Sarpur fyrir september, 2008

Who’s fuckin’ Matt Damon?

Það er amk ekki Sarah Palin. Skemmtilegt viðtal og kostuleg samlíking við lélega Disney mynd. Kannski fáum við að sjá svona mynd á föstudagskvöldi á Rúv eftir nokkur ár.

Auglýsingar

Plötutíðindi

Það stefnir í gjöfult ár í plötuútgáfu þetta árið, a.m.k. frá mínum bæjardyrum séð. Lítum aðeins yfir farinn veg sem og veginn fram undan. Listinn er ekki í goggunarröð, heldur tímaröð eins langt og hún nær.

OffspringRise and fall, rage and grace (júní, keypt)

Ég hef verið mikill aðdáandi Offspring síðan Americana kom út. Þá datt ég gjörsamlega á bólakaf í þá, keypti allar gömlu plöturnar og hlustaði á í tætlur, enda mikil teen-angst í gangi í bland við pönkskotið rokk. Tilvalið fyrir ungan og reiðan mann eins og mig. Americana var stórkostlegt plata, sem og flest efnið sem á undan kom. Því beið ég með mikilli eftirvæntingu eftir næstu plötu, sem hlaut nafnið Conspiracy of one. Long story short þá var hún vonbrigði, meðalmennska út í gegn. Sama má segja um næstu plötu, Splinter, og því miður má segja það nákvæmlega sama um nýjustu afurðina, Risa and Fall, rage and grace. Nokkrir solid popprokk hittarar, en heilt yfir er platan í meðallagi og nær engu flugi.

Offspring eru sennilega í tónlistarlegri tilvistarkreppu, ég meina, hvernig ætlaru að semja pönk eins og þú samdir þegar þú varst fátækur unglingur þegar þú ert orðinn ríkur fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri?

Niðurstaða: Mikil meðalmennska hjá þeim og sár vonbrigði hjá mér.

WeezerRed Album (júní, download)

Líkt og með Offspring þá er ég nokkuð heitur aðdáandi Weezer en þó ekki til jafn langs tíma. Síðasta plata þeirra, Make belive var skelfileg, og því auðvelt að toppa hana. Þessi er óneitanlega skárri en samt ekkert spes. Hún er samt að fá fína dóma svo að kannski þarf ég að reyna að hlusta betur á hana. Gaman samt að sjá (á youtube) að gaurarnir virðast vera að skemmta sér, því að Rivers Cuomo er með alls konar issues, bæði varðandi tónsmíðar og eigið ágæti. Frábært að hann sé að vinna í sínum málum, óskandi að það skili sér í tónlistina næst.

Niðurstaða: Finnst hún ekki lofa góðu en ætla að gefa henni annan séns. Stefnir í vonbrigði.

Þá er í raun upptalið það sem ég er búinn að verða mér útum og búinn að hlusta á eitthvað meir en bút hér og þar. En það er margt í pípum, eða nýkomið úr þeim. Við skulum líta á málið.

Metallica – Death Magnetic (september, komin út)

Ahh, Metallica, hvað getur maður sagt? Ég datt seint inní Metallica en Metallica aðdáendur skiptast oftast í tvo hópa, fyrir og eftir Black Album. Ég er tvímænalaust í fyrri hópnum, þó svo að ég elski reyndar Garage Inc. plötuna, en hún kemur jú lagasmíðum Metallica svo sem ekkert við.

Væntingar mínar fyrir þessa plötu eru engar, enda St. Anger svo slæm að ég held að mér þyki skemmtilegra að fá tannrótarfyllingu en að hlusta á hana. Ég hef aðeins náð að hlusta á hana niðrí vinnu og ég verð að segja að hún lofar bara nokkuð góðu. Hún er engin Kill em all en hún er stórt framfaraskref frá St. Anger. Hetfield kallinn er orðinn rosalega ónýtur í röddinni sem skemmir rosalega fyrir.

Niðurstaða: Þó nokkur spenningur, og lagið All nightmare long lofar sérstaklega góðu. Gömlu kallarnir greinilega ekki alveg dauðir úr öllum æðum.

Kings of LeonOnly by the night (september, var að koma út)

Kings of Leon hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan 2005, þegar þeir náðu loks í gegn hjá mér. Björn Ívar hafði eitthvað reynt að ota þeim að mér fyrr en ég beit ekki á agnið fyrr en alltí einu ég datt inní þá af krafti áður umrætt haust. Fyrstu tveir diskarnir voru rosalega góðir, og ég spilaði þá báða í döðlur. Seinni var reyndar aðeins lengur að vaxa á mann en vann fljótt á eftir það. Þriðji olli mér ákveðnum vonbrigðum og ég hef ekki enn lært að meta hann. Þess vegna lækkuðu væntingar mínar nokkuð fyrir þennan en mér sýnist á því sem ég hef heyrt að það stefni í fanta góða plötu, og hún er að fá góða dóma. Held ég kaupi þennan fljótlega.

Niðurstaða: Spennan farin að magnast, fyrstu lög lofa góðu, verður eflaust keyptur í blindni.

Soulfly/Cavalera Conspiracy – Conquer/Inflikted (mars, júlí)

Ég á Soulfly margt að þakka, enda fyrsta alvöru þungarokksbandið sem ég hlustaði á, ásamt Slipknot (sem voru reyndar líka að gefa út plötu, sem maður ætti kannski að gefa einhvern gaum). Fyrsta platan var awesome, næsta var solid, en sú þriðja crap og eftir það hætti ég eiginlega að fylgjast með. Max hélt áfram að vera ofvirkur og dældi út plötum og sú fimmta, Dark Ages sem kom út 2004, náði loks athygli minni á ný. Þess vegna er ég alveg temmilega spenntur að heyra nýju plötuna, Conquer.

Svo er Max líka búinn að sættast við Igor bróðir sinn (úr Sepultura, vá hvað sú sveit er gjörsamlega farin í hundana) og þeir gáfu í sumar út plötu undir merkjum Cavalera Conspiracy. Ég er eiginlega spenntari fyrir henni heldur en Soulfly plötunni!

Niðurstaða: Held að ferð til Valda sé á dagskránni til að tjekka á þessu, og raunar fleiri plötum sem fást ekki í hinni ágætu Skífu.

Eagles of Death Metal – Heart on (október)

Snillingarnir tveir í Eagles of Death metal (tóndæmi 1 (takið eftir Jack Black og Dave Grohl) og 2) eru alveg að detta í hús með nýja plötu. Fyrsta platan þeirra er ein sú skemmtilegri sem ég hef heyrt lengi, fékk mig eiginlega til að hafa smá trú á tónlistarbransanum á ný, trú sem ég hafði að mestu glatað fyrir nokkrum árum. Seinni platan var ekki jafn góð en engu að síður nokkuð þétt og ég hef nokkuð háar væntingar til þessar plötu. Vonandi verða þær ekki skotnar í kaf.

Niðurstaða: Sennilega mesti spenningurinn af öllum, ásamt Kings of Leon. Krossum fingur og vonum það besta.

Queen plús – The Cosmos Rocks (september)

Úff, ég veit ekki hvað mér á að finnast. Uppáhaldshljómsveitin mín snýr aftur frá dauðanum, þó aðeins hálf og Paul Rodgers kominn í stað Freddie. Flokka þetta eiginlega ekki sem Queen plötu, en mér rennur blóð til skyldunnar til að tjekka á þessu. Renni honum kannski í gegn í vinnunni við tækifæri.

Að lokum, rúsína í þessum langa pylsuenda. Ekki plata í sama skilningi og plöturnar hér að ofan, heldur Live DVD og CD saman í pakka með engum öðrum en stuðboltunum (tóndæmi 1 og 2) og eðal drengjunum í CLUTCH! Platan ber heitið Full Fathom. Ég væri nú alveg til í enn aðra stúdíó plötu frá þessum mætu mönnum en almannarómur er nú sá að fáir standist Clutch snúning í live performance og sjaldan lýgur hann svo að ég er sáttur.

Niðurstaða: Spennandi tónlistarhaust framundan og vonandi að þessar plötur standi undir mínum væntingum. Auðvitað á maður aldrei að gera sér of háar væntingar, en þegar væntingarnar standast þá er það alltaf svo ljúft.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar