til að sjá það út að meirihlutinn af þeim Kínverjum sem æfir fimleika kemst aldrei á Ólympíuleikana, og jafnvel ekki einu sinni í héraðslið, jafnvel þó svo að þær séu gríðarlega færir fimleikamenn, til þess er mengi Kínverja einfaldlega of stórt en mengi Ólympíufara of lítið. En hvað á þá að gera við affallið? Bíddu þykir það ekki afskaplega móðins að ættleiða börn frá Kína? Þarna er lausnin komin, við einfaldlega einblínum á þau börn sem hafa verið að æfa fimleika (ættleiðum bara aðeins eldri börn en við erum vön) og þá fáum við til landsins einstaklinga með gríðarlegan grunn í fimleikum sem einfaldlega bíða þess að keppa fyrir Íslands hönd og gera þjóð sína stolta.

Ég vænti þess að þessi áætlun mín fari þegar á fullt. Ef við ættleiðum 10 ára gömul börn í dag ættum við hæglega að geta unnið okkar fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum 2016, og jafnvel fleiri en ein. Djöfull verð ég stoltur þá.

Edit: Það er rétt að taka það fram að ég hyggst ekki sjálfur hrynda þessari áætlun í framkvæmd. Ég sá eingöngu um hugmyndavinnuna en ég hyggst gefa alla þá vinnu til hvers þess sem er tilbúinn að framkvæma. Eina borgunin sem ég þarf verður stoltið sem mun fylla hjarta mitt þegar Ásmundur JiYang eða Sigtryggur Li Ming mun landa fyrsta íslenska Ólympíugullinu.

Auglýsingar

0 Responses to “Ættleiðum afreksfólk í íþróttum!”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: