Íslenskir námsmenn erlendis í kreppu

Þeir Íslendingar sem finna sennilega hvað fyrst fyrir þessum fáránlegu gegnissveiflum þessa daganna eru námsmenn við nám erlendis. Öll áætlanagerð síðan á útmánuðum er löngu flogin útum gluggann og kostnaðurinn bara hækkar og hækkar meðan námslánin standa í stað. Án þess að vilja á nokkurn hátt gera lítið úr þessum vandræðum og alvarleika málsins þá fannst mér eitthvað hálf spaugilegt við þessa frétt á mbl, þ.e.a.s. seinni hlutann:

Það er svo komið að við verðum að neita okkur um það að fara í þær búðir sem við erum vön, verðum að versla í Aldi þar sem ódýrast er að versla en það hækkar allt þar líka. Við reynum að nota eins lítið af rafmagni og gasi og mögulegt er. Nú er farið að kólna hérna. Það er vissulega hægt að fara í flíspeysur og lopapeysur og vefja sig í teppi, en hvaða lífsgæði eru það?“ segir Magnús.

Ónei! Hvílík ógæfa að þurfa að versla í ÓDÝRUSTU búðinni, það er sannarlega merki um kreppu þegar maður neyðist til að vera hagsýnn og hætta að versla í Hagkaup og þarf að fara í Bónus. Og hvað er að því að klæða sig vel? Djöfulsins örbirgð er það að þurfa að lepja dauðann úr skel í Bónus þeirra Breta og hætta að spranga um heima hjá sér á stuttbuxum. Fólk í dag veit ekki hvað kreppa er, enda hefur það aldrei upplifað eina slíka.

Auglýsingar

4 Responses to “Íslenskir námsmenn erlendis í kreppu”


 1. 1 Soffía Snædís október 2, 2008 kl. 8:57 e.h.

  ó nei! Ég get ekki lengur borðað styrjuhrogn og kavíar í morgunmat! *sniff* *sniff*

 2. 2 Geirármann október 16, 2008 kl. 12:49 e.h.

  já þetta var frekar aum lýsing á því hvernig námsmenn hafa það… skil ekki afhverju hann skrifar ekki um þá námsmenn sem eru að pakka saman og flytja heim eða þá námsmenn sem eru að fá hótanir um að vera hent út úr leigu íbúðunum sínum…

  Ég finn klárlega fyrir þessu og það er bara verslað það nauðsynlegasta og ódýrasta… nota t.d. gömul dagblöð sem skeinipappír og hita upp íbúðina mína með því að brenna húsgögnin mín í gamalli olíutunnu… ég hef farið tvisvar í bað síðan kreppan byrjaði og það var smá sund í höfninni… merkilegt hvernig olíubrákin ver mann gegn kuldanum…

 3. 3 Siggeir október 16, 2008 kl. 4:07 e.h.

  Hahaha! Góður Geir, gott að menn sjá enn léttu hliðina á hlutunum 🙂

 4. 4 Geirármann október 17, 2008 kl. 11:26 f.h.

  ég sé enga létta hlið… mér er alvara… En að öllu spaugi sleptu… þá finnur maður mikið fyrir þessu… ég er hættur að kaupa bjór og bjór er hátt á forgangslistanum mínum!!! Bjor og matur eru nr. 1 og 2…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: