Sarpur fyrir janúar, 2009

Glataðir snillingar

Þessi maður er auðvitað ekkert nema snillingur.

„En hann bætti við, að fólk mætti aldrei gleyma því að hann tjáði sig oft af gamansemi og glaðværð.“

Soddan sprelligosi!

Auglýsingar

Að segja sannleikann

Það að segja sannleikann hefur gjörsamlega dottið upp fyrir hér á klakanum eftir bankahrunið. Að fara í kringum hlutina er orðið normið, annars er bara verið að persónugera vandann, og það viljum við alls ekki! Hvers vegna reynist það okkur orðið svona erfitt að segja bara sannleikann? Koma bara fram og leggja spilin á borðið í staðinn fyrir að halda uppi einhverjum blekkingarleik þar til allt er farið til andskotans.

Nýjasta dæmið er uppsögn, eða hvað sem á að kalla þessi starfslok, Elínar Landsbankastýru. Um nokkurt skeið hefur hún verið skotspæni mótmælenda sem hafa m.a. borið hana út úr bankanum á táknrænan hátt og krafist afsagnar hennar. Ekki heyrðist múkk frá henni. En svo lækkuðu launin hennar, og nú er hún að hætta. Reyndar segir hún að það hafi alltaf staðið til að starfið yrði bara tímabundið meðan bankinn væri að komast aftur í gang. Nú! Ó! Þá er þetta alltí lagi. Eða, bíddu, af hverju andskotaðist hún ekki til að segja þetta strax svo að þessir mótmælendur gætu hundskast heim og farið að gera eitthvað uppbyggilegt? Glitnismenn hafa séð að þetta er eina vitið og hafa gefið út samskonar yfirlýsingu með sinn bankastjóra. Þeir a.m.k. sendu frá sér þessa yfirlýsingu áður en að Kirkjusandur fylltist af grímuklæddum mótmælendum.

Mér þykir þetta allt þó sérlega merkilegt fyrir þær sakir að Finnur Sveinbjörnsson sem núna reynir að stýra Kaupþingi hefur einmitt gefið það út að hann vilji sitja áfram. Það er náttúrulega orðið mun þægilegra fyrir hann núna eftir að hann rak þá einstaklinga sem ógnuðu stöðu hans og valdi mest. Það var auðvitað heldur ekki hægt að segja satt og rétt frá þá. Í fréttum var talað um sameiginlega niðurstöðu um starfslok, þegar raunveruleikinn var sá að fólkinu var sparkað í lok dags fyrirvaralaust. Svona gerast kaupin á eyrinni í dag.

Gamalt kínverskt spakmæli

Langaði að deila með ykkur gömlu kínversku spakmæli:

„Síðasti hlanddropinn lekur aldrei úr limnum fyrr en eftir að þú setur hann aftur í buxurnar“

Mikil sannindi fólgin í þessari speki.

Kúkur og kanill

Ég hef stundum velt fyrir mér uppruna orðtaksins „að eitthvað kosti kúk og kanil“ því þó svo að kúkur sé vissulega ódýr og auðfengin er kanill það alls ekki, og ef að þetta ágæta orðtak er frá gamalli tíð þá meikar þetta enn minni sens, því að kanill var munaðarvara hér á árum áður. Ég prufaði að fletta þessu upp í hinni ágætu bók Íslensk orðtök en því miður er virðist þessi frasi ekki hafa hlotið náð fyrir augum ritnefndar þeirrar góðu bókar.

Hafið þið samt einhverntíman pælt í því hvað þetta orðtak hljómar vel á ensku? Íslendingar hafa gert nokkrar tilraunir til að koma íslenskum orðtökum í umferð í enskri tungu, eins og „they fish who row“ og „it lies in the eyes upstairs“ en án neins merkjanlegs árangurs. En hvað með „shit & cinnamon“? Stuttur og hnitmiðaður frasi sem hittir beint í mark. Mjög líklegur frasi til landvinninga að mínu mati og ég held að það sé ekki ólíklegt að við förum að heyra þetta æ oftar í enskumælamdi fjölmiðlum á næstu misserum.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar