Undarlegar draumfarir

Eins og allir vita dreymir mig oft bölvaða vitleysu. Síðustu tvær nætur hafa ekki verið neinar undantekningar þar á.

Í gærnótt dreymdi mig að ég væri í partýi og ákvað að fá mér einn smók (sem ég hef btw ekki gert síðan einhvern tímann í MA). Mér líkaði það svona djöfull vel að ég ákvað í framhaldinu að byrja að reykja. Winston held ég, mamma yrði eflaust sátt með það.

Í nótt dreymdi mig svo að ég væri að fara að halda Queen cover tónleika, þar sem ég átti að syngja. Þetta byrjaði eins og einhver tölvuleikur þar sem ég opnaði marga mismunandi kassa til að leita að búningum. En þegar tónleikarnir voru að byrja var enginn mættur, mér sárnaði ekkert smá. En svo fór alltí einu fólk að tínast á staðinn, og þá var staðurinn ekki lengur tónleikahöll, heldur Kaldbakur. Og crowdið var ekkert venjulegt crowd heldur eintómar bullur sem fóru að rústa öllu heima hjá afa. Við reyndum að róa lýðinn með því að spila Slayer en ég áttaði mig fljótt á því að ég get ekki sungið Slayer. Síðan reyndum við KISS en kunnum ekki gripin. Þetta var algjör katastrófía. Mér leið hrikalega þegar ég vaknaði.

Auglýsingar

0 Responses to “Undarlegar draumfarir”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: