Smá mússík

Datt inná smá youtube tónlistar flakk áðan, eins og ég geri gjarnan þegar ég er staddur í Grindavík. Byrjaði á þessari snilld, Time is mine með Toni Iommi og Phil Anselmo (bara hljóð):

Alveg brilliant lag, enda samið af tveimur miklum snillingum. Þeir sömdu þetta fyrir plötuna Iommi, sem reyndar olli mér hálfgerðum vonbrigðum, þrátt fyrir mikinn pótensjal á meistaraverki. Þeir félagar sömdu víst þrjú lög, eitt af þeim er The Bastard, en þriðja lagið hef ég aldrei fundið, þannig að ef einhver lumar á því skal sá hinn sami gauka því að mér undir eins. Einhver stakk uppá því að Pantera ættu að koma saman aftur með Iommi á gítarnum. Fjarstæðukennd hugmynd, en ég held að það yrði æðisgengin snilld, enda Iommi einhver mesti riff kóngur samtímans.

Í framhaldinu datt ég svo inná þetta:

Ozzy verður nú að fá prik fyrir stökkið í byrjun, en mikið hrikalega er hann samt orðinn mikill ellihrumur. Ef hann væri ekki alþjóðleg stórstjarna efa ég ekki að hann gengi við göngugrind í dag, eða staf í það minnsta. En takið eftir trommuleikaranum, enginn annar en Phil Collins! Sumir vilja meina að hann sé besti rokktrommari sögunnar (ásamt Dave Grohl kemur fram þarna í kommentum). Ég veit ekki með það, í mínum huga er hann alltaf gaurinn sem söng Against all odds, In the air tonight og fleiri sykursætar ballöður. Ég er of ungur til að muna eftir Genesis, en þar þótti hann víst mikill frumkvöðull. Í mínum huga á hann alltaf best heima með Bjarna Ara á Bylgjunni. Í sólskinsskapi auðvitað.

Endum yfirferð kvöldsins svo á Black Sabbath og Ozzy í hörkuformi. Árið er 1978 og lagið er Snowblind, eitt af bestu lögum Sabbath. Minn stærsti Sabbath félagi, Geir Ármann fær sérstakar heiðurskveðjur með þessu lagi. Ég þakka fyrir mig í kvöld, þar til næst, góðar stundir.

Auglýsingar

2 Responses to “Smá mússík”


  1. 1 Bergmann mars 25, 2009 kl. 3:28 e.h.

    Verð nú að koma því af hjarta mínu að besta lag Black Sabbath er titillagið af fyrstu breiðskífu þeirra. Margir spekúlantar og „hátt virtir“ tónlistamenn segja það lag hafa verið fyrsta eiginlega „metal lagið“.

    Annars kemur Phil Collins á óvart, þrátt fyrir að vera í hópi með Elton John og fleirum sem samið hafa tónlist fyrir Disney teiknimynd…

  2. 2 siggeir mars 25, 2009 kl. 10:51 e.h.

    Jú Black Sabbath með Black Sabbath er vissulega tímamótalag en platan í heild skiptir líka miklu máli, og persónulega fíla ég betur næstu fjögur lög heldur en titllagið sjálft. Mér hefur alltaf þótt það svolítið upp blásið. Ágætt lag engu að síður.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: