Ég hef lausnina á kreppunni!

Það hefur reynst okkur Íslendingum ansi óþægur ljár í þúfu að afla gjaldeyris til að rétta af þjóðarskútuna. Trekk í trekk virðast stjórvöld og seðlabanki koma að lokuðum dyrum, og ef við náum að troða fætinum inn fyrir dyrastafinn hefur oftast ekki liðið á löngu þar til það hefur verið skellt á nefið á okkur. Okkar eina veika von síðustu daga hefur svo legið í Rússagulli, en af einhverjum ástæðum hefur það vakið upp hina gömlu Rússagrýlu og alla þá paranoju sem henni fylgir. Ég sem hélt að Kalda stríðinu væri lokið?

En nú hef ég fundið lausnina á þessari klemmu, og með henni má í raun slá nokkuð margar flugur í einu höggu. Í fyrsta lagi byrjum við á því að þyggja lánið af Rússum. Þannig reddum við gjaldeyrisstöðunni. En margir vilja meina að Rússar ætli að lauma einhverjum afarkostum inní skilmála lánsins, eða eiga hönk uppí bakið á okkur seinna meir. Þann vanda leysum við á einfaldan hátt, og ég held jafnvel að ef við bjóðum Rússum þetta fáum við lánið bara að gjöf. Við sem sagt bjóðum Rússum að opna herstöð á Íslandi! Hagsmunir Rússa á Íslandi tengjast að mestu leyti siglingarleiðum fyrir norðan land, sem verða mikilvægari með hverjum deginum sem líður og eftir því sem heggst af ísnum. Þess vegna verður herstöðin á Bakka, og þar með steinliggur önnur fluga, álverið sem norðanmenn kvabba hvað mest um þessa daganna.

Einhverjir kunna eflaust að hallmæla þessari tillögu minni og benda á að við yrðum sennilega ekki vinsælir innan NATO fyrir að hleypa Rússunum inná gafl hjá okkur. Vitiði hvað ég segi við því? Fuck them! Hversu mikil hjálp var í NATO þegar Bretar kölluðu okkur hryðjuverkamenn? Engin. Nú er nóg komið, við höfum hangið alltof lengi í pilsfaldinum hjá NATO. Það er kominn tími til að grípa í annað pils, og mér skilst að Pútín eigi mjög fallegt og sítt pils.

Í ljósi nýjustu frétta um IMF er þessi lausn mín kannski full seint á ferðinni, en ég meina, maður á aldrei of mikið af peningum er það?

Auglýsingar

5 Responses to “Ég hef lausnina á kreppunni!”


 1. 1 ernir október 21, 2008 kl. 9:07 f.h.

  Maður á heldur aldrei of mikið af lánum. Að minnsta kosti fannst bönkunum það.

 2. 2 Arnar Gísli október 21, 2008 kl. 6:02 e.h.

  Ég er sammála þessu Siggeir. Hinsvegar vil ég ganga lengra.

  Ég held að við ættum ekki að opna eina heldur margar herstöðvar út um allt land. Þá bæði fáum við atvinnu af þeim og þessi litlu bæjarfélög geta hætt að gráta álið.

  Við getum hótað bretum öllu illu fyrir að beita lögunum á okkur. Þeir munu þá loksins taka niðrum sig buxurnar og drekka teið með rassgatinu.

  Svo getum við sent þá í uniformi niðrí bæ um helgar. Aga karlmennina og barna stúlkurnar (það náttúrulega gengur ekki að við séum ekki orðin milljón).

  Ég held að þetta myndi hleypa svolítið ferskum blæ inní félagslíf, efnahagslíf og menningu okkar rúslendinga.

  Einnig styðjum við þá í að auka gróðurhúsaáhrif sem munu aðeins leiða gott af sér fyrir okkur. Nú verður loksins búandi á þessum skítaklaka og hægt að fara í almennilegt sólbað. Einnig verður norðursjór almennilega siglingafær.

  Mjög mörg mál leyst með þessu..

 3. 3 siggeir október 21, 2008 kl. 10:02 e.h.

  Þetta er stórkostleg hugmynd Arnar, ég segi að við hrindum henni í framkvæmd ekki seinna en í gær!

 4. 4 almar október 29, 2008 kl. 2:24 e.h.

  Ég vill líka að við tökum upp kommunismann, það er gott kerfi. Og leifum rússunum að hafa kjarnavopn hérna, miðuð á bretana og jafnvel að fara alla leið og stofna nýju sovietríkin bara með rússum 🙂


 1. 1 Ísland í BNA! « Forever, stronger than all Bakvísun við júlí 7, 2009 kl. 5:34 e.h.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: