Kúkur og kanill

Ég hef stundum velt fyrir mér uppruna orðtaksins „að eitthvað kosti kúk og kanil“ því þó svo að kúkur sé vissulega ódýr og auðfengin er kanill það alls ekki, og ef að þetta ágæta orðtak er frá gamalli tíð þá meikar þetta enn minni sens, því að kanill var munaðarvara hér á árum áður. Ég prufaði að fletta þessu upp í hinni ágætu bók Íslensk orðtök en því miður er virðist þessi frasi ekki hafa hlotið náð fyrir augum ritnefndar þeirrar góðu bókar.

Hafið þið samt einhverntíman pælt í því hvað þetta orðtak hljómar vel á ensku? Íslendingar hafa gert nokkrar tilraunir til að koma íslenskum orðtökum í umferð í enskri tungu, eins og „they fish who row“ og „it lies in the eyes upstairs“ en án neins merkjanlegs árangurs. En hvað með „shit & cinnamon“? Stuttur og hnitmiðaður frasi sem hittir beint í mark. Mjög líklegur frasi til landvinninga að mínu mati og ég held að það sé ekki ólíklegt að við förum að heyra þetta æ oftar í enskumælamdi fjölmiðlum á næstu misserum.

Auglýsingar

0 Responses to “Kúkur og kanill”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: