Sarpur fyrir desember, 2008

Blóðrauð jól

Djöfull er þetta týpískt íslenskt jólaveðurfar. Búið að vera bullandi snjókoma svo dögum skiptir en svo tveimur dögum fyrir jól fer allt í bál og brand! Ekki nóg með að snjórinn sé að hopa, heldur er helvítis hávaðarok og úrhellisrigning! Með þessu áframhaldi sé ég ekki fram á að geta grillað jólasteikina útá svölum þessi jólin.

Auglýsingar

Óbama hættur að bleisa

Gamli strompurinn, Barrack Obama, er hættur að reykja, hann lofar, alveg satt, nú er hann sko hættur. Ég meina, það gengur ekki að reykja Hvíta húsinu (en hvað með að bleisa eina feita? Er það líka bannað? Held það veiti nú ekki af eftir langan dag hjá kallinum)

Ef ég þekki  mitt heimafólk rétt fær hann sér bara í vörina í staðinn. Ég spái því að innan árs verði það orðið í tísku að fá sér í vörina, alveg eins og forseti Bandaríkjanna.

Ísak Helgason 1985-2008

Ísak Helgason er fallinn frá alltof langt fyrir aldur fram. Minning hans mun þó alltaf lifa í hjörtum okkar allra, vina og fjölskyldu.

Hvíldu í friði gamli vinur.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar