Skot úr fortíðinni

Það var óneitanlega svolítið sérstök tilfinning að taka fyrsta sopann af Mix flöskunni sem ég festi kaup á áðan. Skrítið að finna alltí einu gott bragð aftur af þessum ágæta drykk, sætt bragð fortíðar en ekki sullbragð samtímans, sull segi ég því einhverjum snillingi datt í hug að sulla sætuefni samanvið uppskriftina, og gera Mix þannig ódrekkandi með öllu. En núna er gamla uppskriftin komin aftur í gagnið og allir eru glaðir.

Þetta er víst alþekkt herbragð úti í hinum stóra heimi, þ.e. að breyta uppskrift á vinsælum gosdrykk, og ef hún er ódrekkandi þá er gamla „classic“ bragðið aftur sett á markað, og sölutölur rjúka uppúr öllu valdi. Ég hélt alltaf að þetta væri hugsunin á bakvið breytinguna á Fanta, en þeim frábæra drykk var á sínum tíma skipt út fyrir skólpvatn. En síðan eru liðin 10 ár og Fanta bragðast ennþá eins og skólp. Þeir hjá Vífilfelli hafa greinilega eitthvað gleymt sér.

Auglýsingar

5 Responses to “Skot úr fortíðinni”


 1. 1 björk maí 6, 2009 kl. 12:06 f.h.

  Hvar fékkstu MIX??????

 2. 2 soffía snædís maí 6, 2009 kl. 12:46 f.h.

  Siggeir fékk Mix útí sjoppu, rétt hjá húsinu þínu.

 3. 3 Stefán maí 12, 2009 kl. 11:25 f.h.

  Jæja, félagi. Hvernig fannst þér Crank – High voltage? Ég gat ekki horft á nema brot af henni því mér fannst hún ömurleg (t.d. senan á veðhlaupabrautinni) og þetta var hræðileg stæling á fyrri myndinni og enn vitlausari. Gaman að vita hvort ég er svona kröfuharður eða hvort yngri gaurar fíli þetta.

 4. 4 siggeir maí 13, 2009 kl. 6:01 e.h.

  Hef því miður ekki enn komist til að sjá hana!

 5. 5 siggeir maí 13, 2009 kl. 6:01 e.h.

  Spurning hvort ég neyðist til að verða mér úti um ólöglegt eintak…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: