Sarpur fyrir maí, 2009

Vitlausar fréttir

Mér leiðist mjög að lesa fréttir sem eru illar unnar, og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða háalvarlegar fréttir eða sápufroðufréttir eins og þessa:

Lítið hefur borið á söngkonunni Avril Lavigne undanfarin ár, en hún sló rækilega í gegn fyrir rúmum áratugi síðan.

Þessar myndir náðust af söngkonunnni á ströndinni á dögunum. Hún skemmti sér vel í sjónum ásamt vinkonum sínum og lék sér að ljósmyndurum með því að halda þétt um brjóst sín og leyfa vinkonu sinn að snerta þau líka.

Ég veit ekki betur en að Avril hafi „slegið rækilega í gegn“ fyrir 7 árum síðan, eða 2002, sem telst varla tæpur áratugur, og hvað þá rúmlegur. Svo veit ég nú ekki betur en hún hafi síðan þá gefið út tvær plötur til viðbótar, þá seinni árið 2007 og hafi þá hljómað óþægilega oft á öldum ljósvakans með lagið Girlfriend. (Af hverju ég veit þetta allt saman er svo algjört aukaatriði!)

Sumir myndu kannski segja, hverjum er ekki sama? Sumir kalla svona fréttir lágkúrulegar og ómerkilegar, en af hverju les þetta sama fólk þá þessar fréttir? Staðreyndin er sú að þetta er það sem þorri fólks les, hvort sem það er sorgleg staðreynd eður ei, og þegar þessi færsla er skrifuð er þetta mest lesna fréttin á dv.is. Það er því algjört lágmark að hafa staðreyndirnar á hreinu.

Auglýsingar

Ritgerðarvinna

Ritgerðarsmíði mín í hnotskurn:

Skot úr fortíðinni

Það var óneitanlega svolítið sérstök tilfinning að taka fyrsta sopann af Mix flöskunni sem ég festi kaup á áðan. Skrítið að finna alltí einu gott bragð aftur af þessum ágæta drykk, sætt bragð fortíðar en ekki sullbragð samtímans, sull segi ég því einhverjum snillingi datt í hug að sulla sætuefni samanvið uppskriftina, og gera Mix þannig ódrekkandi með öllu. En núna er gamla uppskriftin komin aftur í gagnið og allir eru glaðir.

Þetta er víst alþekkt herbragð úti í hinum stóra heimi, þ.e. að breyta uppskrift á vinsælum gosdrykk, og ef hún er ódrekkandi þá er gamla „classic“ bragðið aftur sett á markað, og sölutölur rjúka uppúr öllu valdi. Ég hélt alltaf að þetta væri hugsunin á bakvið breytinguna á Fanta, en þeim frábæra drykk var á sínum tíma skipt út fyrir skólpvatn. En síðan eru liðin 10 ár og Fanta bragðast ennþá eins og skólp. Þeir hjá Vífilfelli hafa greinilega eitthvað gleymt sér.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar