Fallbeygingarhræðsla?

Fallbeygingar virðast vera á undanhaldi í íslensku í dag, sem er stórfurðulegt því að íslenska er jú fallbeygingarmál og allir læra að fallbeygja í grunnskóla. Sérnöfn virðast reynast Íslendingum sérstaklega erfið, og þá einna helst nöfn tengd íþróttum. Lið Akureyrar í handbolta virðist t.d. nánast eingöngu vera til í nefnifalli, í Fréttablaðinu í dag stóð t.a.m. „Mörk Akureyri:“, en ekki Akureyrar. Hamar frá Hveragerði virðist líka ekki beygjast lengra en í þolfall. Á fótbolti.net (sem er nú bara grín síða þegar kemur að íslensku) hefur oft staðið eitthvað eins og „Jón Jónsson, leikmaður Hamar“, „Mörk Hamar skoruðu“ og þar fram eftir götunum. N1 deildin skapar svo náttúrulega fáránlegt beygingarvandamál sem ég nenni ekki einu sinni að eyða orðum í. Mér finnst að það ætti hreinlega bara að banna öll svona ónefni, N1, 365, A4, D3 og eitthvað svona bull sem annar hver maður virðist ekki vita hvernig eða hvort á að beygja!

Mannanöfn eiga líka undir högg að sækja, sérstaklega nöfn sem breytast mikið á milli falla. Ég heyrði fullorðinn mann um daginn segja „Hjá Eigili“ Hjá Eigili! Hvað er í gangi? Tvínefni eru líka voðalega sjaldan beygð af einhverjum ástæðum. Gjarnan er annað nafnið beygt en hitt látið liggja á milli hluta. Ég held t.d. að  allan tíman sem ég var í MA hafi ég aldrei heyrt talað um Örn Þór í eignarfalli, og afar sjaldan heyrt bæði nöfnin hans í sama fallinu. Menn voru gjarnan á leið í tíma hjá „Örn Þóri“, hvað veldur svona vitleysu? Hvaða misskilningur er í gangi þess efnis að það sé nóg að beygja annað hvert orð?

Að lokum, hvað er málið með sögnina að skafa? Skafaði er ekki ein af beygingarmyndum þessa orðs!

Auglýsingar

5 Responses to “Fallbeygingarhræðsla?”


 1. 1 soffía snædís mars 10, 2009 kl. 10:34 e.h.

  Heyr, heyr. Í gær fékk ég tölvupóst frá Viðskiptaráði sem var til skammar. Titill póstsins var: vantar þér aur? Frekar sorglegt þar sem þetta var fjöldapóstur sem allir sáu.

 2. 2 Birgir Baldursson mars 11, 2009 kl. 12:22 f.h.

  Réttmæt gagnrýni. En það er líka nýtilkomin lenska að skipta einu (samsettu) orði upp í tvö svo að sker í augu. Þannig verður til dæmis grínsíða grín síða. 😉

 3. 3 siggeir mars 11, 2009 kl. 9:17 f.h.

  Ég biðst forláts.

 4. 4 Bergmann mars 25, 2009 kl. 3:33 e.h.

  Sameiginleg þekking er eitthvað sem nútímaþjóðfélag nýtir sér óspart, samanber http://www.wikipedia.org. Því miður virkar það ekki aðeins þannig að vitneskja fólks kemst á framfæri á skiljanlegan máta. Þetta hefur opnað leiðir fyrir vitleysu fólks, og þar sem vitleysingar eru almennt málglaðari en annað fólk verður það svona einsog rjóminn sem flýtur ofaná.

 5. 5 siggeir mars 25, 2009 kl. 10:55 e.h.

  Súr rjómi það!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: