The Daily show á Stöð 2!

Eins og allir vita sem mig þekkja þá elska ég Stephen Colbert og The Colbert Report. Ég hef áður haft orð á því á þessari síðu hversu undarlegt mér þyki að engin íslensk stöð sé búinn að sjá sér leik á borði og taka þessa þætti til sýninga. Því tek ég þeim fréttum fagnandi að Stöð 2 hyggist taka The Daily show til sýninga, en fyrir þá sem ekki vita þá er Stephen Colbert runnin undan rifjum Daily show en upphaflega var Stephen Colbert eingöngu með innslög í The Daily show, en varð að lokum svo vinsæll að hann fékk sinn eigin þátt. Fyrst að John Stewart hefur náð að brjóta ísinn hér heima er aldrei að vita nema Colbert fylgi í kjölfarið.

Það fór nú ósköp lítið fyrir þessari frétt í Fréttablaðinu, rétt smá klausa, og ég finn ekkert um þetta á google svona í fljótu bragði. En ef eitthvað er að marka Fréttablaðið þá á aðeins að sýna þættina einu sinni í viku, sem er auðvitað fjarstæðukennt því eins og heitið ber með sér er þetta daglegur þáttur (eða svo gott sem, 4 sinnum á viku eins og flestir spjallþættir). Veit ekki alveg hvernig þeir ætla sér að útfæra þetta, hvort það verður maraþon vikulega, eða þeir velji bara þann þátt sem þeim fannst bestur þá vikuna? Hvað sem því líður þá er þetta skref í rétta átt. – Eftir smá upplýsingaöflun komst ég að þessu: „A weekly „Global Edition“ of The Daily Show has been created for overseas markets“ – svo að þetta er sennilega það sem Stöð 2 er að fara að sýna 🙂 (Langt síðan ég hef sett broskall í færslu!)

Fyrst ég er að tala um sjónvarpsþætti á annað borð þá verð ég að minnast á þættina The Moment of Truth. Í flestum tilfellum hata ég raunveruleikaþætti en þessi þáttur er bara of æðislegur. Hann er svo brútal að það nær ekki nokkurri átt. Og að fólk láti hafa sig útí þessa vitleysu? Það sem fólk gerir ekki fyrir peningana segi ég nú bara!

Auglýsingar

1 Response to “The Daily show á Stöð 2!”Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: