Sarpur fyrir október, 2008

Litlu hlutirnir

Á þessum síðustu og verstu tímum, þegar kuldaboli bítur fast og allt virðist vera að fara fjandans til þá eru það litlu hlutirnir í lífinu sem skipta svo miklu máli og skyldi enginn vanmeta þá. Meðal þessara hluta er það að setjast á klósett með plastsetu, en ekki úr postulínu. Það er hreinlega ómetanlegt á köldum vetrarmorgni.

Auglýsingar

Ég hef lausnina á kreppunni!

Það hefur reynst okkur Íslendingum ansi óþægur ljár í þúfu að afla gjaldeyris til að rétta af þjóðarskútuna. Trekk í trekk virðast stjórvöld og seðlabanki koma að lokuðum dyrum, og ef við náum að troða fætinum inn fyrir dyrastafinn hefur oftast ekki liðið á löngu þar til það hefur verið skellt á nefið á okkur. Okkar eina veika von síðustu daga hefur svo legið í Rússagulli, en af einhverjum ástæðum hefur það vakið upp hina gömlu Rússagrýlu og alla þá paranoju sem henni fylgir. Ég sem hélt að Kalda stríðinu væri lokið?

En nú hef ég fundið lausnina á þessari klemmu, og með henni má í raun slá nokkuð margar flugur í einu höggu. Í fyrsta lagi byrjum við á því að þyggja lánið af Rússum. Þannig reddum við gjaldeyrisstöðunni. En margir vilja meina að Rússar ætli að lauma einhverjum afarkostum inní skilmála lánsins, eða eiga hönk uppí bakið á okkur seinna meir. Þann vanda leysum við á einfaldan hátt, og ég held jafnvel að ef við bjóðum Rússum þetta fáum við lánið bara að gjöf. Við sem sagt bjóðum Rússum að opna herstöð á Íslandi! Hagsmunir Rússa á Íslandi tengjast að mestu leyti siglingarleiðum fyrir norðan land, sem verða mikilvægari með hverjum deginum sem líður og eftir því sem heggst af ísnum. Þess vegna verður herstöðin á Bakka, og þar með steinliggur önnur fluga, álverið sem norðanmenn kvabba hvað mest um þessa daganna.

Einhverjir kunna eflaust að hallmæla þessari tillögu minni og benda á að við yrðum sennilega ekki vinsælir innan NATO fyrir að hleypa Rússunum inná gafl hjá okkur. Vitiði hvað ég segi við því? Fuck them! Hversu mikil hjálp var í NATO þegar Bretar kölluðu okkur hryðjuverkamenn? Engin. Nú er nóg komið, við höfum hangið alltof lengi í pilsfaldinum hjá NATO. Það er kominn tími til að grípa í annað pils, og mér skilst að Pútín eigi mjög fallegt og sítt pils.

Í ljósi nýjustu frétta um IMF er þessi lausn mín kannski full seint á ferðinni, en ég meina, maður á aldrei of mikið af peningum er það?

Brave New Films

Ég var að horfa á vin minn Stephen Colbert áðan en gestur þáttarins að þessu sinni var maður að nafni Robert Greenwald en hann er maðurinn á bakvið youtube síðuna bravenewfilms. Robert þessi er ekki mikill aðdáandi McCain né heldur Faux fréttastofunnar, en hann lætur þó ekki kjaftasögur eða annarlegar hvatir ráða ferðinni þegar hann gerir myndböndin sín heldur liggur mikil heimildavinna á bakvið hvert vídjó. Ég læt hér tvö áhugaverð myndbönd fylgja en hvet fólk til að kynna sér þetta enn frekar á youtube.

Hryðjuverkamaðurinn Barack Hussein Obama:

Billó fær á baukinn:

Uppfærsla, verð að bæta þessu við:

Þessi síða er frábær.

Íslenskir námsmenn erlendis í kreppu

Þeir Íslendingar sem finna sennilega hvað fyrst fyrir þessum fáránlegu gegnissveiflum þessa daganna eru námsmenn við nám erlendis. Öll áætlanagerð síðan á útmánuðum er löngu flogin útum gluggann og kostnaðurinn bara hækkar og hækkar meðan námslánin standa í stað. Án þess að vilja á nokkurn hátt gera lítið úr þessum vandræðum og alvarleika málsins þá fannst mér eitthvað hálf spaugilegt við þessa frétt á mbl, þ.e.a.s. seinni hlutann:

Það er svo komið að við verðum að neita okkur um það að fara í þær búðir sem við erum vön, verðum að versla í Aldi þar sem ódýrast er að versla en það hækkar allt þar líka. Við reynum að nota eins lítið af rafmagni og gasi og mögulegt er. Nú er farið að kólna hérna. Það er vissulega hægt að fara í flíspeysur og lopapeysur og vefja sig í teppi, en hvaða lífsgæði eru það?“ segir Magnús.

Ónei! Hvílík ógæfa að þurfa að versla í ÓDÝRUSTU búðinni, það er sannarlega merki um kreppu þegar maður neyðist til að vera hagsýnn og hætta að versla í Hagkaup og þarf að fara í Bónus. Og hvað er að því að klæða sig vel? Djöfulsins örbirgð er það að þurfa að lepja dauðann úr skel í Bónus þeirra Breta og hætta að spranga um heima hjá sér á stuttbuxum. Fólk í dag veit ekki hvað kreppa er, enda hefur það aldrei upplifað eina slíka.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar