Snemma beygist krókurinn

Ég og Soffía vorum sammála um það strax áður en Emilía fæddist að við ætluðum ekki að bjóða henni gos að fyrra bragði. Sumir foreldrar hafa gengið svo langt að setja kók í pela sem er auðvitað fáránlegt, enda skemmir það tennur hratt og ég er ekki viss um að ungabörn hafi mjög gott af koffíni. Í fyrstu gekk þetta plan mjög vel og Emilía drakk sína mjólk og sitt vatn. En svo fór mín að vilja smakka ALLT. Ef ég var að drekka gos linnti hún ekki látum fyrr en hún fékk sopa. Í fyrstu fannst henni það ekki gott, og raunar er það ennþá þannig að hún er ekkert sérstaklega hrifin af gosi með mikilli kolsýru. En gos úr vél, þar er hún komin í feitt. Um daginn kom ég við á Quiznos á leiðinni heim úr Hagkaup, og meðan Soffía keyrði heim sátum við Emilía aftur í og hámuðum í okkur Smalabita og drukkum Pepsí. Þegar heim var komið tyllti Emilía sér svo í sófann, horfði á Skrímsli Hf. og sötraði Pepsí.

pepsi

Ef að þessi unga dama er ekki drottning í ríki sínu þá veit ég ekki hvað.

Auglýsingar

0 Responses to “Snemma beygist krókurinn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: